Erlent

Svíar loka kjarnorkuveri

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að loka kjarnorkuverinu Barsebeck við Eyrarsund. Fyrir fimm árum var öðrum ofni versins lokað og nú hefur ríkisstjórnin náð samkomulagi við Miðflokkinn og Vinstriflokkinn um að loka verinu með öllu. Ríkisstjórnin ætlar sér í framhaldinu að skoða rekstur eldri kjarnorkuvera en í fréttatilkynningu frá stjórninni segir að Svíþjóð eigi í framtíðinni að byggja á viðvarandi orkuframleiðslu. Barsebeck-kjarnorkuverið hefur alla tíð verið þyrnir í augum Dana, enda liggur verið í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Danmörku.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×