Körfubolti

Jón Halldór: Hef verið kallaður John Silver

Jón Halldór Eðvaldsson segir að Keflavík hafi ekki efni á því að gista á hóteli fyrir leikinn gegn KR á morgun í úrslitum bikarsins. Keflavík hefur gengið vel með KR í vetur en Jón segir það engu skipta núna.

Körfubolti

Smith farinn frá Njarðvík

Bandaríkjamaðurinn Christopher Smith hefur leikið sinn síðasta leik með Njarðvík í Iceland Express-deild karla þar sem félagið hefur sagt upp samningi leikmannsins.

Körfubolti

Tíundi sigur TCU

Helena Sverrisdóttir skoraði átján stig fyrir TCU sem vann átta stiga sigur á Colorade State í bandaríska háskólaboltanum í gær, 61-53.

Körfubolti

Meistaralið Lakers tapaði gegn lélegasta liði NBA deildarinnar

Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær þar sem 12 leikir fóru fram. Hlé verður nú gert á deildarkeppninni fram yfir næstu helgi en Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer fram um helgina. Meistaralið LA Lakers er langt frá sínu besta þessa dagana og í gær tapaði Lakers gegn slakasta liði deildarinnar, Cleveland, á útivelli 104-99. „Við fórum í Stjörnuhelgarfrí áður en leikurinn hófst,“ sagði Phil Jackson þjálfari Lakers eftir leikinn.

Körfubolti

NBA í nótt: Charlotte lagði Lakers

Gerald Wallace skoraði 20 stig og tók 11 fráköst í 109-89 sigri Charlotte Bobcats gegn meistaraliði LA Lakers á heimavelli. Þetta er annar tapleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers gegn liðinu hans Michael Jordan.

Körfubolti

Teitur Örlygs: Minni spámenn létu til sín taka

„Þetta var alveg frábært. Það er mjög gott eftir tvo góða leiki hjá okkur gegn KFÍ og Tindastóli að ná að halda þetta út áfram," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að liðið vann Grindavík 79-70 í Iceland Express-deildinni í kvöld.

Körfubolti

Spennan eykst í Iceland Express deild karla

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar 18. umferð lýkur. Njarðvíkingar sækja Fjölni heim í Grafarvog í miklum fallbaráttuslag. Stjarnan og Grindavík eigast við í Garðabæ í áhugaverðum leik en Grindavík er í 3. sæti og Stjarnan í því 5. Nýliðar Hauka sem hafa komið verulega á óvart í vetur eru í 6. sæti og þeir leika gegn Keflvíkingum sem eru í 4. sæti. Allir leikir kvöldsins hefjast 19.15.

Körfubolti

Sigrar hjá Snæfelli og KR

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfell er áfram í efsta sæti deildarinnar eftir góðan sigur á ÍR, 98-84, í Stykkishólmi í kvöld.

Körfubolti

Njarðvík stöðvaði sigurgöngu Snæfellsstelpna

Njarðvík stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Snæfellsstelpna með 81-78 sigri í leik liðanna í b-deild Iceland Express deild kvenna í Stykkishólmi í dag. Snæfell er enn á toppnum í B-deildinni en nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum.

Körfubolti

Verða Hamarskonur deildarmeistarar í dag?

Kvennalið Hamars getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með því að vinna Keflavík í uppgjöri tveggja efstu liðanna í Hveragerði í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00.

Körfubolti