Lífið

Gefur góð ráð fyrir brúðkaupið

Bandaríska leikkonan Jennifer Garner ráðleggur breska grínistanum Russell Brand að klippa sig áður en hann gengur í heilagt hjónaband með söngknunni Katy Perry. Jennifer og Russell unnu nýverið saman að kvikmyndinni Arthur, sem er endurgerð mynd frá árinu 1981. Þá fór Dudley Moore með aðalhlutverkið. Samstaf Jennifer og Russell gekk ótrúlega vel. Það vel að þau eru bestu vinir í dag. Jennifer bað Russell vinsamlegast um að klippa sig fyrir brúðkaupið sem verður síðar á þessu ári. Hvenær á þessu ári veit hinsvegar enginn því þetta brúðkaup er eitt stórt dularfullt leyndarmál sem fjölmiðlar beggja vegna Atlantshafsins fá ekki nóg af að velta sér upp úr. Ástæðan fyrir ráðum Jennifer er svo Russell geti flett myndum sem teknar verða í brúðkaupinu hans í framtíðinni án þess að skammast sín fyrir það hvernig hann leit út. Russell tók athygasemdum Jennifer með stakri ró og fræddi hana um naglalökkin sem hann notar að staðaldri.

Lífið

Skelltu sér á djammið með Jack Osbourne eftir tónleika

„Við vorum alveg rosalega stressaðar en náðum að yfirvinna það og njóta stundarinnar,“ segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona úr The Charlies. Fyrstu kynningartónleikar (e. show case) íslensku söngkvennanna í The Charlies síðan þær sömdu við Holllywood Records voru í Los Angeles í fyrrakvöld.

Lífið

Karl Th. með stórskotalið í fyrstu þáttum

Fyrsta uppfærslan af Orð skulu standa fer á fjalir Borgarleikhússins á þriðjudaginn. Karl Th. Birgisson segir engar æfingar hafa átt sér stað enda sé það ómögulegt; þetta verði spuni frá fyrsta orði.

Lífið

Nakin án eyrnalokks í andliti

Söngkona The Black Eyed Peas, Fergie, var æst í að tala um nýja ilmvatnið sitt hvert sem hún fór. Ég hélt því leyndu í tvö ár að ég væri að vinna að ilmvatninu mínu og það var rosalega erfitt fyrir mig að halda kjafti. Ég mátti ekki segja neinum en þráði fátt annað en í að segja öllum heiminum frá því," sagði Fergie. Fergie var með lokk í andlitinu, sem hún setti í gat fyrir ofan aðra augabrúnina, en hætti að nota lokkinn því hún vildi tilbreytingu. Ég hef alltaf verið hrifin af því að gata líkama minn og á tímabili leið mér eins og ég væri nakin þegar ég var ekki með lokkinn," viðurkenni hún. Það var kominn tími á útlitsbreytingu og lokkurinn fékk reisupassann," sagði Fergie.

Lífið

Fátækir panta pitsu á svið

Staðfastur pitsusendill og fjölskylda í Vesturbænum eru í forgrunni leikritsins Pizzasendillinn eftir Elísabetu Jökulsdóttur, sem Fátæka leikhúsið frumsýnir á morgun.

Lífið

Varð ástfangin af 58 ára gömlum mótleikara

Leikkonan Megan Fox, 24 ára, féll fyrir leikaranum Mickey Rourke eftir að hafa unnið með honum. Megan sem er hamingjusamlega gift leikaranum Brian Austin Green síðan fyrr á þessu ári viðurkennir að hún er skotin í 58 ára leikaranum Mickey Rourke eftir að hafa kynnst honum við tökur á kvikmyndinni Passion Play. Megan segir kynþokkafullt viðmót Mickey og viðhorf hans til tilverunnar ná til hennar. „Ég féll fyrir Mickey og varð ástfangin af honum. Ég meina hver er svalari en Mickey Rourke? Hann gerir nákvæmlega það sem honum sýnist og ég elska það í fari hans," sagði Megan.

Lífið

Fórnar sér fyrir soninn ef til þess kemur

Leikkonan Minnie Driver, 40 ára, sem er einstæð móðir, myndi ekki hugsa sig tvisvar ef hún þyrfti að stökkva í veg fyrir bíl til að bjarga lífi sonar síns, tveggja ára Henry Story. Enginn veit deili á föður barnsins en Minnie vill halda því út af fyrir sig hver er faðir drengsins. Hinsvegar hefur það komið henni skemmtilega á óvart hvað tengingin sem hún upplifir til sonarins er öflug. Minnie var ekki lengi að svara þegar hún var spurð út í móðurtilfinninguna. Ég myndi fórna mér fyrir hann. Ég myndi hiklaust stökkva fyrir bíl eða hvað sem er til að bjarga syni mínum," sagði Minnie. Ég geri allt fyrir fjölskylduna mína. Þessi tilfinning er sterk og góð."

Lífið

Jamie Oliver eignast son

Eiginkona stjörnukokksins Jamie Oliver, 35 ára, eignaðist dreng í gær. Jamie sett meðfylgjandi mynd af drengnum á Twitter síðuna sína og sendi heiminum skilaboð um að allir væru hraustir og glaðir við koma hans í heiminn. Eiginkona kokksins, Jools Oliver, er hraust og drengurinn líka að sögn Jamie en hann hafði vonast til að fá dreng í þetta skiptið og sú ósk rættist. Saman eiga þau þrjár dætur Poppy Honey, 8 ára, Daisy Boo, 7 ára, og 17 mánaða Petal. Það fæddist drengur! Ég er i haminjgukasti og allir eru svo glaðir. Mamman var yndisleg og hún og drengurinn eru fílhraust eins," skrifaði Jamie meðal annars á Twitter.

Lífið

140 myndir frá 29 löndum

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst eftir eina viku. 140 kvikmyndir verða sýndar frá 29 löndum. Tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir.

Lífið

Hélt framhjá því hjónabandið var ófullnægjandi

Söngkonan LeAnn Rimes, 28 ára, hélt fram hjá fyrrverandi eiginmanni sínum því hjónabandið var ófullnægjandi að hennar sögn. Aðdáendur söngkonunnar fengu vægt áfall þegar í ljós kom að hún hélt við leikarann Eddie Cibrian þegar þau léku saman í kvikmynd árið 2008. Nú hefur LeAnn opnað sig um framhjáhaldið og hvað fékk hana til að vera ótrú. Hún segist hafa verið allt of ung þegar hún gifti sig. Samband mitt við Dean frá frábært en það var fullkomlega ófullnægjandi fyrir okkur bæði," sagði LeAnn. Ég var nítján og hann tuttugu og eins árs þegar við giftum okkur. Síðan þroskuðumst við í sitthvora áttina. Í dag býr LeAnn n með Eddie og tveimur sonum hans frá fyrra hjónabandi. Mason, sjö ára og Jake, þriggja ára.

Lífið

Drukku sextán þúsund bjóra

Sextán þúsund bjórar voru drukknir á Októberfest Háskóla Íslands á síðasta ári og verða þeir vafalítið ekki færri í ár. Hátíðin núna verður haldin fyrr en venjulega, eða 23. til 25. september. Ástæðan er meðal annars hið slæma veður sem hefur verið á hátíðinni undanfarin ár.

Lífið

Álfrún syngur fyrir Dísu

Upptökur hafa staðið yfir að undanförnu á plötu með lögum úr söngleiknum Dísa ljósálfur sem verður frumsýndur í Austurbæ í byrjun október.

Lífið

Frikki Þór sló í gegn í Toronto

Friðrik Þór Friðriksson er staddur í Toronto þar sem hin árlega kvikmyndahátíð stendur nú yfir. Íslenski leikstjórinn er þar að sýna Mömmu Gógó með Kristbjörgu Kjeld, Hilmi Snæ og Gunnar Eyjólfssyni í aðalhlutverkum.

Lífið

Bresk sveit með tónleika

Breska indí-rokksveitin Amusement Parks on Fire spilar á Sódómu Reykjavík í kvöld. Hljómsveitin, sem hefur verið starfandi síðan 2004, hefur gefið út fimm EP-plötur og tvær stórar plötur.

Lífið

Hljóðlátt innlegg í baráttuna

Með viljann að vopni er sýning sem kveikir margar tímabærar spurningar um stöðu kvenna, kjörinn vettvangur til umræðu. Trú listakvennanna á kraft listarinnar sem öflugt tæki í samfélagsbaráttunni stendur upp úr.

Gagnrýni

Styrktartónleikar Ljóssins

Páll Óskar og Diddú, Raggi Bjarna, Lay Low, Magni og Hera Björk eru á meðal þeirra sem koma fram á styrktartónleikum fyrir Ljósið 22. september í Háskólabíói. Tilefnið er fimm ára afmæli félagsins, sem var stofnað af hópi fólks sem vildi efla endurhæfingu fyrir þá sem greinast með krabbamein.

Lífið

Opnun á Bíó Paradís

Bíó Paradís var opnað með pompi og prakt fyrr í kvöld. Þar mættu fjölmargir gestir spenntir að sjá nýja kvikmyndahúsið, sem og opnunarmyndina Backyard eftir Árna Sveinsson, sem var afar vel tekið.

Lífið

Velur kjólana sjálf

Leikkonan Hilary Swank velur sjálf í hverju hún lætur sjá sig á rauða dreglinum. Hilary sem vekur oftar en ekki athygli fyrir að klæðast glæsilegum kjólum eftir heimsfræga hönnuði segist sjálf velja dressin sem hún klæðist á opinberum vettvangi. Hún viðurkennir að stílistinn Tanya Gill starfar fyrir hana þegar hún á lítinn tíma aflögu en annars sér hún um að máta og velja fötin sjálf. „Ég vil ráða hverju ég klæðist," sagði leikkonan Síðan Hilary flutti frá New York er hún ekki eins meðvituð um hvað er í tisku og hvað ekki að eigin sögn.

Lífið

Backyard frumsýnd í Bíó Paradís

Nýjasta kvikmyndahús landsins, Bíó Paradís, opnar dyr sínar fyrir gestum í kvöld. Þar er von á spennandi dagskrá næstu vikurnar eins og sjá má í auglýsingum og á heimasíðu bíósins.

Lífið

Nýtur þess að leika

Söngkonan Rihanna, 22 ára, fær mikið út úr því að leika í kvikmyndum að eigin sögn en um þessar mundir fer hún með hlutverk í nýrri kvikmynd sem ber heitið Battleship. Rihanna má ekki tjá sig um hlutverkið eða myndina en hún segist njóta þess að fá að leika. Ég nýt þess að leika og svo eru allir svo almennilegir," sagði Rihanna í viðtali við MTV sjónvarpsstöðina. Á móti Rihönnu leikur True Blood leikarinn, Alexander Skarsgård, sem Rihanna segir að sé afslappaður og þögull.

Lífið

Gerir 200 magaæfingar daglega

Kim Kardashian, 29 ára, gerir tvöhundruð magaæfingar á hverjum einasta degi til að halda línunum í lagi. „Uppáhaldið mitt er maginn á mér. Ég hef mikið fyrir því að halda honum sléttum og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Ég er mjög stolt af maganum mínum. Ég geri allavegana 200 æfingar á dag - ég einfaldlega verð að gera þessar magaæfingar ef ég ætla að halda þessum líkama stinnum," sagði Kim. Kim er um þessar mundir að reyna eins og hún getur að forðast það að borða ruslfæði eins og pizzur en hún er sjúk í flatbökur. Ég þoli ekki mjaðmirnar á mér. Sama hvað ég hleyp mikið og oft þá minnkar ummálið ekki," sagði hún. Mjaðmirnar eru hluti af mér og ég er að reyna að sætta mig við þær.

Lífið

Frægðin gerir mig sorgmædda

Breska söngkonan Lily Allen segir að frægðin geri hana sára og leiða. Fyrr á þessu ári tilkynnti söngkonan að hún ætlaði að hvíla sig á tónlistarbransanum því hún vildi einbeita sér að því að styrkja samband hennar við unnustann Sam Cooper og takast á við nýjar áskoranir. Lily er barnshafandi af sínu fyrsta barni. „Mér líður eins og ég hafi skyndilega hætt í skóla. Fólk heldur að það sé æðislega gaman að vera poppstjarna en á endanum verður maður leiður og missir tengsl við sálina. Frægðin gerir mig sorgmædda. Ég vil gera eitthvað annað en að vera poppsöngkona. Eitthvað sem er gefandi og tengir mig við sjálfa mig," sagði Lily. „Ég er að taka áhættu með því að hætta í tónlistinni því það gekk vel en ég er sátt við hana."

Lífið

Megan eykur sjálfstraust eiginmannsins

Brian Austin Green lofar eiginkonu sína, leikkonuna Megan Fox, fyrir að auka sjálfstraustið hans og hvetja hann til að standa sig vel. Brian og Megan byrjuðu saman fyrir sex árum og hafa verið saman og sundur síðan þá. Þau komu mörgum á óvart með því að gifta sig óvænt á Hawaii fyrr á þessu ári en Brian segir að það sé besta ákvörðun sem hann hefur tekið í lífinu til þessa. Megan gerir Brian að betri manni og eflir hann til góðra verka að hans mati. Þegar ég og Megan hittumst var ég nýskilinn við barnsmóður mína og var án sonar míns. Það síðasta sem ég hafði áhuga á að takast á við var nýtt ástarsamband. Síðan þróuðust hlutirnir þannig að ég var hræddur við allt. Hræddur við fjölmiðla, fólk og hélt mig heima við," sagði Brian. Megan hjálpaði mér að takast á við óttann og að fá sjálfstraustið á ný. Við pössum einfaldlega fullkomlega saman," sagði hann. Megan var 18 ára þegar Brian hitti hana og féll fyrir henni.

Lífið

300. útsending KR-útvarpsins

Útvarp KR, FM 98,3, fagnar þeim merka áfanga að senda út sína 300. útsendingu á fimmtudag þegar KR tekur á móti Breiðabliki í Frostaskjóli.

Lífið

Eiga von á barni

Talsmaður leikkonunnar Penélope Cruz hefur staðfest að leikkonan og eiginmaður hennar, spænski leikarinn Javier Bardem, eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun næsta árs.

Lífið

Airwaves í útvarpinu

Dagskrá útvarpsþáttarins Straumur á Xinu 977 verður næstu vikurnar tileinkuð Iceland Airwaves-tónlistarhátinni sem fer fram 13. til 17. október. Þátturinn verður alla þriðjudaga klukkan 20 til 22 fram að hátíð og þar verða kynntar flestar af þeim erlendu hljómsveitum sem koma fram á hátíðinni. Viðtöl verða tekin við íslenskar og erlendar hljómsveitir auk þess sem miðar á hátíðina verða gefnir. Á meðal flytjenda á Airwaves í ár eru Robyn, Hurts, Everything Everything, Bombay Bicycle Club, Mugison og Dikta.

Lífið

Einföld hugmynd, góð plata

Albúm er fimmta plata Orra Harðarsonar og sú fyrsta síðan Trú kom út fyrir fimm árum. Þetta er alvöru sólóplata í þess orðs sterkustu merkingu. Öll lög, textar, söngur, hljóðfæraleikur, hljóðritun og hljóðblöndun eru verk Orra sjálfs. Og öll tónlistin er spiluð á sama kassagítarinn.

Gagnrýni