Viðskipti erlent

Lækkanir áberandi hjá námu- og málmfyrirtækjum

Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í morgun og voru lækkanir hjá námu- og málmvinnslufyrirtækjum áberandi. Til dæmis lækkuðu bréf japanska stálrisans JFE um tæp sex prósentustig, námufyrirtækið Billington lækkaði einnig og kolaframleiðandinn Macarthur lækkaði um heil 22 prósentustig.

Viðskipti erlent

Salan á hótel D’Angleterre fyrir rétt í Kaupmannahöfn

Í dag hefjast réttarhöld í Kaupmannahöfn vegna sölunnar á hótel D’Angleterre, og fleiri eignum, til Nordic Partners sem er í eigu Íslendinga. Það er fasteignasali sem stefnt hefur fyrri eigendum D’Angleterre, Remmen fjölskyldunni. Telur fasteignasalinn sig eiga inni söluþóknun hjá fjölskyldunni.

Viðskipti erlent

Beðið eftir stýrivaxtalækkun vestanhafs

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í dag. Helsta skýringin á því er eftirskjálfti af völdum handtöku Bernands Madoffs, sem var handtekinn í síðustu viku vegna fjármálasvindls. Þá vofir enn yfir hugsanlega slæm tíðindi af bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum eftir að bandaríkjaþing hafnaði forsvarsmönnum bílarisanna þriggja um neyðarlán sem myndi ýta þeim yfir erfiðasta hjallan framhjá hugsanlegu gjaldþroti.

Viðskipti erlent

Skip Atlantic Petroleum fær vopnaða vernd á Aden-flóanum

Atlantic Petroleum hefur fengið afhent olíuframleiðslu-og geymsluskipið Aoka Mizu frá skipasmíðastöð í Singapore. Ætlunin er að flytja það frá Singapore til Rotterdam á næstunni. Leið skipsins mun liggja um Aden-flóann og segir Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic að á þeirri leið muni skipið fá vopnaða vernd.

Viðskipti erlent

Hitnar í kolunum hjá Carnegie, forstjórinn hættir

Anders Fällman forstjóri móðurfélags Carnegie bankans hefur látið af störfum. Þessa ákvörðun tók hann eftir að Bo Lundgren forstjóri Lánastofnunnar sænska ríkisins (Riksgälden) hraunaði yfir hann í sjónvarpsviðtali fyrir helgina. Milestone á hlut í Carnegie í gegnum félag sitt Moderna Finans.

Viðskipti erlent

Dönsk klámstöð sektuð fyrir að nota nafnið Tívolí

Dönsk klámstöð hefur komist að því sér til töluverðrar hrellingar og fjárútláta að nafnið Tívolí er verndað vörumerki í Danmörku. Stöðin var dæmd til að borga 6 miljónir kr. í skaðabætur og eina milljón í sekt sökum þessa fyrir Sjó- og Kauprétti Kaupmannahafnar.

Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf hækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun eftir að trú manna jókst á að bandarísk yfirvöld muni koma bílaframleiðendunum Chrysler og General Motors til aðstoðar en þau ramba á barmi gjaldþrots.

Viðskipti erlent

Enn óvíst um lán til bandarísku bílaframleiðandanna

Enn hafa bandarísk stjórnvöld ekki tekið neinar ákvarðanir um lán til handa stærstu bílaframleiðendunum þar í landi. Þeir eiga allir við mikla erfiðleika að etja vegna fjármálakreppunnar. Ekki er búist við því að niðurstaða náist í málið á morgun, enda er Bush Bandaríkjaforseti í heimsókn í Írak.

Viðskipti erlent

Kína, Japan og Suður-Kórea í samstarf gegn kreppunni

Japanar, Kínverjar og Suður-Kóreumenn hafa lagt til hliðar áratuga óvináttu og gert samkomulag um að berjast sameiginlega gegn kreppunni sem hrjáir efnahag þeirra. Öll löndin þrjú hafa búið við velsæld og vöxt undanfarin ár en nú stefnir í sama vanda og mörg önnur iðnríki eiga við að glíma. Fréttaskýrendur búast við að samstarf þeirra verði nánara en ríkja Evrópusambandið þar sem hver þjóð hugsar fyrst og fremst um sjálfa sig.

Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag vegna væntinga til þess að björgunaraðgerðir í þágu bandarískra bílaframleiðanda nái fram að ganga og bjartra vona í garð tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum. Dow Jones hækkaði um 0,75%, Standard & Poor hækkaði um 0,7% og Nasdaq hækkaði um 2,18%.

Viðskipti erlent

Rauð jól á flestum hlutabréfamörkuðum

Rauður jólalitur hefur einkennt hlutabréfamarkaði um gervalla heimsbyggðina eftir að bandarískir öldungadeildarþingmenn felldu tillögu um að veita bandarískum bílaframleiðendum neyðarlán til að koma þeim yfir erfiðan hjalla og forða þeim frá því að keyra í þrot.

Viðskipti erlent

Kaliforníubúar óttast nú íslensk örlög

Kaliforníubúar óttast nú að lenda í sömu örlögum og Íslands hvað efnahag ríkisins varðar. Kalifornía er tíunda stærsta hagkerfi heimsins en í febrúar mun ríkið verða uppiskroppa með fé að öllu óbreyttu og þar með sé ríkið komið í "efnahagslegan heimsenda" eða financial Armageddon" eins og það er orðað.

Viðskipti erlent

Bílalán í óláni

Bílaframleiðendurnir General Motors og Chrysler sitja í súpunni eftir að frumvarp um 14 milljarða dollara neyðarfjárveitingu þeim til handa náði ekki tilskildum atkvæðafjölda í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi.

Viðskipti erlent

Sögufrægur demantur sleginn fyrir metfé hjá Christie´s

Hinn sögufrægi Wittelsbach demantur var sleginn fyrir 16,3 milljónir punda á uppboði hjá Christie´s í London í vikunni eða hátt í 3 milljarða kr.. Um er að ræða hæsta verð sem nokkurn tímann hefur fengist fyrir demant á uppboði. Fyrirfram var talið að um 9 milljónir punda fengjust fyrir gripinn.

Viðskipti erlent