Lagt til hliðar vegna rannsóknar 12. júní 2004 00:01 Baugur Group afskrifaði ríflega 2,2 milljarða króna vegna gjaldþrots Bonus Stores í Bandaríkjunum á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfundi félagsins í gær. Þá hefur verið gert ráð fyrir áætlaðri skattakvöð vegna hugsanlegra skattbreytinga, sem gætu fylgt í kjölfar frumskýrslu skattrannsóknarstjóra, en hún var afhent félaginu 4. júní síðastliðinn. Methagnaður varð á rekstri félagsins á síðasta ári eða 9,5 milljarðar króna. "Ég vil ekki gefa það upp," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, spurður um þá upphæð sem lögð hefði verið til hliðar vegna skattrannsóknarinnar. Spurður hvernig sú upphæð væri fundin sagði Jón Ásgeir að krafan frá skattrannsóknarstjóra hefði verið reiknuð út eins og hún liti út í fyrsta umgangi. "Við höfum andmælarétt til 25. júní næstkomandi og teljum okkur geta svarað þessu öllu, en gagnvart okkar lánardrottnum teljum við rétt að gera þetta með þessum hætti," sagði hann. Á aðalfundinum kom fram að Baugur Group hf. er nú kjölfestufjárfestir í alls 9 félögum hér á landi og erlendis og jafngildir velta þessara félaga um 130 milljörðum króna á ári. Hjá þessum félögum starfa samtals um 9.500 manns. Miklar vonir eru bundnar við að verðmæti hluta félagsins í þessum fyrirtækjum eigi eftir að aukast enda hafa þau öll verið að eflast. Gildir það jafnt um skráðu félögin og hin óskráðu. Í því sambandi má benda á að EBITDA-hagnaður Oasis á síðastliðnu ári jafngildir um 4,5 milljörðum króna, en Baugur Group hf. á 57% í félaginu. Félagið hyggst auka umsvif sín og fjárfestingar erlendis en draga úr vægi starfsemi sinnar á Íslandi. Baugur Group hf. hefur myndað sterk viðskiptatengsl við margar af virtustu fjármálastofnunum Bretlands og mun í samstarfi við þær og aðra fjárfesta freista þess að nýta margvísleg fjárfestingartækifæri þar í landi, einkum á sviði verslunar og fasteignareksturs. Fram kom á fundinum að búist er við að endanleg skýrsla skattrannsóknarstjóra verði send til ríkisskattstjóra til afgreiðslu síðar í sumar eða í haust. Skattrannsóknin er sprottin upp úr lögreglurannsókn embættis ríkislögreglustjóra, en sú rannsókn hófst 28. ágúst 2002 í kjölfar ásakana Jóns Geralds Sullenberger í garð þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra og Tryggva Jónssonar, þáverandi aðstoðarforstjóra. Báðir hafa staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og ekkert hefur komið fram hjá félaginu sem bendir til þess að stjórnendur hafi brotið á því, að mati endurskoðenda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Baugur Group afskrifaði ríflega 2,2 milljarða króna vegna gjaldþrots Bonus Stores í Bandaríkjunum á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfundi félagsins í gær. Þá hefur verið gert ráð fyrir áætlaðri skattakvöð vegna hugsanlegra skattbreytinga, sem gætu fylgt í kjölfar frumskýrslu skattrannsóknarstjóra, en hún var afhent félaginu 4. júní síðastliðinn. Methagnaður varð á rekstri félagsins á síðasta ári eða 9,5 milljarðar króna. "Ég vil ekki gefa það upp," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, spurður um þá upphæð sem lögð hefði verið til hliðar vegna skattrannsóknarinnar. Spurður hvernig sú upphæð væri fundin sagði Jón Ásgeir að krafan frá skattrannsóknarstjóra hefði verið reiknuð út eins og hún liti út í fyrsta umgangi. "Við höfum andmælarétt til 25. júní næstkomandi og teljum okkur geta svarað þessu öllu, en gagnvart okkar lánardrottnum teljum við rétt að gera þetta með þessum hætti," sagði hann. Á aðalfundinum kom fram að Baugur Group hf. er nú kjölfestufjárfestir í alls 9 félögum hér á landi og erlendis og jafngildir velta þessara félaga um 130 milljörðum króna á ári. Hjá þessum félögum starfa samtals um 9.500 manns. Miklar vonir eru bundnar við að verðmæti hluta félagsins í þessum fyrirtækjum eigi eftir að aukast enda hafa þau öll verið að eflast. Gildir það jafnt um skráðu félögin og hin óskráðu. Í því sambandi má benda á að EBITDA-hagnaður Oasis á síðastliðnu ári jafngildir um 4,5 milljörðum króna, en Baugur Group hf. á 57% í félaginu. Félagið hyggst auka umsvif sín og fjárfestingar erlendis en draga úr vægi starfsemi sinnar á Íslandi. Baugur Group hf. hefur myndað sterk viðskiptatengsl við margar af virtustu fjármálastofnunum Bretlands og mun í samstarfi við þær og aðra fjárfesta freista þess að nýta margvísleg fjárfestingartækifæri þar í landi, einkum á sviði verslunar og fasteignareksturs. Fram kom á fundinum að búist er við að endanleg skýrsla skattrannsóknarstjóra verði send til ríkisskattstjóra til afgreiðslu síðar í sumar eða í haust. Skattrannsóknin er sprottin upp úr lögreglurannsókn embættis ríkislögreglustjóra, en sú rannsókn hófst 28. ágúst 2002 í kjölfar ásakana Jóns Geralds Sullenberger í garð þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra og Tryggva Jónssonar, þáverandi aðstoðarforstjóra. Báðir hafa staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og ekkert hefur komið fram hjá félaginu sem bendir til þess að stjórnendur hafi brotið á því, að mati endurskoðenda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira