Körfubolti

Helena stiga- og stoðsendingahæst í TCU-sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU byrja vel í bandaríska háskólaboltanum en liðið vann 63-52 sigur á Fresno State í nótt. Helena var stiga- og stoðhendingahæst í liði TCU en hún var með 15 stig, 7 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum.

Körfubolti

Iverson er ekki tilbúinn að leggja NBA-skóna á hilluna

Umboðsmaður Allen Iverson segir sinn mann ekki vera tilbúinn að setja punktinn á bak við NBA-feril sinn þrátt fyrir að hafa látinn fara frá Memphis Grizzlies í vikunni. Iverson er orðinn 34 ára gamall en hann hefur skorað 27,0 stig að meðaltali í 889 leikjum í9 NBA-deildinni.

Körfubolti

Birna: Þetta er vonandi allt að smella saman hjá okkur

„Þetta er allt vonandi að smella saman hjá okkur," segir Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún og félagar hennar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í kvennakörfunni eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum. Keflavík heimsækir Hauka í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld.

Körfubolti

Ekki líklegt að NBA leggi treyju númer 23

Eins og Vísir greindi frá á föstudaginn þá stendur LeBron James fyrir átaki þar sem hann hvetur alla leikmenn deildarinnar með númerið 23 á bakinu til þess að leggja númerinu af virðingu við Michael Jordan.

Körfubolti

Iceland Express-deild karla: KR aftur á sigurbraut

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem KR, Keflavík og Snæfell fóru með sigra af hólmi. KR-ingar komust aftur á sigurbraut eftir tvö töp gegn Njarðvík með skömmu millibili í deild og bikar þegar þeir unnu 71-100 sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum í kvöld.

Körfubolti

NBA: Cleveland lagði Orlando

LeBron James og Mo Williams skoruðu samtals 64 stig fyrir Cleveland í nótt er liðið spilaði flottan körfubolta og lagði Orlando að velli. James skoraði 36 stig.

Körfubolti

NBA: Wade í banastuði

Dwyane Wade, stjarna Miami Heat, hefur alltaf gaman af því að spila gegn Washington enda á hann nánast alltaf góðan leik gegn liðinu.

Körfubolti

NBA: Hornets aftur á sigurbraut

Það þurfti Los Angeles Clippers til að koma New Orleans Hornets aftur á sigurbraut í NBA-deildinni. Hornets vann öruggan sigur á Clippers í nótt þar sem Devin Brown átti flottan leik.

Körfubolti