Erlent

Stúlka 31. fórnarlambið

Rúmlega 30 manns hafa látist af völdum fuglaflensu í Taílandi og Víetnam. Níu ára stúlka varð ellefta þekkta fórnarlamb veikinnar í Taílandi og vitað er til þess að tuttugu manns hafi látið lífið af völdum sjúkdómsins í Víetnam. Taílensk stjórnvöld hófu herferð gegn sjúkdómnum í síðustu viku eftir að fréttir bárust af því að manneskja hefði smitast af annarri manneskju. Talið var að sjúkdómurinn bærist aðeins í fólk úr dýrum en ef hann þróast í þá átt að berast mann úr manni óttast vísindamenn að sjúkdómurinn breiðist mun hraðar út en nú er.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×