Körfubolti

Einar Ingi spáir að Ingi og Benni mætist í úrslitaleik

Það verður körfuboltaveisla í Stykkishólmi í kvöld og á morgun þegar úrslitahelgi Lengjubikarsins fer í fyrsta sinn fram utan suðvesturshornsins. Snæfellingar eru í hlutverki gestgjafans en þeir eiga möguleika á að vinna þessa keppni í þriðja sinn frá 2007.

Körfubolti

NBA: Lakers steinlá á móti Sacramento - fjórir framlengdir í nótt

Los Angeles Lakers tapaði illa á móti Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Fjórir leikir voru framlengdir en Miami Heat, Atlanta Hawks og Indiana Pacers unnu öll sigra í framlengingu auk þess að Oklahoma City Thunder hafði betur í framlengdum toppslag á móti Los Angeles Clippers. New York Knicks tapaði á móti Dallas og San Antonio Spurs vann Boston Celtics.

Körfubolti

Tíundi sigur Keflavíkur í röð

Heil umferð fór fram í Domino's-deild kvenna í kvöld og er Keflavík enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Liðið hafði betur gegn KR á heimavelli í kvöld, 80-73.

Körfubolti

Thomas farinn frá KR

Körfuknattleiksdeild KR hefur sagt upp samningi Bandaríkjamannsins Danero Thomas þar sem hann þótti ekki standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.

Körfubolti

Skoraði 138 stig í nótt og setti NCAA-stigamet

Jack Taylor, leikmaður körfuboltaliðs Grinnell-háskólans, endurskrifaði körfuboltasöguna í nótt þegar hann skoraði 138 stig í 179-104 sigri á Faith Baptist Bible sjólanum í 2. deild bandaríska háskólaboltans. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik í sögu bandaríska háskólaboltans.

Körfubolti

NBA: Kobe sá um að landa sigrinum í fyrsta leik D'Antoni

Kobe Bryant fór mikinn á lokamínútunum þegar Los Angeles Lakers vann fimm stiga sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Mike D'Antoni. New York Knicks og Philadelphia 76ers unnu líka leiki sína í nótt en þá fóru aðeins þrír leikir fram.

Körfubolti

NBA: Los Angeles Clippers vann í San Antonio

Los Angeles Clippers vann San Antonio Spurs í annað skiptið á þessu tímabili í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og að þessu sinni í San Antonio. Denver Nuggets endaði átta leikja sigurgöngu Memphis Grizzlies og Golden State Warriors vann Dallas Mavericks eftir framlengingu.

Körfubolti

Úrslitahelgi í Hólminum í boði í kvöld

Lokaleikir riðlakeppni Lengjubikars karla í körfubolta fara fram í kvöld og þá ræðst hvaða lið komast í lokaúrslitin úr riðlum C og D. Í gær tryggðu Grindavík og Snæfell sér sigur í riðlum A og B. Úrslitahelgin verður síðan í Stykkishólmi um næstu helgi.

Körfubolti

NBA: Kobe Bryant og Kevin Durant báðir með þrefalda tvennu

Kobe Bryant og Kevin Durant sýndu báðir fjölhæfni sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar þeir voru með þrefalda tvennu í sigrum sinna liða. Los Angeles Lakers vann í fjórða sinn í fimm leikjum og það þótt að nýi þjálfarinn Mike D'Antoni hafi frestað komu sinni á bekkinn. New York Knicks og Brooklyn Nets héldu áfram góðu gengi sínu en Boston Celtics tapaði á móti Detroit Pistons.

Körfubolti

Snæfell og Grindavík í undanúrslit

Karlalið Snæfells og Grindavíkur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfuknattleik. Grindavík vann grannaslaginn gegn Keflavík en Snæfell sótti sigur á Ísafjörð gegn KFÍ.

Körfubolti

Þrír sigrar í röð hjá Þórsurum - Smith með 46 stig

Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir upp að hlið Grindavíkur og Stjörnunnar í 2. til 4. sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir níu stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 92-83. Þórsliðið var að vinna sinn þriðja leik í röð þar af annan sigurinn á aðeins þremur dögum því liðið vann KR á heimavelli á miðvikdagskvöldið.

Körfubolti

Helgi Már og Martin kláruðu ÍR-inga í lokin

Helgi Már Magnússon, spilandi þjálfari KR, og hinn ungi Martin Hermannsson voru hetjur sinna manna í fimm stiga sigri á ÍR, 79-74, í Hertz-hellinum í Seljaskóli í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Körfubolti

Snæfellskonur örugglega áfram í bikarnum

Kvennalið Snæfells er komið áfram í átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Fjölni, 76-57, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í sextán liða úrslitunum sem fara fram um helgina.

Körfubolti

Sex sigrar í röð hjá Hlyni og Jakobi

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með því að vinna 16 stiga útisigur á 08 Stockholm Hr í kvöld. Bæði Íslendingaliðin eru í góðum gír í sænsku deildinni því Norrkoping Dolphins vann sinn fjórða leik í röð á sama tíma.

Körfubolti

NBA í nótt: Enn sigrar Knicks

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körubolta í nótt. New York Knicks hefur unnið alla sex leiki sína á tímabilinu en í nótt hafði liðið betur gegn San Antonio Spurs, 104-100.

Körfubolti