Erlent

Sviku milljónahundruð af skattinum

Búlgarska lögreglan hefur handtekið sex einstaklinga sem eru grunaðir um að hafa svikið andvirði um 700 milljóna króna af skattinum. Fólkið setti upp fölsk fyrirtæki og beitti bókhaldsbrellum til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt sem fyrirtækin höfðu aldrei greitt. Tveir þeirra sem voru handteknir eru eftirlitsmenn hjá skattinum. Þeir notuðu þekkingu sína og aðstöðu til að aðstoða félaga sína við að draga sér fé. Mikið er um að leikið sé á búlgarska skattinn þar sem virðisaukaskattskerfið virðist meingallað.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×