Viðskipti

Bjórsala minni vegna átaka

Sala á Carlsberg hefur minnkað að undanförnu vegna minni neyslu á bjór í Rússlandi og Úkraínu. Í afkomutilkynningu frá Carlsberg, sem BBC vísar til, segir að neysla á bjór í Rússlandi hafi minnkað um 6-7% vegna óhagstæðra efnahagsaðstæðna og neysla í Úkraínu um 10% vegna átakanna í Austur-Evrópu.

Viðskipti erlent

Rekur 110 ára fjölskyldufyrirtæki

Verslunin Fálkinn fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Fyrirtækið er eitt elsta fyrirtæki á Íslandi í dag og hefur alltaf verið rekið á sömu kennitölunni. Fálkinn hefur þróast töluvert langt frá uppruna sínum því upphaflega sinntu starfsmenn hans reiðhjólaviðgerðum.

Viðskipti innlent

Lítið um stórar Hollywood-sprengjur

Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta.

Viðskipti innlent

Haukur og Eggert taka yfir Íslensku lögfræðistofuna

Haukur Örn Birgisson hrl. og Eggert Páll Ólason hdl. hafa tekið yfir rekstur Íslensku lögfræðistofunnar (ÍL). Haukur Örn er hæstaréttarlögmaður og stofnaði ÍL árið 2008 ásamt Einari Huga Bjarnasyni og Jóhanni Hafstein, sem nú hafa yfirgefið eigendahópinn. Eggert Páll er héraðsdómslögmaður og gekk til liðs við lögfræðistofuna sem einn af eigendum árið 2012. Hann starfaði áður sem yfirlögfræðingur skilanefndar Landsbanka Íslands hf.

Viðskipti innlent