Erlent

Skutu flugskeytum á Palestínumenn

Ísraelskar orustuþotur skutu tveimur flugskeytum á hóp palestínskra skæruliða á Gasa-ströndinni í morgun. Hópurinn var á ferð í hverfi þar sem íslamskir bardagamenn eiga sér bakland. Ísraelsher hefur undanfarna fimm daga verið í herferð í norðurhluta Gasa, að sögn til að koma í veg fyrir að skæruliðar og hryðjuverkamenn geti gert árásir á byggðir gyðinga skammt frá Gasa-ströndinni. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að halda herferðinni áfram og auka hörkuna. Frá því að herferðin hófst síðastliðinn miðvikudag hafa fimmtíu og átta Palestínumenn og þrír Ísraelsmenn fallið. Myndin var tekin eftir eldflaugaárás Ísraelsmanna á laugardaginn þar sem níu létust. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×