Sport

Kuyt og Owen ekki til Everton

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur greint frá því að liðið hafi reynt að fá þá Dirk Kuyt leikmann Feyenoord og Michael Owen leikmann Real Madrid. "Við buðum 10 milljónir punda í Dirk Kuyt þann 1.ágúst en Feynoord neitaði tilboðinu. Þrátt fyrir að hafa lennt í fjórða sæti á síðustu leiktíð þá hefur gengið erfiðlega að fá stór nöfn, en ég vil lofa fylgismönnum okkar því að við erum að reyna að fá þekkta leikmenn í okkar raðir" sagði Moyes. "Við reyndum að fá Owen en við fengum þau svör frá ráðgjöfum hans að hann teldi Everton ekki rétta liðið fyrir sig á þessari stundu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×