Garðar, Jóhanna, Benedikt í Silfri 26. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 næsta sunnudag eru Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og útgefandi, Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Stefán Pálsson múrverji, Páll Baldvin Baldvinsson, blaðamaður og gagnrýnandi og Halldór Einarsson íþróttavöruframleiðandi - betur þekktur sem Henson. Meðal umræðuefna í þættinum eru skattalækkanir og deilur um þær, fjárlagaumræðan, kreppa sem svokallað fjölmenningarsamfélag er komið í, íslensk leyniþjónusta, Íraksstríð og herförin í Falluja, undanþágur Íslendinga frá Kyotobókuninni, fjármál stjórnmálaflokkanna og einnig verður spurt hvort hinir ríku séu að verða ríkari. Þá verða nýútkomnar bækur til umfjöllunnar. Henson kemur í þáttinn til að segja frá Úkraínu, en þar var hann í atvinnurekstri hátt í þriggja ára skeið og þekkir land og þjóð betur en flestir Íslendingar. Heimsbyggðin fylgist átekta með hinum dramatísku atburðum þar eystra, en Henson er í sambandi við vini sína þar. Fleiri þátttakendur eiga svo eftir að bætast við áður en þátturinn fer í loftið. Þátturinn er í beinni útsendingu í opinni dagskrá klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endursýndur stuttu fyrir miðnætti um kvöldið en einnig er hægt að fylgjast með honum hér á veftívíiinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 næsta sunnudag eru Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og útgefandi, Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Stefán Pálsson múrverji, Páll Baldvin Baldvinsson, blaðamaður og gagnrýnandi og Halldór Einarsson íþróttavöruframleiðandi - betur þekktur sem Henson. Meðal umræðuefna í þættinum eru skattalækkanir og deilur um þær, fjárlagaumræðan, kreppa sem svokallað fjölmenningarsamfélag er komið í, íslensk leyniþjónusta, Íraksstríð og herförin í Falluja, undanþágur Íslendinga frá Kyotobókuninni, fjármál stjórnmálaflokkanna og einnig verður spurt hvort hinir ríku séu að verða ríkari. Þá verða nýútkomnar bækur til umfjöllunnar. Henson kemur í þáttinn til að segja frá Úkraínu, en þar var hann í atvinnurekstri hátt í þriggja ára skeið og þekkir land og þjóð betur en flestir Íslendingar. Heimsbyggðin fylgist átekta með hinum dramatísku atburðum þar eystra, en Henson er í sambandi við vini sína þar. Fleiri þátttakendur eiga svo eftir að bætast við áður en þátturinn fer í loftið. Þátturinn er í beinni útsendingu í opinni dagskrá klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endursýndur stuttu fyrir miðnætti um kvöldið en einnig er hægt að fylgjast með honum hér á veftívíiinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun