Körfubolti

U-18 ára liðið komst ekki áfram

Íslenska U-18 ára landsliðið í körfuknattleik komst ekki í úrslitakeppni átta efstu liðanna í B-deild EM eftir tap gegn Finnum í kvöld, 86-78. Ísland leiddi í hálfleik, 49-45.

Körfubolti

Bandaríkin unnu gullið í spennuleik gegn Spánverjum

Bandaríkjamenn tryggðu sér gullið í 107 - 100 sigri á Spánverjum í London. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 6 Ólympíuleikum sem Bandaríkjamenn sigra körfuboltamót Ólympíuleikanna og aðra Ólympíuleikanna í röð sem þeir sigra Spánverja í úrslitum.

Körfubolti

Dwight Howard í LA Lakers

Los Angeles Lakers og Dwight Howard, leikmaður Orlando í NBA deildinni í körfubolta, hafa samþykkt samning um félagaskipti leikmannsins til L.A Lakers. Frá þessu greina ESPN og The Los Angeles Times.

Körfubolti

LeBron með þrefalda tvennu í öruggum sigri Bandaríkjanna

Bandaríkjamenn eru fáum að óvörum komnir í undanúrslit í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna eftir 33 stiga sigur á Ástralíu, 119-86, í átta liða úrslitunum í kvöld. Bandaríkjamenn mæta Argentínu í undanúrslitunum en í hinum leiknum spila Rússar og Spánverjar.

Körfubolti

Draumaliðið marði sigur á Litháen

Bandaríska körfuknattleiksliðið lenti í miklu basli gegn öflugu liði Litháen á Ólympíuleikunum, en sýndu mátt sinn í fjórða leikhlutanum og sigldu þeir fram úr á lokasprettinum og unnu að lokum fimm stiga sigur 99-94.

Körfubolti

Dennis Rodman búinn að skrifa barnabók

Dennis Rodman, meðlimur í frægðarhöll körfuboltans og einn besti frákastari allra tíma í NBA-deildinni í körfubolta, er nú orðinn barnabókarhöfundur. Rodman er búinn að skrifa barnabókina "Dennis the Wild Bull" eða "Vilta nautið Dennis".

Körfubolti

Páll Axel búinn að semja við nýliða Skallagríms

Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Íslandsmeistara Grindavíkur, verður ekki með liðinu á næsta tímabili því hann er búinn að semja við nýliða Skallagríms. Karfan.is segir frá þessu. Páll Axel hefur áður spilað í Borgarnesi en hann skoraði 21,2 stig að meðaltali í níu leikjum með liðinu veturinn 1997 til 1998.

Körfubolti

Kirilenko við það að semja við Minnesota Timberwolves

Rússneski körfuboltamaðurinn Andrei Kirilenko er á leiðinni á ný inn í NBA-deildina í körfubolta samkvæmt bandarískum fjölmiðlum því allt bendir til þess að þessi mikli íþróttamaður sé að ganga frá tveggja ára samningi við Minnesota Timberwolves.

Körfubolti

Carmelo og LeBron í stuði í sigri á Spánverjum

Bandaríska körfuboltalandsliðið sýndi styrk sinn í æfingaleik á móti Spáni í gærkvöldi en Bandaríkjamenn unnu þar öruggan 22 stiga sigur, 100-78, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitaleiknum á síðustu Ólympíuleikum. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir Ólympíuleikana í London.

Körfubolti