Hörkulið í Silfrinu á sunnudag 15. október 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Mikael Torfason ritstjóri DV. Eitthvað fleira fólk á sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp. Að auki kemur í þáttinn Kristinn R. Ólafsson, hinn nafntogaði fréttaritari Útvarpsins á Spáni. Kristinn mun ræða stórtíðindi í spænskum stjórnmálum sem orðið hafa eftir að Sósíalistar tóku við stjórnartaumunum. Þeir vilja nú leyfa hjónabönd samkynhneigðra og ættleiðingar þeirra, frjálsar fóstureyðingar og sitthvað fleira sem er mjög í óþökk íhaldsmanna og kaþólskrar kirkju. Er talað um sannkallaða þjóðfélagsbyltingu í þessu sambandi. Kristinn mun líka segja frá hinni nýju stjörnu á festingu jafnaðarmanna í Evrópu - Zapatero forsætisráðherra Spánar. Ennfremur verður í þættinum beint sjónum að Karl Rove, kosningasmala frá Texas, sem sagður er vera heilinn á bak við Bush Bandaríkjaforseta. Enginn frýr Rove þessum vits, bak við tjöldin er hann einn valdamesti maður í heimi, en hins vegar þykir hann ekki ýkja vandur að meðulum sínum. Fylgist með á Stöð 2 á sunnudaginn klukkan 12, í opinni dagskrá. Þátturinn er svo endursýndur síðla á sunnudagskvöldið, en einnig má skoða hann hér á vísi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Mikael Torfason ritstjóri DV. Eitthvað fleira fólk á sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp. Að auki kemur í þáttinn Kristinn R. Ólafsson, hinn nafntogaði fréttaritari Útvarpsins á Spáni. Kristinn mun ræða stórtíðindi í spænskum stjórnmálum sem orðið hafa eftir að Sósíalistar tóku við stjórnartaumunum. Þeir vilja nú leyfa hjónabönd samkynhneigðra og ættleiðingar þeirra, frjálsar fóstureyðingar og sitthvað fleira sem er mjög í óþökk íhaldsmanna og kaþólskrar kirkju. Er talað um sannkallaða þjóðfélagsbyltingu í þessu sambandi. Kristinn mun líka segja frá hinni nýju stjörnu á festingu jafnaðarmanna í Evrópu - Zapatero forsætisráðherra Spánar. Ennfremur verður í þættinum beint sjónum að Karl Rove, kosningasmala frá Texas, sem sagður er vera heilinn á bak við Bush Bandaríkjaforseta. Enginn frýr Rove þessum vits, bak við tjöldin er hann einn valdamesti maður í heimi, en hins vegar þykir hann ekki ýkja vandur að meðulum sínum. Fylgist með á Stöð 2 á sunnudaginn klukkan 12, í opinni dagskrá. Þátturinn er svo endursýndur síðla á sunnudagskvöldið, en einnig má skoða hann hér á vísi.is.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun