Körfubolti

Átta sigrar í röð hjá Keflavík - úrslit kvöldsins

Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík unni bæði góða heimasigra í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann níu stiga sigur á Skallagrími í Toyota-höllinni og Njarðvík vann 31 stigs sigur á KFÍ í Ljónagryfjunni.

Körfubolti

Snæfell náði tveggja stiga forskoti á toppnum

Topplið Snæfells lenti í vandræðum með botnlið Tindastóls í Stykkishólmi í kvöld í 7. umferð Dominos-deild karla í körfubolta en vann að lokum tíu stiga sigur, 86-76. Snæfell hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er með tveggja stiga forskot á toppnum.

Körfubolti

Grindvíkingar stöðvuðu sigurgöngu Stjörnunnar

Íslandsmeistarar Grindavíkur stöðu þriggja leikja sigurgöngu Stjörnunnar i Dominosdeild karla í kvöld með því að vinna Garðbæinga 90-86 í spennuleik í Röstinni í Grindavík. Grindavík og Stjarnan eru því jöfn að stigum í toppbaráttunni þegar sjö umferðir eru búnar en bæði liðin hafa náð í 10 stig af 14 mögulegum.

Körfubolti

Damon Johnson búinn að skipta í Keflavík

Damon S. Johnson, margfaldur Íslandsmeistari með Keflavík, hefur skipt aftur í Keflavík en þetta kemur fram á lista yfir nýjustu félagsskipti á heimasíðu KKÍ. Damon er búinn að vera með íslenskt ríkisfang í áratug en hefur ekki spilað hér á landi síðan tímabilið 2002-2003.

Körfubolti

Magic gagnrýnir ráðningu Mike D'Antoni hjá Lakers

Magic Johnson, einn þekktasti leikmaður NBA deildarinnar fyrr og síðar, gagnrýnir varaforseta LA Lakers harðlega fyrir ráðningu liðsins á Mike D'Antoni. Magic lék með LA Lakers frá árinu 1979-1996 og hann varð fimm sinnum meistari á ferlinum. Magic segir að Jim Buss, varaforseti Lakers, hafi gert afdrifarík mistök að ráða ekki Phil Jackson – sigursælasta þjálfara NBA deildarinnar.

Körfubolti

Meistaralið Miami tapaði í Los Angeles

Boston landaði góðum sigri gegn Utah Jazz á heimavelli, 98-93, þar sem að Paul Pierce skoraði 23 stig. Boston varð fyrir áfalli í leiknum þar sem að leikstjórnandinn Rajon Rondo fór af velli í þriðja leikhluta vegna meiðsla. Rondo snéri sig á hægri ökkla og er ekki vitað hvort meiðsli hans séu alvarleg. Þetta var þriðji sigur Boston í röð.

Körfubolti

KR vann Val í spennuleik

Keflavík er enn ósigrað í Domino's-deild kvenna en heil umferð fór fram í kvöld. KR komst upp í þriðja sætið með naumum sigri á Val, 65-64.

Körfubolti

Hægur bati hjá Nowitzki

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki fór í aðgerð á hné í október og þá var áætlað að hann yrði sex vikur að jafna sig. Nú er liðinn mánuður og leikmaðurinn viðurkennir að batinn sé hægur og hann verði lengur frá.

Körfubolti

NBA deildin malar gull en NFL deildin er langstærst

Rekstur NBA deildarinnar í körfuknattleik gengur vel og David Stern framkvæmdastjóri deildarinnar gerir ráð fyrir að heildarvelta deildarinnar aukist um 20% á þessu keppnistímabili. Heildarvelta NBA deildarinnar fer í fyrsta sinn yfir 5 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur um 645 milljörðum ísl. kr.

Körfubolti

Enn tapar Lakers | Knicks enn ósigrað

Danny Green tryggði San Antonio Spurs nauman sigur á LA Lakers með þriggja stiga körfu níu sekúndum fyrir leikslok. Pau Gasol tók síðasta skot Lakers úr erfiðri stöðu en það dugði ekki til.

Körfubolti

Úrslit Lengjubikarsins verða í Stykkishólmi

Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að úrslit Lengjubikars karla munu fara fram í Stykkishólmi föstudaginn 23. og laugardaginn 24. nóvember næstkomandi. Að venju verða undanúrslitin "Final-Four“ haldin á föstudegi og svo úrslitaleikurinn sjálfur háður á laugardeginum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti

Jackson hissa þegar Lakers réð D'Antoni

Það kom mörgum í opna skjöldu í gær þegar LA Lakers gaf það út að félagið væri búið að semja við Mike D'Antoni um að taka við liðinu. Var þá ekki annað vitað en félagið væri bara að ræða við Phil Jackson um að taka við liðinu í þriðja sinn.

Körfubolti

Miklar breytingar á HM karla í körfubolta

Forráðamenn FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, hafa ákveðið að seinka keppni um eitt ár á Heimsmeistaramótinu sem fram átti að fara árið 2018. Sú keppni fer því fram 2019 en næsta HM er á dagskrá árið 2014 og fer sú keppni fram á Spáni. HM árið 2019 verður einnig undankeppni fyrir Ólympíuleikana sem fram fara árið 2020.

Körfubolti

Harlem Globetrotters kemur til Íslands

Hið heimsfræga sýningar- og skemmtilið Harlem Globetrotters mun halda sannkallaðan fjölskyldudag á Íslandi í maí en þessir körfuboltasnillingar ætla að mæta í Kaplakrika í Hafnarfirði 5. maí 2013.

Körfubolti

D'Antoni tekur við Lakers

LA Lakers er búið að ráða nýjan þjálfara í stað Mike Brown. Það er ekki Phil Jackson, eins og margir vonuðu, heldur er það Mike D'Antoni, fyrrum þjálfari Phoenix og NY Knicks.

Körfubolti

Háspenna í Seljaskóla þegar ÍR lagði Þór Þ. í Lengjubikarnum

Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í körfuknattleik í kvöld og mikil spenna var í þeim. Keflvíkingar unnu nokkuð öruggan sigur á Haukum 90-79 en leikurinn fór fram að Ásvöllum í kvöld. Michael Craion var atkvæðamestur í liði Keflvíkingar og skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Keflavík er í efsta sæti A-riðils.

Körfubolti

Stjörnumenn upp að hlið Snæfells á toppnum

Stjarnan vann 20 stiga sigur á ÍR, 89-69, í Garðabæ í kvöld í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en þetta var þriðji deildarsigur Stjörnumanna í röð og skilar hann liðinu upp að hlið Snæfells á toppi deildarinnar.

Körfubolti

Íslendingaliðin á sigurbraut í sænsku körfunni

Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins unnu bæði góða heimasigra í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall fór létt með botnlið KFUM Nässjö og Norrköping vann á sama tíma tíu stiga sigur á LF Basket.

Körfubolti

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 87 - 70

Góður seinni hálfleikur reyndist nóg í 17 stiga sigri KR á Njarðvík í DHL-höllinni í Dominos deild karla í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu mest náð tíu stiga forskoti í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til KR liðsins í seinni hálfleik.

Körfubolti

Mike Brown rekinn frá Los Angeles Lakers

Mike Brown var í kvöld rekinn sem þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers en Lakers-liðið var aðeins búið að vinna 1 af fyrstu fimm leikjum NBA-tímabilsins auk þess að tapa öllum átta leikjunum á undirbúningstímabilinu.

Körfubolti