Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 5,1 prósent. Hagstofan mun taka nýtt kílómetragjald inn í vísitöluna en yrði það ekki gert myndi mæld verðbólga hjaðna enn frekar. Viðskipti innlent 30.10.2024 09:06 Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Ragnar Árnason, Pálmar Gíslason og Haraldur Gunnarsson hafa verið ráðnir til tryggingatæknifélagsins Verna. Viðskipti innlent 29.10.2024 23:48 Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar. Viðskipti innlent 29.10.2024 23:06 Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Samkeppniseftirlitið hefur fallist á að hefja sáttaviðræður við Festi hf. vegna ætlaðra brota félagsins á samkeppnislögum vegna samruna við Hlekk ehf. sem hét áður Festi hf. Rannsóknin nær samkvæmt tilkynningu aftur til ársins 2018. Viðskipti innlent 29.10.2024 18:31 Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið mati á umsóknum sem bárust um hlutdeildarlán í október og samþykkt umsóknir til kaupa á 61 íbúð. Heildarfjárhæð lánanna nam 796,5 milljónum króna, en 800 milljónir króna voru til úthlutunar í mánuðinum. Umframeftirspurn nam rúmum milljarði. Viðskipti innlent 28.10.2024 11:00 97 brautskráðust frá HR 97 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum í Reykjavík í Norðurljósum í Hörpu á laugardag. Fimm nemendur luku doktorsprófi frá HR að þessu sinni, allir frá tölvunarfræðideild. Viðskipti innlent 28.10.2024 10:58 Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Gengi bréfa í Play féll um tæp þrettán prósent í dag og verð á bréfum í félaginu er nú 0,82 krónur á hlut. Sú var staðan þegar lokað var fyrir viðskipti með bréf í Kauphöllinni á fjórða tímanum í dag. Í gær birti félagið uppgjör þar sem kom fram að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um þriðjung milli ára. Forstjóri félagsins kynnti grundvallarbreytingar á rekstrarmódeli félagsins á fundi í gær. Viðskipti innlent 25.10.2024 16:45 Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. Viðskipti innlent 24.10.2024 20:01 Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Fjögur erlend fyrirtæki keppast um að fá rekstur Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í sínar hendur og er reiknað með niðurstöðu í útboði fyrir áramót. Núverandi innviðaráðherra styður útboðið en fyrrverandi innviðaráðherra var alfarið á móti þessum áætlunum. Viðskipti innlent 24.10.2024 19:31 Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Flugfélagið Play hagnaðist um hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 724 milljónir króna. Félagið skoðar nú að ráðast í hlutafjáraukningu og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi. Viðskipti innlent 24.10.2024 16:32 Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Flugfélagið Play boðar til fundar í Sykursalnum í Vatnsmýrinni þar sem afkoma þriðja ársfjórðungs verður kynnt. Þá verður farið nánar yfir þegar tilkynntar grundvallarbreytingar sem til stendur að gera á rekstrarmódeli félagsins. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. Viðskipti innlent 24.10.2024 15:34 Breki áfram formaður Breki Karlsson verður áfram formaður Neytendasamtakanna en hann var einn í kjöri til formanns á aðalfundi samtakanna sem fram fór síðasta þriðjudag. Hann var því sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Viðskipti innlent 24.10.2024 14:59 Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Trausti Árnason tekur um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra hjá Vélfagi ehf. Trausti lætur af störfum hjá Controlant sem forstöðumaður vörusviðs. Bjarmi Sigurgarðarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og tekur sæti í stjórn Vélfags. Viðskipti innlent 24.10.2024 13:40 Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, hefur tekið við sem formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Viðskipti innlent 24.10.2024 13:22 Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Framkvæmdir hófust í gær við gerð fyrsta vindorkuvers landsins. Búrfellslundur eða Vaðölduver verður á sautján ferkílómetra svæði í kringum Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Viðskipti innlent 24.10.2024 11:26 Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. Viðskipti innlent 24.10.2024 11:08 Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. Viðskipti innlent 24.10.2024 10:45 Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var sex milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá fyrra ári. Viðskipti innlent 23.10.2024 16:29 Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Þann fjórtánda október voru fjórir gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp í Héraðsdómi Suðurlands. Öll félögin fjögur eru í eigu Bergvins Oddsonar, veitingamanns og fyrrverandi formanns Blindrafélags Íslands, eða eiginkonu hans. Viðskipti innlent 23.10.2024 14:18 Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Hugbúnaðarfyrirtækið Alda, sem setti Öldu lausnina í loftið fyrir ári síðan, hefur gert langtíma áskriftarsamning við Aker Solutions dótturfélag eins stærsta fyrirtækis Noregs, Aker samsteypunar. Samningurinn markar mikil tímamót fyrir Öldu og staðfestir stöðu fyrirtækisins sem leiðandi tæknilausn á sviði fjölbreytileika og inngildingar. Viðskipti innlent 23.10.2024 13:50 Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Guðjón Magnússon og Kristinn Þór Garðarsson tóku nýlega við sem sviðsstjórar hjá VSB verkfræðistofu. Viðskipti innlent 23.10.2024 11:51 Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Landsbankinn hefur hagnast um 26,9 milljarða króna eftir skatta á árinu, þar af um 10,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur bankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali. Viðskipti innlent 23.10.2024 11:46 Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Viðskipti innlent 23.10.2024 10:55 Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bárust alls 145 umsóknir um hlutdeildarlán í október að andvirði 1.879 milljónum króna, en einungis 800 milljónir króna eru til úthlutunar fyrir tímabilið. Viðskipti innlent 23.10.2024 10:19 Ólöf til liðs við Athygli Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og síðar samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli. Þar mun hún sinna eigin ráðgjöf og verkefnum. Viðskipti innlent 23.10.2024 09:24 Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Hlutfall atvinnulausra tvöfaldaðist á milli mánaða í september og var 5,2 prósent þegar leiðrétt hefur verið fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Vinnumálastofnun segist ekki sjá sömu þróun í sínum gögnum. Viðskipti innlent 23.10.2024 09:16 Lög um Bankasýsluna verði afnumin Bankasýsla ríkisins mun heyra sögunni til nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga en drög að frumvarpi um afnám laga um Bankasýsluna voru lögð fram á þingi í gærkvöldi. Viðskipti innlent 23.10.2024 07:54 Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Tekjur Símans á þriðja ársfjórðungi námu 6.955 milljónum króna samanborið við 6.501 milljónir króna á sama tímabili í fyrra og jukust því um 7 prósent. Tekjur á kjarnaþjónustum Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust einnig um rúmlega þrjú prósent milli tímabila. Viðskipti innlent 22.10.2024 17:41 Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Hagnaður Icelandair eftir skatta var 9,5 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og dregst saman um 1,7 milljarða á milli ára. Heildarfjöldi farþega var 1,7 milljónir og jókst um 200 þúsund á milli ára. Viðskipti innlent 22.10.2024 16:43 Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku fyrir fullum sal og eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís. Viðskipti innlent 22.10.2024 16:28 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 5,1 prósent. Hagstofan mun taka nýtt kílómetragjald inn í vísitöluna en yrði það ekki gert myndi mæld verðbólga hjaðna enn frekar. Viðskipti innlent 30.10.2024 09:06
Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Ragnar Árnason, Pálmar Gíslason og Haraldur Gunnarsson hafa verið ráðnir til tryggingatæknifélagsins Verna. Viðskipti innlent 29.10.2024 23:48
Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar. Viðskipti innlent 29.10.2024 23:06
Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Samkeppniseftirlitið hefur fallist á að hefja sáttaviðræður við Festi hf. vegna ætlaðra brota félagsins á samkeppnislögum vegna samruna við Hlekk ehf. sem hét áður Festi hf. Rannsóknin nær samkvæmt tilkynningu aftur til ársins 2018. Viðskipti innlent 29.10.2024 18:31
Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið mati á umsóknum sem bárust um hlutdeildarlán í október og samþykkt umsóknir til kaupa á 61 íbúð. Heildarfjárhæð lánanna nam 796,5 milljónum króna, en 800 milljónir króna voru til úthlutunar í mánuðinum. Umframeftirspurn nam rúmum milljarði. Viðskipti innlent 28.10.2024 11:00
97 brautskráðust frá HR 97 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum í Reykjavík í Norðurljósum í Hörpu á laugardag. Fimm nemendur luku doktorsprófi frá HR að þessu sinni, allir frá tölvunarfræðideild. Viðskipti innlent 28.10.2024 10:58
Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Gengi bréfa í Play féll um tæp þrettán prósent í dag og verð á bréfum í félaginu er nú 0,82 krónur á hlut. Sú var staðan þegar lokað var fyrir viðskipti með bréf í Kauphöllinni á fjórða tímanum í dag. Í gær birti félagið uppgjör þar sem kom fram að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um þriðjung milli ára. Forstjóri félagsins kynnti grundvallarbreytingar á rekstrarmódeli félagsins á fundi í gær. Viðskipti innlent 25.10.2024 16:45
Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. Viðskipti innlent 24.10.2024 20:01
Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Fjögur erlend fyrirtæki keppast um að fá rekstur Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í sínar hendur og er reiknað með niðurstöðu í útboði fyrir áramót. Núverandi innviðaráðherra styður útboðið en fyrrverandi innviðaráðherra var alfarið á móti þessum áætlunum. Viðskipti innlent 24.10.2024 19:31
Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Flugfélagið Play hagnaðist um hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 724 milljónir króna. Félagið skoðar nú að ráðast í hlutafjáraukningu og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi. Viðskipti innlent 24.10.2024 16:32
Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Flugfélagið Play boðar til fundar í Sykursalnum í Vatnsmýrinni þar sem afkoma þriðja ársfjórðungs verður kynnt. Þá verður farið nánar yfir þegar tilkynntar grundvallarbreytingar sem til stendur að gera á rekstrarmódeli félagsins. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. Viðskipti innlent 24.10.2024 15:34
Breki áfram formaður Breki Karlsson verður áfram formaður Neytendasamtakanna en hann var einn í kjöri til formanns á aðalfundi samtakanna sem fram fór síðasta þriðjudag. Hann var því sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Viðskipti innlent 24.10.2024 14:59
Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Trausti Árnason tekur um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra hjá Vélfagi ehf. Trausti lætur af störfum hjá Controlant sem forstöðumaður vörusviðs. Bjarmi Sigurgarðarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og tekur sæti í stjórn Vélfags. Viðskipti innlent 24.10.2024 13:40
Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, hefur tekið við sem formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Viðskipti innlent 24.10.2024 13:22
Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Framkvæmdir hófust í gær við gerð fyrsta vindorkuvers landsins. Búrfellslundur eða Vaðölduver verður á sautján ferkílómetra svæði í kringum Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Viðskipti innlent 24.10.2024 11:26
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. Viðskipti innlent 24.10.2024 11:08
Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. Viðskipti innlent 24.10.2024 10:45
Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var sex milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá fyrra ári. Viðskipti innlent 23.10.2024 16:29
Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Þann fjórtánda október voru fjórir gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp í Héraðsdómi Suðurlands. Öll félögin fjögur eru í eigu Bergvins Oddsonar, veitingamanns og fyrrverandi formanns Blindrafélags Íslands, eða eiginkonu hans. Viðskipti innlent 23.10.2024 14:18
Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Hugbúnaðarfyrirtækið Alda, sem setti Öldu lausnina í loftið fyrir ári síðan, hefur gert langtíma áskriftarsamning við Aker Solutions dótturfélag eins stærsta fyrirtækis Noregs, Aker samsteypunar. Samningurinn markar mikil tímamót fyrir Öldu og staðfestir stöðu fyrirtækisins sem leiðandi tæknilausn á sviði fjölbreytileika og inngildingar. Viðskipti innlent 23.10.2024 13:50
Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Guðjón Magnússon og Kristinn Þór Garðarsson tóku nýlega við sem sviðsstjórar hjá VSB verkfræðistofu. Viðskipti innlent 23.10.2024 11:51
Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Landsbankinn hefur hagnast um 26,9 milljarða króna eftir skatta á árinu, þar af um 10,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur bankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali. Viðskipti innlent 23.10.2024 11:46
Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Viðskipti innlent 23.10.2024 10:55
Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bárust alls 145 umsóknir um hlutdeildarlán í október að andvirði 1.879 milljónum króna, en einungis 800 milljónir króna eru til úthlutunar fyrir tímabilið. Viðskipti innlent 23.10.2024 10:19
Ólöf til liðs við Athygli Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og síðar samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli. Þar mun hún sinna eigin ráðgjöf og verkefnum. Viðskipti innlent 23.10.2024 09:24
Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Hlutfall atvinnulausra tvöfaldaðist á milli mánaða í september og var 5,2 prósent þegar leiðrétt hefur verið fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Vinnumálastofnun segist ekki sjá sömu þróun í sínum gögnum. Viðskipti innlent 23.10.2024 09:16
Lög um Bankasýsluna verði afnumin Bankasýsla ríkisins mun heyra sögunni til nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga en drög að frumvarpi um afnám laga um Bankasýsluna voru lögð fram á þingi í gærkvöldi. Viðskipti innlent 23.10.2024 07:54
Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Tekjur Símans á þriðja ársfjórðungi námu 6.955 milljónum króna samanborið við 6.501 milljónir króna á sama tímabili í fyrra og jukust því um 7 prósent. Tekjur á kjarnaþjónustum Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust einnig um rúmlega þrjú prósent milli tímabila. Viðskipti innlent 22.10.2024 17:41
Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Hagnaður Icelandair eftir skatta var 9,5 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og dregst saman um 1,7 milljarða á milli ára. Heildarfjöldi farþega var 1,7 milljónir og jókst um 200 þúsund á milli ára. Viðskipti innlent 22.10.2024 16:43
Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku fyrir fullum sal og eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís. Viðskipti innlent 22.10.2024 16:28