Sport

Rush tekur við Chester City

Gamla knattspyrnuhetjan og Íslandsvinurinn Ian Rush var í morgun ráðinn knattspyrnustjóri 4. deildarliðsins Chester City. Rush tekur við starfinu af fyrrverandi landsliðsmanni Englands, Mark Wright, en hann lét af starfi fyrr í þessum mánuði. Ian Rush skoraði fjórtán mörk í 33 leikjum með Chester áður en hann gekk til liðs við Liverpool þar sem hann sló í gegn og varð fimm sinnum enskur meistari með félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×