Mér er sama hver byrjaði! 29. júní 2004 00:01 Stuð milli stríða Þóru Karítas finnst sandkassinn á róluvellinum vera umhverfið sem hæfir umræðunni í íslenskri pólitík. Einhvern veginn finnst mér umræðan í íslenskri pólitík alltaf vera að færast nær og nær því að vera best geymd í sandkassanum á róluvellinum. Ég á til dæmis mjög erfitt með að finna mér stað í túlkun fulltrúa vors lýðræðis á niðurstöðum forsetakosninganna. Úrslitin eru ýmist sögð vera a) upphefð fyrir sitjandi forseta eða b) stórt áfall fyrir embættið. Þeir sem aðhyllast a) telja úrslitin hrakför andstæðinga forsetans en hinir sem aðhyllast b) sjá nú hyldýpisgjá milli þjóðarinnar og Ólafs Ragnars. Einhvern veginn virðist umræðan, svona út á við, algjörlega vera að þróast í þá átt að ef leiðtoginn jarmar þá jarmi sauðirnir með. Allt sem sagt er, er fyrirsjáanlegt og byggist á fortíðarþrasi, valdabaráttu og eignaskiptingu. Í pólitískum spjallþáttum er reglan sú að vera aldrei sammála neinum nema ef hann er ekki í sama flokki og því álíka upplýsandi að hlusta á samræðurnar um þjóðmálin eins og að heyra Gunnar í Krossinum ræða samkynhneigð við homma eða lesbíu. Ginnungagapið sem ríkir milli öfgafullra stjórnmálamanna er eina hyldýpið sem vert er að hafa áhyggjur af, gjáin sem klýfur þjóðina í einkennilega hópa sem eiga það eitt sameiginlegt að stimpla andstæðinga sína og flækjast í fjötrum eigin fordóma. Ég hef sjálf ekki ákveðið hvort ég eigi að kasta mér niður í Almannagjá eða fljúga upp til skýjanna eftir endurkjör Ólafs Ragnars og hef verið að velta því alvarlega fyrir mér hvort enginn stjórnmálamaður hafi pælt í því hvort auðu atkvæðin hafi nokkuð verið að segja: "Ég nenni ekki að taka þátt í þessum skrípaleik og mér er sama hver byrjaði!" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Stuð milli stríða Þóru Karítas finnst sandkassinn á róluvellinum vera umhverfið sem hæfir umræðunni í íslenskri pólitík. Einhvern veginn finnst mér umræðan í íslenskri pólitík alltaf vera að færast nær og nær því að vera best geymd í sandkassanum á róluvellinum. Ég á til dæmis mjög erfitt með að finna mér stað í túlkun fulltrúa vors lýðræðis á niðurstöðum forsetakosninganna. Úrslitin eru ýmist sögð vera a) upphefð fyrir sitjandi forseta eða b) stórt áfall fyrir embættið. Þeir sem aðhyllast a) telja úrslitin hrakför andstæðinga forsetans en hinir sem aðhyllast b) sjá nú hyldýpisgjá milli þjóðarinnar og Ólafs Ragnars. Einhvern veginn virðist umræðan, svona út á við, algjörlega vera að þróast í þá átt að ef leiðtoginn jarmar þá jarmi sauðirnir með. Allt sem sagt er, er fyrirsjáanlegt og byggist á fortíðarþrasi, valdabaráttu og eignaskiptingu. Í pólitískum spjallþáttum er reglan sú að vera aldrei sammála neinum nema ef hann er ekki í sama flokki og því álíka upplýsandi að hlusta á samræðurnar um þjóðmálin eins og að heyra Gunnar í Krossinum ræða samkynhneigð við homma eða lesbíu. Ginnungagapið sem ríkir milli öfgafullra stjórnmálamanna er eina hyldýpið sem vert er að hafa áhyggjur af, gjáin sem klýfur þjóðina í einkennilega hópa sem eiga það eitt sameiginlegt að stimpla andstæðinga sína og flækjast í fjötrum eigin fordóma. Ég hef sjálf ekki ákveðið hvort ég eigi að kasta mér niður í Almannagjá eða fljúga upp til skýjanna eftir endurkjör Ólafs Ragnars og hef verið að velta því alvarlega fyrir mér hvort enginn stjórnmálamaður hafi pælt í því hvort auðu atkvæðin hafi nokkuð verið að segja: "Ég nenni ekki að taka þátt í þessum skrípaleik og mér er sama hver byrjaði!"