Landsbanki hækkar vexti á íbúðalánum 12. nóvember 2005 08:30 Bankastjórar Landsbankans Landsbankinn hækkaði vexti íbúðalána sinna í gær. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ákvörðun bankans skynsamlega en hann hefði frekar búist við að Íbúðalánasjóður myndi leiða hækkunarferli vaxta á íbúðalánum. Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 prósent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðunina tekna í ljósi þeirrar hækkunar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. "Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar." Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. "Lykillinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verðbólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið." Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðlabankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjármagna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. "Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð," segir hann en ekki er ákveðið hvenær það verður. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Á klapparstíg Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. "Það var tímaspursmál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsamlegt hjá þeim," segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækkun legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undanfarin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána. Innlent Viðskipti Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 prósent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðunina tekna í ljósi þeirrar hækkunar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. "Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar." Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. "Lykillinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verðbólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið." Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðlabankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjármagna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. "Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð," segir hann en ekki er ákveðið hvenær það verður. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Á klapparstíg Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. "Það var tímaspursmál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsamlegt hjá þeim," segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækkun legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undanfarin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána.
Innlent Viðskipti Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira