Viðskipti innlent

Góðæri vegna skattalækkana

MYND/Vísir
Ástæða þess hvernig efnahagslíf Íslands blómstrar eru skattalækkanir á fyrirtækjum og einkavæðing. Þetta sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, á fundi íhaldsamrar rannsóknarstofnunar, American Enterprise Institute, í gær. Davíð sagði að skattar á fyrirtæki hefðu verið lækkaðir úr fimmtíu prósentum í átján og það væri meginástæða góðærisins hér á landi. Auk þess hefði einkavæðing ríkisbankanna skipt miklu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×