Kátir með aukna samkeppni 26. febrúar 2005 00:01 Hjá Bónus eru menn sallarólegir með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátir með aukna samkeppni að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Hann segir að þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus. Spurður hvort þeir hafi kynnt sér nýju verðin hjá Krónunni í dag segir Guðmundur svo vera að og í kjölfarið hafi Bónus lækkað verð á einhverjum vörum. Varðandi orð Sigurðar um að ekki hafi verið virk samkepnni á þessum markaði spyr Guðmundur hvort kollegi hans hjá Kaupási hafi hreinlega ekki verið í vinnunni. Bónus hafi alla vega ávallt lagt sig fram við að hafa lægsta verðið. Krónan hefur blásið til sóknar á matvörumarkaði með allt að fjórðungslækkun á ákveðnum tegundum matvæla í dag. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar, segir tímabært að virkja samkeppni milli lágvöruverðsverslana hér á landi. Að hans sögn er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og auka samkeppni á lágvöruverðsmarkaði sem hann segir ekki hafa verið nægilega mikla fyrir. Ástæðuna fyrir því segir hann líta svo út að einn aðili hafi verið með yfirburðastöðu á markaðinum en neytendur vilji meiri samkeppni. Aðspurður hvers vegna verð Krónunnar hafi ekki verið lægra í ljósi þess að verslununum hafi verið komið á laggirnar til að veita t.a.m. Bónus samkeppni í lágvöruverðsverlsun, segir Sigurður að tiltölulega stutt sé síðan nýir eigendur hafi komið að fyrirtækinu og upp frá því hafi þeir verið að kynna sér reksturinn og gera hagræðingar í honum, t.d. með því að endursemja við birgja. Spurður hvort Krónan sé núna með lægra vöruverð en Bónus eða einungis sambærilegt segir hann að þeir muni leggja sig alla fram við að tryggja neytendum samkeppnishæft verð á hverjum tíma á helstu neysluvörum heimilisins. Kaupás rekur tólf Krónuverslanir: á höfuðborgarsvæðinu, á Þorlákshöfn, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum en bráðlega verður opnuð ný Krónuverslun á Reyðarfirði. Auk þess rekur Kaupás verslanir Nóatúns og 11-11. Hagar reka 23 Bónusverslanir auk verslana undir nafni Hagkaupa og 10-11 Neytendur Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Hjá Bónus eru menn sallarólegir með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátir með aukna samkeppni að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Hann segir að þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus. Spurður hvort þeir hafi kynnt sér nýju verðin hjá Krónunni í dag segir Guðmundur svo vera að og í kjölfarið hafi Bónus lækkað verð á einhverjum vörum. Varðandi orð Sigurðar um að ekki hafi verið virk samkepnni á þessum markaði spyr Guðmundur hvort kollegi hans hjá Kaupási hafi hreinlega ekki verið í vinnunni. Bónus hafi alla vega ávallt lagt sig fram við að hafa lægsta verðið. Krónan hefur blásið til sóknar á matvörumarkaði með allt að fjórðungslækkun á ákveðnum tegundum matvæla í dag. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar, segir tímabært að virkja samkeppni milli lágvöruverðsverslana hér á landi. Að hans sögn er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og auka samkeppni á lágvöruverðsmarkaði sem hann segir ekki hafa verið nægilega mikla fyrir. Ástæðuna fyrir því segir hann líta svo út að einn aðili hafi verið með yfirburðastöðu á markaðinum en neytendur vilji meiri samkeppni. Aðspurður hvers vegna verð Krónunnar hafi ekki verið lægra í ljósi þess að verslununum hafi verið komið á laggirnar til að veita t.a.m. Bónus samkeppni í lágvöruverðsverlsun, segir Sigurður að tiltölulega stutt sé síðan nýir eigendur hafi komið að fyrirtækinu og upp frá því hafi þeir verið að kynna sér reksturinn og gera hagræðingar í honum, t.d. með því að endursemja við birgja. Spurður hvort Krónan sé núna með lægra vöruverð en Bónus eða einungis sambærilegt segir hann að þeir muni leggja sig alla fram við að tryggja neytendum samkeppnishæft verð á hverjum tíma á helstu neysluvörum heimilisins. Kaupás rekur tólf Krónuverslanir: á höfuðborgarsvæðinu, á Þorlákshöfn, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum en bráðlega verður opnuð ný Krónuverslun á Reyðarfirði. Auk þess rekur Kaupás verslanir Nóatúns og 11-11. Hagar reka 23 Bónusverslanir auk verslana undir nafni Hagkaupa og 10-11
Neytendur Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira