Erlent

Margir vilja kjósa

Um 650.000 afganskir flóttamenn í Pakistan skráðu sig á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Afganistan á laugardag. Skráningin tók fjóra daga, upphaflega var gert ráð fyrir að hún tæki þrjá daga og þá skráði rúm hálf milljón manna sig. Þá var einum skráningardegi bætt við og þá skráðu hundrað þúsund manns sig. Áður en skráningin hófst höfðu borist hótanir um árásir á starfsmenn og þá sem myndu skrá sig. Vitað er um eina íkveikju en annars fór skráningin að mestu friðsamlega fram.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×