Eru börn gáfaðri en fullorðnir? 14. júní 2004 00:01 Smári Jósepsson rifjar upp leikskólaárin og kemst að þeirri niðurstöðu að börn eru klárari en fullorðnir. "Máði, viltu rétta mér kómatósuna?" spurði Unnur Freyja litla á leikskólanum þegar við vorum að borða spagettí í hádegishléinu. Það leið varla sá dagur í vinnunni sem maður varð ekki var við eitthvað kómískt. "Máði, ég er búnað túta á mig," sagði litli brandarakallinn Dagur Elí, og horfði á mig sposkur á svip. Þó að myndarlegur bleyjuglaðningur biði mín, þá gat ég ekki annað en brosað að meistaranum. Eftir að hafa unnið með tveggja til fimm ára gömlum börnum í einhvern tíma fór ég að sjá hluti í fari þeirra sem ég saknaði hjá mér sjálfum. Var hugsanlegt að þessi kríli væru fetinu framar en ég, sem átti að heita fullorðinn? Hreinskilnin var ofarlega á listanum yfir þá kosti sem þau létu óhrædd í ljós og fylltu mig aðdáunar. "Af hverju á ég svona erfitt með þetta en þau geta þetta án teljandi áreynslu?" hugsaði ég með mér um leið og ég fylgdist með amstri dagsins. "Getur verið að þegar sjálfið eykst þá versni manneskjan?" Þetta þótti mér merkileg uppgötvun. Þau gátu sagt hvað sem þeim bjó í hjarta við hvern sem er. "Er nokkuð viss um að staða mín væri önnur ef þetta væri á mínu færi," hugsaði ég hlæjandi með sjálfum mér. Það eru liðin nokkur ár síðan ég sagði skilið við leikskólann en ég hugsa þó oft til þess að þarna leynist hver meistarinn á fætur öðrum sem getur gefið manni glænýja sýn á lífið, ef maður er með augun opin. Lífið myndi varla gerast betra, að sjá heiminn með augum og hugarfari barns. Samt lifir maður í þeirri trú að gaurinn sé nú svolítið klár. Það má svo sem vel vera - en börnin eru langt á undan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Smári Jósepsson rifjar upp leikskólaárin og kemst að þeirri niðurstöðu að börn eru klárari en fullorðnir. "Máði, viltu rétta mér kómatósuna?" spurði Unnur Freyja litla á leikskólanum þegar við vorum að borða spagettí í hádegishléinu. Það leið varla sá dagur í vinnunni sem maður varð ekki var við eitthvað kómískt. "Máði, ég er búnað túta á mig," sagði litli brandarakallinn Dagur Elí, og horfði á mig sposkur á svip. Þó að myndarlegur bleyjuglaðningur biði mín, þá gat ég ekki annað en brosað að meistaranum. Eftir að hafa unnið með tveggja til fimm ára gömlum börnum í einhvern tíma fór ég að sjá hluti í fari þeirra sem ég saknaði hjá mér sjálfum. Var hugsanlegt að þessi kríli væru fetinu framar en ég, sem átti að heita fullorðinn? Hreinskilnin var ofarlega á listanum yfir þá kosti sem þau létu óhrædd í ljós og fylltu mig aðdáunar. "Af hverju á ég svona erfitt með þetta en þau geta þetta án teljandi áreynslu?" hugsaði ég með mér um leið og ég fylgdist með amstri dagsins. "Getur verið að þegar sjálfið eykst þá versni manneskjan?" Þetta þótti mér merkileg uppgötvun. Þau gátu sagt hvað sem þeim bjó í hjarta við hvern sem er. "Er nokkuð viss um að staða mín væri önnur ef þetta væri á mínu færi," hugsaði ég hlæjandi með sjálfum mér. Það eru liðin nokkur ár síðan ég sagði skilið við leikskólann en ég hugsa þó oft til þess að þarna leynist hver meistarinn á fætur öðrum sem getur gefið manni glænýja sýn á lífið, ef maður er með augun opin. Lífið myndi varla gerast betra, að sjá heiminn með augum og hugarfari barns. Samt lifir maður í þeirri trú að gaurinn sé nú svolítið klár. Það má svo sem vel vera - en börnin eru langt á undan.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun