Körfubolti

Einvígi góðkunningjanna

Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson eru ekki að mætast í fyrsta sinn í úrslitakeppni en það eru æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson að gera. Tvö einvígi í átta liða úrslitunum fara af stað í kvöld.

Körfubolti

Hjalti tekur við Fjölni - Gunnar ekki áfram með ÍR

Hjalti Þór Vilhjálmsson mun taka við þjálfun Fjölnisliðsins í Iceland Express deild karla í körfubolta en þetta kemur fram á karfan.is í kvöld. Fjölnir lét Örvar Þór Kristjánsson fara á dögunum. Karfan.is segir einnig frá því að Gunnar Sverrisson muni ekki þjálfa áfram lið ÍR.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-68

KR er komið með yfirhöndina í fjórðungsúrslitaeinvíginu gegn Tindastóli eftir 84-68 sigur í Vesturbænum í kvöld. Aðeins munaði þremur stigum fyrir lokaleikhlutann en KR-ingar völtuðu yfir gestina í lokafjórðungnum og unnu sanngjarnan sigur.

Körfubolti

Pressan er á Grindavík og KR

Grindavík og KR hefja leik í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í kvöld. Bæði lið keppa við söguna, KR hefur ekki varið Íslandsmeistaratitil í 33 ár og Grindavík hefur aldrei orðið deildarmeistari og Íslandsmeistari á sama ári.

Körfubolti

Íslandsmeistarar Keflavíkur sendar snemma í sumarfrí

Íslandsmeistaratitilinn verður ekki áfram í Keflavík í kvennaboltanum en það var ljóst eftir að Haukakonur sópuðu deildarmeisturum Keflavíkur út með 75-52 stórsigri í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukaliðið vann alla þrjá leikina í undanúrslitaeinvíginu og er því komið í lokaúrslitin um titilinn.

Körfubolti

Íris með slitið krossband

Íris Sverrisdóttir spilar ekki meira með Haukum á tímabilinu þar sem hún er með slitið krossband. Þetta var staðfest á heimasíðu Hauka í dag.

Körfubolti

IEX-deildin: Stjarnan – Keflavík | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport mánudaginn 26. mars. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur. Garðbæingar enduðu í fjórða sæti deildarinnar en Keflvíkingar í því fimmta. Tvo sigra þarf til þess að komast í undanúrslit.

Körfubolti

Örvari sagt upp hjá Fjölni

Stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis ákvað að segja upp samningi Örvars Þórs Kristjánssonar þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Fjölnir missti naumlega af sæti í úrslitakeppninni á dögunum.

Körfubolti

IEX-deildin: Þór Þ. – Snæfell | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport mánudaginn 26. mars. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign nýliða Þórs úr Þorlákshöfn og Snæfells. Þórsarar enduðu í þriðja sæti deildarinnar og Snæfell í því sjötta. Tvo sigra þarf til þess að komast í undanúrslit.

Körfubolti

LeBron meiddur á fingri

Forráðamenn Miami Heat hafa áhyggjur af stjörnunni LeBron James sem er meiddur á fingri og getur verið að fingurinn hafi farið úr lið.

Körfubolti

Kobe bjargaði Lakers gegn Golden State

Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir LA Lakers í nótt og sá til þess að liðið marði sigur á Golden State í nótt. Lakers klúðraði niður 16 stiga forskoti í leiknum en Kobe jafnaði leikinn á ný undir lokin og skoraði körfuna sem kom Lakers aftur yfir.

Körfubolti

Sonur Doc Rivers ætlar að fara strax í NBA-deildina

Austin Rivers, sonur Doc Rivers þjálfara Boston Celtics, gæti verið farinn að spila á móti pabba sínum á næsta tímabili í NBA-deildinni. Rivers hefur ákveðið að hætta í Duke-háskólnum eftir aðeins eitt ár og skrá sig í nýliðaval NBA-deildarinnar í júní.

Körfubolti

Sundsvall tapaði í framlengdum leik | Einu tapi frá sumafríi

Svíþjóðameistararnir í Sundsvall Dragons eru komnir með bakið upp að vegg eftir tap á heimavelli í framlengdum leik á móti LF Basket í kvöld. Þetta var þriðji leikur liðanna í átta liða úrslitum sænska körfuboltans. LF Basket vann þarna sinn annan leik í röð og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Körfubolti

Helgi Már stigahæstur en 08 Stockholm tapaði

Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR töpuðu með tíu stiga mun fyrir Norrköping Dolphins í kvöld, 67-77, og eru því 1-2 undir í einvígi liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Norrköping Dolphins vann einnig fyrsta leikinn en 08 Stockholm HR svaraði með sigri á heimavelli.

Körfubolti

IEX-deildin: KR – Tindastóll | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign Íslandsmestaraliðs KR og Tindastóls. KR endaði í öðru sæti deildarinnar en Tindastóll í því sjöunda. Tvo sigra þarf til þess að komast í undanúrslit.

Körfubolti

IEX-deildin: Grindavík – Njarðvík | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign deildameistaraliðs Grindavíkur og Njarðvíkur.

Körfubolti

Allt á suðupunkti fyrir Vesturlandsslaginn | Oddaleikur í Fjósinu

Í kvöld fer fram oddaleikur á milli Skallagríms úr Borgarnesi og ÍA frá Akranesi um hvort liðið leikur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik á næsta tímabili. Staðan er 1-1 en báðir leikirnir hafa verið æsispennandi og heimaliðin hafa haft betur í báðum leikjum. Pálmi Blængsson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms var í viðtali í Boltanum á X-977 í morgun þar sem að Valtýr Björn Valtýsson ræddi við hann um Vesturlandsslaginn sem hefst kl. 19.15 í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 93 - 85

Njarðvík komust í 2-1 í undanúrslitarimmu sinni við Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöld. Eftir hörkuspennu allan leikinn fengu Njarðvíkustúlkur fjölda vítakasta undir lok leiksins sem þær nýttu vel og tryggði það að lokum 93 - 85 sigur.

Körfubolti

Miami fékk skell gegn Indiana

Stjörnulið Miami Heat er eitthvað að gefa eftir í NBA-deildinni þessa dagana því liðið tapaði stórt annan leikinn í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Indiana.

Körfubolti

Haukakonur í lykilstöðu á móti Íslandsmeisturunum - myndir

Haukakonur eru komnar í frábæra stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 73-68 sigur í kvöld. Haukaliðið vann einnig fyrsta leikinn í Keflavík og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.

Körfubolti

Íris fór úr hnjálið í sigri Hauka

Haukakonur eru komnar í 2-0 á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur eftir 73-68 sigur í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar náðu að landa sigrinum þrátt fyrir að missa einn sinn besta leikmann upp á sjúkrahús í fyrri hálfleik og vantar nú aðeins einn sigur til þess að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Logi og félagar komnir í sumarfrí

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænska körfuboltans eftir sjö stiga tap á móti Södertälje Kings í kvöld, 83-76. Södertälje vann alla þrjá leiki liðanna og er því komið í undanúrslitin fyrst allra liða.

Körfubolti

Bullock og Benedikt stóðu sig best í seinni hlutanum

J'Nathan Bullock leikmaður Grindavíkur og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór úr Þorlákshöfn voru kosnir bestir í seinni hluta Iceland Express deildar karla í körfubolta en tilkynnt var um valið á blaðamannafundi fyrir komandi úrslitakeppni karla. Það er sérstök valnefnd á vegum KKÍ sem kýs.

Körfubolti