Þar ríkir bara sorg 15. janúar 2005 00:01 Nú um helgina stendur sem hæst landssöfnun vegna hamfaranna í Asíu. Þótt nú séu um þrjár vikur síðan flóðaldan mikla lagði í rúst tugi þúsunda heimila og varð hundruðum þúsunda manna að fjörtjóni eru enn að berast fréttir af fjölda látinna og tjóni á mannvirkjum. Sífellt nýjar fréttamyndir segja líka meira en mörg orð um hamfarirnar. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. Hún segir að við Íslendingar getum á ýmsan hátt sett okkur í spor þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á hamförunum. Skemmst sé að minnast snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri og eldgossins í Vestmannaeyjum, auk þess hversu marga hafið hafi tekið. Vigdís minntist líka sérstaklega á börnin á hamfarasvæðunum þegar söfnunin var kynnt. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína og eiga ekki í nein hús að venda. Í Heimaeyjargosinu nutum við Íslendingar aðstoðar víða að, en einkum þó frá frændum okkar annars staðar á Norðurlöndum og Bandaríkjamönnum. Viðlagasjóðshús risu víða á sunnanverðu landinu og minna okkur enn á gosið í Eyjum og örlæti frændþjóðanna. Margir nýbúar hér á landi eiga ættingja og vini sem hafa orðið fyrir barðinu á flóðöldunni miklu. Renuka Perera frá Srí Lanka er ein þeirra sem ekkert hafa heyrt frá mörgum vinum og ættingjum og veit ekki hvort þeir eru lífs eða liðnir. Hún sagði í viðtali við Fréttablaðið að venjulega væri áramótunum fagnað þar líkt og hér. "Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," sagði Renuka. Nokkrir Íslendingar eru í hjálparsveitum á hamfarasvæðinu, og íslensk flugfélög hafa flutt hjálpargögn þangað og veika og slasaða Svía til síns heima. Einn af þeim Íslendingum sem starfa nú á flóðasvæðunum er Vilhjálmur Jónsson, sem lengi hefur búið í Indlandi. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði alls ekki verið viðbúinn þeirri hrikalegu sjón sem við blasti þegar hann kom niður að ströndinni. Flóðið hafði sópað öllu í burtu og bátar höfðu undist utan um tré, sagði hann. "Það sem snerti mig mest var tilfinningin um að vonin væri horfin. Það er erfitt að útskýra þetta, en kannski er þetta eins og að vera laminn og barinn en það kemur ekki niður á líkamanum heldur sálinni," sagði Vilhjálmur. Hann og hans fólk hafa fengið leyfi yfirvalda til að taka að sér neyðaraðstoð og hjálparstarf í þrjú þúsund manna þorpi, í samvinnu við nokkra kaþólska presta. Þar stóð ekki steinn yfir steini eftir hamfarirnar. Þótt við höfum fengið margar og hrikalegar lýsingar á ástandinu á flóðasvæðunum er eins og fólk trúi því betur og það komist betur til skila hvernig ástandið er ef Íslendingar sem eru á vettvangi greina frá. Víðtæk samstaða hefur náðst um söfnunina um helgina. Þar koma við sögu fjölmiðlar og ýmis samtök sem eiga aðild að alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta á að tryggja að peningarnir sem safnast nú um helgina fari beint í hjálparstarfið en ekki í milliliði. Skorað er á landsmenn að rétta hjálparhönd, því gífurlegt endurreisnarstarf er fyrir höndum á flóðasvæðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun
Nú um helgina stendur sem hæst landssöfnun vegna hamfaranna í Asíu. Þótt nú séu um þrjár vikur síðan flóðaldan mikla lagði í rúst tugi þúsunda heimila og varð hundruðum þúsunda manna að fjörtjóni eru enn að berast fréttir af fjölda látinna og tjóni á mannvirkjum. Sífellt nýjar fréttamyndir segja líka meira en mörg orð um hamfarirnar. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. Hún segir að við Íslendingar getum á ýmsan hátt sett okkur í spor þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á hamförunum. Skemmst sé að minnast snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri og eldgossins í Vestmannaeyjum, auk þess hversu marga hafið hafi tekið. Vigdís minntist líka sérstaklega á börnin á hamfarasvæðunum þegar söfnunin var kynnt. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína og eiga ekki í nein hús að venda. Í Heimaeyjargosinu nutum við Íslendingar aðstoðar víða að, en einkum þó frá frændum okkar annars staðar á Norðurlöndum og Bandaríkjamönnum. Viðlagasjóðshús risu víða á sunnanverðu landinu og minna okkur enn á gosið í Eyjum og örlæti frændþjóðanna. Margir nýbúar hér á landi eiga ættingja og vini sem hafa orðið fyrir barðinu á flóðöldunni miklu. Renuka Perera frá Srí Lanka er ein þeirra sem ekkert hafa heyrt frá mörgum vinum og ættingjum og veit ekki hvort þeir eru lífs eða liðnir. Hún sagði í viðtali við Fréttablaðið að venjulega væri áramótunum fagnað þar líkt og hér. "Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," sagði Renuka. Nokkrir Íslendingar eru í hjálparsveitum á hamfarasvæðinu, og íslensk flugfélög hafa flutt hjálpargögn þangað og veika og slasaða Svía til síns heima. Einn af þeim Íslendingum sem starfa nú á flóðasvæðunum er Vilhjálmur Jónsson, sem lengi hefur búið í Indlandi. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði alls ekki verið viðbúinn þeirri hrikalegu sjón sem við blasti þegar hann kom niður að ströndinni. Flóðið hafði sópað öllu í burtu og bátar höfðu undist utan um tré, sagði hann. "Það sem snerti mig mest var tilfinningin um að vonin væri horfin. Það er erfitt að útskýra þetta, en kannski er þetta eins og að vera laminn og barinn en það kemur ekki niður á líkamanum heldur sálinni," sagði Vilhjálmur. Hann og hans fólk hafa fengið leyfi yfirvalda til að taka að sér neyðaraðstoð og hjálparstarf í þrjú þúsund manna þorpi, í samvinnu við nokkra kaþólska presta. Þar stóð ekki steinn yfir steini eftir hamfarirnar. Þótt við höfum fengið margar og hrikalegar lýsingar á ástandinu á flóðasvæðunum er eins og fólk trúi því betur og það komist betur til skila hvernig ástandið er ef Íslendingar sem eru á vettvangi greina frá. Víðtæk samstaða hefur náðst um söfnunina um helgina. Þar koma við sögu fjölmiðlar og ýmis samtök sem eiga aðild að alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta á að tryggja að peningarnir sem safnast nú um helgina fari beint í hjálparstarfið en ekki í milliliði. Skorað er á landsmenn að rétta hjálparhönd, því gífurlegt endurreisnarstarf er fyrir höndum á flóðasvæðunum.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun