Lífið

Hannar leikmyndina í Rocky Horror

„Ég vann í Þjóðleikhúsinu alla mína skólagöngu og leikmyndahönnun var í rauninni það sem ég ætlaði alltaf að gera. Svo tók myndlistin völdin og þetta fór á hilluna í nokkur ár,“ segir Pétur Gautur myndlistarmaður en hann sér um að hanna leikmyndina í Rocky Horror söngleiknum sem frumsýndur verður á Akureyri þann 10. spetember, Pétur er nú betur þekktur fyrir myndlistina en leikmyndagerð en hann segist í rauninni hafa byrjað í leikhúsinu.

Lífið

Ask the Slave með nýja plötu

Önnur breiðskífa rokkhljómsveitarinnar Ask the Slave kemur í verslanir á morgun. Platan nefnist The Order of Things og einkennist af ringulreið sem endar með einræðu Ólafs Darra Ólafssonar, leikara.

Lífið

Rokkað gegn fátækt

Styrktartónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Sódómu á fimmtudaginn kemur. Allur ágóði tónleikanna rennur til Fjölskylduhjálpar Íslands. Á tónleikunum koma fram sveitirnar Skálmöld, Vicky, Dark Harvest, Mögl og Gone Postal. Einnig verður frumsýnd ný hönnunarlína Thors Hammer en það eru meðal annars armbönd, belti og ullarpeysur svo fátt eitt sé nefnt. DJ. Daði mun svo þeyta skífum eftir tónleikana.

Lífið

Cher gefur út nýja plötu

Söngkonan Cher hefur tilkynnt að hún sé nú með nýja plötu á byrjunarstigi. Hún vinnur með lagahöfundinum Diane Warr­en sem samdi einnig eitt af lögunum, You Haven"t Seen The Last Of Me, í kvikmyndinni Burl­esque sem væntanleg er í vetur.

Lífið

Heimsókn frá Þýskalandi

Undanfarið ár hefur staðið yfir undirbúningur fyrir komu stúlknakórs frá Berlín sem ber nafnið „Mädchenchor der Sing-Akademie zu Berlin“ í heimsókn til Stúlknakórs Reykjavíkur. Stúlkurnar í báðum kórum eru á aldrinum 11 til 19 ára og munu þær syngja saman á tónleikum í Grensáskirkju á laugardag, þann 21. ágúst, klukkan 15.00.

Lífið

Skrásetur lífsgleði á filmu

Ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Jóhannes Kjartansson gefur út ljósmyndabók. Í bókinni er að finna 500 myndir en Jói, eins og hann er kallaður, hefur verið að skrásetja lífið á filmu síðan árið 2005. Bókin ber nafnið Joi de vivre; orðaleikur úr franska orðtakinu Joie de vivre eða Lífsgleði á íslensku.

Lífið

Nokkuð fyrirsjáanlegt leikaraval

Leikarahópurinn í kringum fyrstu myndina um Lisbeth Salander og Mik­ael Blomkvist er smám saman að skýrast. Fjölmiðlar vestra greindu frá því í gær að viðræður við sænska stórleikarann Max von Sydow væru hafnar en hann ætti að leika Henrik Vanger, höfuð Vanger-fjölskyldunnar sem leitar að týndri frænku sinni.

Lífið

Hjaltalín fær fimm stjörnur í Noregi

Fjallað er um plötu sveitarinnar Hjaltalín, Terminal, á netmiðli Bergens Avisen en platan er nýkomin út í Skandinavíu. Gagnrýnandi ba.no gefur plötunni 5 af 6 í svokölluðu teningakasti og kallar Hjaltalín stórsveit innan indie-tónlistarstefnunnar.

Lífið

Sögulegur menningarviðburður

The Expendables hefur vakið gríðarlega lukku meðal karlmanna sem hafa lengi þráð að sjá testósterónið flæða unnvörpum. Kvikmyndin virðist hafa uppfyllt allar þær óskir því The Expendables hefur fengið frábæra dóma og ótrúlega aðsókn.

Lífið

Erfitt að vera mamma

Leikkonan Emma Thompson, 51 árs, segir að móðurhlutverkið sé erfitt og að það fari gjörsamlega með hana að reyna að ala upp dóttur sína, Gaia, sem er tíu ára gömul. „Guð það er hræðilegt að vera foreldri," lét Emma hafa eftir sér. Þegar ég verð reið á ég erfitt með að fyrirgefa mér viðbröðg mín. Mér finnst eins og mér hafi mistekist þegar ég missi stjórn á skapi mínu," sagði Emma.

Lífið

Langar að opna hótelkeðju

Paris Hilton, 29 ára, sem hefur tekist á við ýmislegt í gegnum tíðina eins og sjónvarpsþáttagerð, söng, ilmvatnsframleiðslu og leiklist hefur áhuga á að demba sér út í hótelrekstur líkt og fjölskylda hennar. Paris segir að kominn sé tími á að hún fræðist um hótelrekstur eftir að hafa gert það gott í skemmtanabransanum. „Ég er búin að takast á við nánast allt sem ég get hugsað mér að gera. Næsta verkefni mitt er að demba mér út í viðskipti og hóteliðnað. Næsta skref er að opna mína eigin hótelkeðju," sagði Paris Ekki er vitað hvort Paris fái leyfi til að nota Hilton nafnið en á meðan hún undirbýr hótelreksturinn horfir hún á sjónvarpsþættinua True Blood. „Ég hef ekki mikinn tíma til að horfa á sjónvarp af því að ég hef svo mikið að gera og er alltaf á ferðinni en það er einn þáttur sem ég elska og það er True Blood. Kannski fæ ég að leika vampíru einhvern tíman. Það væri frábært," sagði hún.

Lífið

Engir megrunarkúrar í fríinu

Leikkonan Eva Longoria Parker, 35 ára, upplýsti í viðtali við tímaritið OK á dögunum hvernig hún heldur sér í góðu líkamlegu formi. Desperate Housewives stjarnan þarf að hafa fyrir því að halda sér í góðu formi. Hún mætir í líkamsræktina fjórum sinnum í viku og borðar nákvæmlega það sem þjálfarinn hennar segir henni að borða. „Þegar ég er í Los Angeles þá hitti ég einkaþjálfarann minn fjórum sinnum í viku. Mér líður vel eftir æfingarnar og þess vegna er ég að þessu. Ég er ekki stöðugt að hugsa: Oh ég vil vera grindhoruð. Vellíðan er málið fyrir mig," sagði Eva. Þrátt fyrir að hugsa vel um líkama sínn leyfir Eva sér að borða allt sem hana langar í án þess að fá samviskubit en aðeins þegar hún fer í sumarfrí. „Þegar ég er í fríi geri ég allt sem ég leyfi mér ekki annars. Ég borða hvað sem er hvenær sem er."

Lífið

Hera eftirsótt í Evrópu

Við heyrðum í Heru Björk söngkonu og Eurovisionfara til að forvitnast hvað hún tekst á við þessa dagana eftir ævintýrið í Noregi. Hera hefur nóg að gera og segir Evrópu vera komna á bragðið enda er söngkona fullbókuð næstu misseri. „Ég get víst ekki kvartað yfir verkefnaleysi eftir Eurovision ævintýrið þó svo að þau séu nú flest erlendis næstu misserin. Ég var búin að búa mig undir „lægðina" hér heima sem að óhjákvæmilega fylgir alltaf Eurovision þar sem að landinn þarf smá hvíld eftir endalausar fréttir frá Eurovisionlandinu," svarar Hera og heldur áfram:

Lífið

Unnustinn hjálpaði að sigra krabbameinið

Leikkonan Christina Applegate, 38 ára, sem á von á sínu fyrsta barni með unnustanum, Martyn Lenoble, 41 árs, sem hún trúlofaðist á þessu ári, stillti sér upp á rauða dreglinum fyrir frumsýningufjölskyldumyndarinnar Hundar og Kettir 2 í 3D sem er framhald af einni af vinsælli barnamyndum síðari ára. Leikkonan greindist með krabbamein í brjósti sumarið 2008 og þakkar hún Martyn fyrir stuðninginn þegar hún tókst á við veikindin. „Ég er svo þakklát Martyn fyrir að birtast í lífi mínu á þessum tímapunkti því hann var kletturinn minn. Hann gaf mér ástæðu til að brosa og viljann til að lifa áfram."

Lífið

Hver er þessi Rooney Mara?

Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftirsóknarverðustu kvenhlutverkum í kvikmyndaheiminum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Hollywood?

Lífið

Kærir sig ekki um líkamshár

Kim Kardashian, 29 ára, er með líkamshár á heilanum að eigin sögn. Hún hefur undanfarin ár eytt fjármúgu í að láta fjarlægja líkamshár á líkama sínum sem hún telur óæskileg með hjálp leisertækninnar. Í dag segir hún húðina vera mjúka og hárlausa. Ég er ættuð frá Armeninu þannig að auðvitað er ég með leisertæknina á heilanum þegar kemur að líkamshárum. Undir höndum, bikíniröndin, fæturnir og líkami minn eins og hann leggur sig er hárlaus," lét Kim hafa eftir sér í tímaritinu Allure. Einnig ræddi Kim þegar hún sat fyrir í Playboy árið 2007. Hún segist ekki sjá eftir að hafa setið fyrir nakin heldur hefði hún viljað vera í betra formi þá. Já ég sé eftir að hafa setið fyrir í Playboy þá. Ekki það að hafa setið fyrir í umræddu blaði heldur á þessum tímapunkti var ég ekki í besta formi lífs míns," sagði Kim spurð út í fyrirsætustarfið og hvor það sé nokkur eftirsjá. Je minn eini ég var svo þung þá. Síðan þá hef ég misst 8 kíló. Andlitið á mér er grennra og líkami minn líka, maginn á mér er sléttur líka," sagði Kim.

Lífið

Klæðist einum kjól í mánuð

Indía Salvör Menuez er hálfíslensk stúlka sem hefur tekið að sér að klæðast sama kjólnum daglega í heilan mánuð til góðgerðarstarfa. Verkefnið nefnist The uniform project og er upphafsmaður þess stúlka að nafni Sheena sem ákvað árið 2009 að klæðast sama kjólnum í heilt ár til styrktar skólabörnum á Indlandi.

Lífið

Skarð Spaugstofunnar ófyllt

„Ég er ekki að fara vinna með RÚV, allavega ekki laugardagsþáttinn. Ég er bara á fullu að gera Gauragang. Hún verður frumsýnd um jólin og ég er bundinn í þeirri vinnu þangað til,“ segir Gunnar Björn Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, lýsti því yfir í samtali við Fréttablaðið fyrir viku að hún hefði hug á því að falast eftir kröftum Gunnars til að stjórna þætti á þeim dagskrártíma sem áður hýsti Spaugstofuna. En hún er, eins og flestum ætti að vera kunnugt um, hætt í Efstaleitinu.

Lífið

Vesturport hellir sér útí gamanleik og farsa

„Það var kominn tími til að reyna sig við gamanleik, eftir að hafa verið í svona „léttmeti" eins og Hamskiptunum og Fást," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið hyggst setja upp sýningu sem verður í eilítið öðruvísi dúr en aðrar sýningar hópsins. Um er að ræða farsakenndan gamanleik um húsmóðurshlutverkið á Íslandi. Verkið er glænýtt, skrifað af þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni, Nínu Dögg, Jóhanni Níels og Gísla Erni.

Lífið

Vill minni brjóst

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson segist almennt ánægð með vöxt sinn en viðurkennir að hún vildi gjarnan vera með eilítið minni barm og aðeins stærri bakhluta. „Ég er með lítinn rass. Ég mundi gjarnan minnka brjóstin og bæta á rassinn ef ég gæti."

Lífið

Magnað maður, magnað

Þrátt fyrir úreldingu merkimiða verður þessari mynd ekki lýst betur en sem „strákamynd" og slíkar myndir verða tæpast mikið betri en The Expendables. Hún býður upp á allt fyrir okkur sem fílum svona en ekkert fyrir hina. Góða skemmtun!

Gagnrýni

Ástfangin af umbanum

Leikkonan Hilary Swank, 36 ára, vill bíða með að eignast börn. Hún getur hugsað sér að fjölga mannkyninu þegar rétti tíminn kemur. Hún hefur verið á föstu með umboðsmanninum sínum, John Campisi, í nærri fjögur ár og segist vera ánægð í sambandinu.

Lífið

Höfundur Makalaus byrjuð með Kalla í Baggalút

„Jú ég get staðfest það. Við erum að hittast,“ svarar Þorbjörg Marinósdóttir (26), betur þekkt sem Tobba, spurð hvort hún og Karl Sigurðarson (34) borgarfulltrúi Besta flokksins og söngvari hljómsveitarinnar Baggalúts séu par.

Lífið

Fær hjónabandsráð hjá frú Beckham

Eva Longoria Parker hefur leitað til vinkonu sinnar Victoriu Beckham til að fá ráð varðandi hjónabandið því hana langar að hjónabandi hennar gangi jafn vel og hjónabandi Beckham-hjónanna.

Lífið

Ekkert brúðkaup framundan

George Clooney, 49 ára, neyddist til að gefa út yfirlýsingu um að hann er ekki um það bil að ganga í heilagt hjónaband með unnustu sinni, Elisabettu Canalis, 31 árs. Mynd af Elisabettu birtist í ítölskum fjölmiðlum þar sem hún snæddi hádegisverð á veitingahúsi ásamt vinkonum sínum og sýndi þeim skælbrosandi risastóran hring. Í kjölfarið fór saga af stað um að brúðkaup væri í undirbúningi. Þetta var servíettuhringur, útskýrði fulltrúi George þegar hann var spurður út í væntanlegt brúðkaup og þennan umrædda hring. Parið byrjaði saman á síðasta ári og nú hefur fjölmiðlafulltrúi hans sent út tilkynningu þar sem segir að ekkert brúðkaup sé á dagskránni hjá honum.

Lífið

Hatar megrunarkúra

Fyrirsætan Molly Sims, 37 ára, hatar megrunarkúra og lætur fara í taugarnar á sér hvernig söngkonan Britney Spears klæðir sig. Fyrirsætan Molly segir að það eina sem Britney þurfi á að halda sé allsherjar yfirferð á útliti söngkonunnar. „Ég myndi henda stígvélunum sem Britney gengur í og lika toppunum hennar," sagði Molly í septemberhefti tímaritsins Health. „Britney þarf virkilega á aðstoð að halda þegar kemur að heilarútlitinu," sagði hún. Molly hefur setið fyrir á forsíðu tímaritsins Sports Illustrated nokkrum sinnum í gegnum tíðina og í eitt skiptið klæddist hún engu nema 30 milljón dollara bikiní. Molly segir það vera full vinnu að halda líkamanum í góðu formi. Hún hugar vel að því hvað hún borðar en hún segist ekki þola megrunarkúra. „Ég var með útlitið á heilanum og prufaði alla megrunarkúra hérna áður fyrr en núna er ég í betra formi af því að ég vel af kostgæfni hvað ég set inn fyrir mínar varir. Ég þoli ekki megrunarkúra og svo er ég grennri og í betra formi í dag en þegar ég vann sem fyrirsæta," sagði Molly.

Lífið

Tyra Banks biðst afsökunar

Ofurfyrirsætan og sjónvarpsstjarnan Tyra Banks baðst opinberlega afsökunar á því að hafa lofað þvengmjóa fyrirsætu í kynningarstúf fyrir raunveruleikaþáttinn America's Next Top Model. Eftir að þátturinn fór í loftið varð allt vitlaust vestan hafs sökum ummæla Tyru um ákjósanlegt vaxtarlag kvenna sem vilja verða fyrirsætur. Tyra heldur því fram að hún hafi alls ekki verið meðvituð um þann skaða sem hún kann að hafa ýtt undir hjá ungum stúlkum sem sumar kjósa að svelta sig til að komast í litlar fatastærðir. Af því að ég er talsmaður tísku, heilsu og vellíðan verð ég að viðurkenna að ég sé eftir því að hafa látið þessi orð falla. Mér þykir leitt að hafa valdið ruglingi og ýtt undir reiði og ótta hjá áhorfendum mínum," sagði Tyra. Allar konur ættu að vera stoltar af líkama sínum sama hvað þær eru mörg kíló að þyngd," sagð hún jafnframt.

Lífið