Tilbúinn í stóru þjóðirnar 9. júní 2005 00:01 Tryggvi Guðmundsson átti mjög góðan leik með íslenska karlalandsliðinu gegn Möltu á miðvikudagskvöldið, skoraði eitt mark, lagði upp tvö og var óheppinn að skora ekki fleiri mörk sjálfur. Markið sem kappinn skoraði var það tíunda fyrir íslenska A-landsliðið en það vekur athygli að Tryggvi hefur bara skorað gegn litlu þjóðunum – knattspyrnuþjóðum sem voru í 133. sæti eða neðar á síðasta FIFA-listanum. Tryggvi hefur 12 sinnum verið í byrjunarliðinu gegn „stórri“ þjóð en það eru hinsvegar liðin tæp fjögur ár síðan hann fékk að byrja inn á gegn stórri þjóð í undankeppni HM eða EM. Tryggvi var í byrjunarliðinu og spilaði 70 mínútur í 1-2 tapi gegn Dönum á Laugardalsvellinum 2. september 2000 en þetta er jafnframt í eina skiptið sem hann hefur byrjað alvöru landsleik gegn „stærri“ þjóð. Verið á spýtunni „Ég hef fengið að byrja um það bil helmingin af mínum landsleikjum og flesta gegn þessum litlu liðum. Annars hefur maður verið á spýtunni og fengið að koma inn kannski í fimm til tíu mínútur í lokin. Það segir sér sjálft að það er auðveldara að skora þegar maður spilar 90 mínútur en 5 eða 10 mínútur,“ sagði Tryggvi í viðtali við Fréttablaðið í gær en hann hefur aðeins fengið að klára 2 leiki af þeim 20 sem hann hefur spilað gegn „stóru“ þjóðunum. „Ég þykist alveg vera tilbúinn að fá að spila gegn þessum stóru þjóðum en ég er samt ekkert bitur. Það er langur tími í næsta leik en ef maður heldur áfram á sömu braut hér heima og spilar vel með FH þá fær maður vonandi að vera með í haust,“ sagði Tryggvi sem var að koma af æfingu hjá FH-liðinu en það stutt stórra högga á milli hjá kappanum enda næsti leikur FH-liðsins í Landsbankadeildinni gegn Þrótti í Kaplakrika á morgun. Tryggvi hefur farið sérstaklega illa með Möltubúa og Ísland hefur unnið sannfærandi sigra í öllum fjórum leikjunum sem hann hefur spilað gegn þessari 400 þúsund manna þjóð í Miðjarðarhafinu. Tryggvi hefur leikið þá alla frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og á þeim tíma skorað 3 mörk sjálfur og gefið 5 stoðsendingar á félaga sína í liðinu. Markatala Íslands í þessum fjórum leikjum er 16-2 íslenska liðinu í hag. Staðráðinn í að sanna sig „Ég fæ að spila gegn þessum litlu þjóðum og er alltaf staðráðinn í að sanna mig. Ég er sóknarmaður og þegar við erum að spila við minni þjóðirnar þá er meiri áhersla lögð á sóknina. Þegar við spilum gegn stærri þjóðunum þá er kannski komnir menn í mína stöðu sem eru sterkari varnarlega. Vinstri vængurinn í 4-3-3 er frábær staða fyrir mig, þar er ég fyrir framan markið en get einnig nýtt mér minn vinstri fót og gefið góðar fyrirgjafir fyrir markið. Þessi staða hentar mér því mjög vel,“ sagði Tryggvi og nú er að sjá hvaða leikkerfi og hvaða leikmenn landsliðsþjálfarnir nota í næsta leik sem verður væntanlega gegn Króötum á Laugardalsvellinum 3. september. Landsleikir Tryggva gegn liðum ofar en við á FIFA-listanum:Leikir spilaðir: 20 Leikir í byrjunarliði: 12 Leikir sem varamaður: 8 Mínútur spilaðar: 1013 Mörk skoruð: 0 Landsleikir Tryggva gegn liðum neðar en við á FIFA-listanum:Leikir spilaðir: 15 Leikir í byrjunarliði: 8 Leikir sem varamaður: 7 Mínútur spilaðar: 911 Mörk skoruð: 10 Landsliðsmörk Tryggva gegn ákveðnum þjóðum:Færeyjar (133. sæti á FIFA-listanum) 2 mörk Indland (135. sæti) 3 mörk Malta (136. sæti) 3 mörk Liechtenstein (141. sæti) 2 mörkTryggvi Guðmundsson skorar hér mark sitt gegn Möltu á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Þetta var 10. landsliðsmark hans.©Pjetur SigurðssonTryggvi Guðmundsson fagnar hér að mikill innlifun marki sínu gegn Möltu á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Þetta var 10. landsliðsmark hans.©Pjetur Sigurðsson Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson átti mjög góðan leik með íslenska karlalandsliðinu gegn Möltu á miðvikudagskvöldið, skoraði eitt mark, lagði upp tvö og var óheppinn að skora ekki fleiri mörk sjálfur. Markið sem kappinn skoraði var það tíunda fyrir íslenska A-landsliðið en það vekur athygli að Tryggvi hefur bara skorað gegn litlu þjóðunum – knattspyrnuþjóðum sem voru í 133. sæti eða neðar á síðasta FIFA-listanum. Tryggvi hefur 12 sinnum verið í byrjunarliðinu gegn „stórri“ þjóð en það eru hinsvegar liðin tæp fjögur ár síðan hann fékk að byrja inn á gegn stórri þjóð í undankeppni HM eða EM. Tryggvi var í byrjunarliðinu og spilaði 70 mínútur í 1-2 tapi gegn Dönum á Laugardalsvellinum 2. september 2000 en þetta er jafnframt í eina skiptið sem hann hefur byrjað alvöru landsleik gegn „stærri“ þjóð. Verið á spýtunni „Ég hef fengið að byrja um það bil helmingin af mínum landsleikjum og flesta gegn þessum litlu liðum. Annars hefur maður verið á spýtunni og fengið að koma inn kannski í fimm til tíu mínútur í lokin. Það segir sér sjálft að það er auðveldara að skora þegar maður spilar 90 mínútur en 5 eða 10 mínútur,“ sagði Tryggvi í viðtali við Fréttablaðið í gær en hann hefur aðeins fengið að klára 2 leiki af þeim 20 sem hann hefur spilað gegn „stóru“ þjóðunum. „Ég þykist alveg vera tilbúinn að fá að spila gegn þessum stóru þjóðum en ég er samt ekkert bitur. Það er langur tími í næsta leik en ef maður heldur áfram á sömu braut hér heima og spilar vel með FH þá fær maður vonandi að vera með í haust,“ sagði Tryggvi sem var að koma af æfingu hjá FH-liðinu en það stutt stórra högga á milli hjá kappanum enda næsti leikur FH-liðsins í Landsbankadeildinni gegn Þrótti í Kaplakrika á morgun. Tryggvi hefur farið sérstaklega illa með Möltubúa og Ísland hefur unnið sannfærandi sigra í öllum fjórum leikjunum sem hann hefur spilað gegn þessari 400 þúsund manna þjóð í Miðjarðarhafinu. Tryggvi hefur leikið þá alla frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og á þeim tíma skorað 3 mörk sjálfur og gefið 5 stoðsendingar á félaga sína í liðinu. Markatala Íslands í þessum fjórum leikjum er 16-2 íslenska liðinu í hag. Staðráðinn í að sanna sig „Ég fæ að spila gegn þessum litlu þjóðum og er alltaf staðráðinn í að sanna mig. Ég er sóknarmaður og þegar við erum að spila við minni þjóðirnar þá er meiri áhersla lögð á sóknina. Þegar við spilum gegn stærri þjóðunum þá er kannski komnir menn í mína stöðu sem eru sterkari varnarlega. Vinstri vængurinn í 4-3-3 er frábær staða fyrir mig, þar er ég fyrir framan markið en get einnig nýtt mér minn vinstri fót og gefið góðar fyrirgjafir fyrir markið. Þessi staða hentar mér því mjög vel,“ sagði Tryggvi og nú er að sjá hvaða leikkerfi og hvaða leikmenn landsliðsþjálfarnir nota í næsta leik sem verður væntanlega gegn Króötum á Laugardalsvellinum 3. september. Landsleikir Tryggva gegn liðum ofar en við á FIFA-listanum:Leikir spilaðir: 20 Leikir í byrjunarliði: 12 Leikir sem varamaður: 8 Mínútur spilaðar: 1013 Mörk skoruð: 0 Landsleikir Tryggva gegn liðum neðar en við á FIFA-listanum:Leikir spilaðir: 15 Leikir í byrjunarliði: 8 Leikir sem varamaður: 7 Mínútur spilaðar: 911 Mörk skoruð: 10 Landsliðsmörk Tryggva gegn ákveðnum þjóðum:Færeyjar (133. sæti á FIFA-listanum) 2 mörk Indland (135. sæti) 3 mörk Malta (136. sæti) 3 mörk Liechtenstein (141. sæti) 2 mörkTryggvi Guðmundsson skorar hér mark sitt gegn Möltu á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Þetta var 10. landsliðsmark hans.©Pjetur SigurðssonTryggvi Guðmundsson fagnar hér að mikill innlifun marki sínu gegn Möltu á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Þetta var 10. landsliðsmark hans.©Pjetur Sigurðsson
Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira