Tagliatelle al pomodoro e basilico 11. febrúar 2005 00:01 Anna Sigríður Helgadóttir söngkona eldar oft pastarétti. Hér eru tvær uppskriftir að gómsætum réttum. 500 g tagliatelle4-5 hvítlauksrif4-5 perutómatarfersk basillauf. Ólífuolía (extra virgin) er sett á pönnu og hituð. Hvítlaukurinn skorinn í frekar stóra bita, settur út í olíuna og brúnaður. Þegar hann er orðinn gullinn á litinn er hann veiddur upp úr olíunni. Þá er niðurskornum tómötum blandað út í olíuna og hitinn hækkaður. Þegar tómatarnir eru orðnir að mauki og skinnið allt orðið krullað eru basillaufin rifin yfir allt og blandað saman. Mikilvægt er að sjóða ekki pastað of mikið og hella vatninu af því. Sósunni hellt yfir pastað og hrært saman. Gott er að rífa parmesan- eða granaost yfir. Spínat og tómatsalat500 g spínat250 g kirsuberjatómatarólífuolíabalsamediksalt Spínatið skolað og sett í skál. Tómatar skolaðir, skornir í tvennt og bætt út í spínatið. Ólífuolíunni og balsamedikinu (frá Modena) hellt vel yfir. Ekki spara balsamedikið. Að endingu er salti drussað yfir allt salatið í skálinni með tveimur fingrum og öllu velt upp úr vökvanum. Pastaréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið
Anna Sigríður Helgadóttir söngkona eldar oft pastarétti. Hér eru tvær uppskriftir að gómsætum réttum. 500 g tagliatelle4-5 hvítlauksrif4-5 perutómatarfersk basillauf. Ólífuolía (extra virgin) er sett á pönnu og hituð. Hvítlaukurinn skorinn í frekar stóra bita, settur út í olíuna og brúnaður. Þegar hann er orðinn gullinn á litinn er hann veiddur upp úr olíunni. Þá er niðurskornum tómötum blandað út í olíuna og hitinn hækkaður. Þegar tómatarnir eru orðnir að mauki og skinnið allt orðið krullað eru basillaufin rifin yfir allt og blandað saman. Mikilvægt er að sjóða ekki pastað of mikið og hella vatninu af því. Sósunni hellt yfir pastað og hrært saman. Gott er að rífa parmesan- eða granaost yfir. Spínat og tómatsalat500 g spínat250 g kirsuberjatómatarólífuolíabalsamediksalt Spínatið skolað og sett í skál. Tómatar skolaðir, skornir í tvennt og bætt út í spínatið. Ólífuolíunni og balsamedikinu (frá Modena) hellt vel yfir. Ekki spara balsamedikið. Að endingu er salti drussað yfir allt salatið í skálinni með tveimur fingrum og öllu velt upp úr vökvanum.
Pastaréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið