Sport

Landbankadeild 21. ágúst

ÍBV vann annan leik sinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Þrótti með tveimur mörkum gegn engu. Andri Ólafsson og Steingrímur Jóhannesson skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Eftir tapið er Þróttur komiinn með annan fótinn í fyrstu deild en liðið er aðeins með tíu stig, sex stigum frá ÍBV í áttunda sæti. Staða Grindvíkinga er einnig slæm eftir 3-1 tap gegn KR í Vesturbænum. Grindavík er með 12 stig í níunda sæti en KR eru nánast öruggir með sæti sitt í deildinni að ári eru með 19 stig í fimmta sæti. Grétar Ólafur Hjartarson, Ágúst Gylfason skoruðu úr vítaspyrnu og Garðar Jóhannsson skoruðu mörk KR en Eysteinn Húni Hauksson mark gestanna. Mathias Jack, Grindavík, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Skagamenn unnu mikilvægan útisigur á Keflvíkingum 1-0, Sigurður Ragnar Eyjólfsson skoraði sigurmarkið á 73.mínútu. Félögin höfðu sætaskipti Skagamenn eru nú í þriðja sæti með 23 stig en Keflvíkingar eru með 21 í fjórða sæti. Fimmtándu umferð lýkur í kvöld með viðureign Fram og Fylkis á Laugardalsvellinum. Liðin eru jöfn að stigum í sjötta og sjöunda sæti með 17 stig. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður í beinni útsendingu á Sýn en upphitun hefst tuttugu mínútum fyrr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×