Handbolti

Snorri Steinn þurfti að fara í markið

Það hefur vakið athygli á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi að Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, lætur útileikmenn spila í "hlutverki" markmanns þegar íslenska liðið lendir manni færri.

Handbolti

Aron rotaði Rússana

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins gegn Rússum í gær og tryggði Íslandi eins marks sigur í leiknum, 35-34. Bæði mörkin voru stórglæsileg og sigur íslenska liðsins sanngjarn en liðið leiddi lengstum.

Handbolti

Wilbek hefur trú á Norðmönnum

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, hefur trú á því að Danir mæti Norðmönnum í milliriðlinum á EM í handbolta í Danmörku en norska liðið er í riðli með því íslenska á mótinu.

Handbolti

Drengir Patreks skelltu Þjóðverjum

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru í flottu formi í kvöld er þeir mættu Þjóðverjum á fjögurra þjóða æfingamótinu sem fram fer þar um helgina. Ísland vann Rússland í opnunarleik mótsins.

Handbolti

Aron: Gæti notað Róbert meira á vítalínunni

"Þetta sigurmark var algjör snilld. Frábært skot og líka gaman að sjá að það virkaði hjá okkur að vera með mann í vesti í sókninni þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Vísi eftir 35-34 sigur Íslands á Rússlandi í kvöld.

Handbolti

Enn ein meiðslin hjá íslenska landsliðinu - Snorri meiddist á hné

Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Rússum í fyrsta leik liðsins á fjögurra landa æfingamótinu í Þýskalandi en bæði lið eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst 12. janúar næstkomandi. Guðjón Guðmundsson sagði frá enn einum meiðslum íslenska liðsins í fréttum á Bylgjunni.

Handbolti

Skemmtilegt að spila vörn

Framarinn Steinunn Björnsdóttir er besti varnarmaður Olís-deildar kvenna að mati þjálfara deildarinnar. Hún hefur ekki spilað síðan í október vegna meiðsla en ætlar sér að koma sterk til baka í næsta mánuði.

Handbolti

Undir mér komið að sanna mig

Gunnar Steinn Jónsson fékk landsliðskallið langþráða á dögunum er hann var kallaður inn í æfingahópinn fyrir Evrópumótið í Danmörku. Leikstjórnandinn segir undir sér komið að sanna tilverurétt sinn í hópnum.

Handbolti

Aron Rafn: Verið að breyta mér í sænskan markvörð

Aron Rafn Eðvarðsson landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta segist vera á uppleið eftir að hafa átt erfitt uppdráttar fyrstu mánuði sína hjá sænska félaginu GUIF. Gerðar voru breytingar á leikstíl hans sem hafi tekið hann tíma að ná tökum á.

Handbolti

Ólafur Guðmundsson: Ég er 100% núna

"Ég er fullur sjálfstrausts og það gengur vel. Ég þakka það að vera heill heilsu. Ég fór í axlaraðgerð fyrir síðasta tímabil. Ég fór að gera hluti sem ég var ekki vanur að gera og náði ekki að spila minn leik,“ sagði Ólafur Guðmundsson sem er tilbúinn í stórt hlutverk með íslenska handboltalandsliðinu.

Handbolti

Meiddist í fótbolta

Aron Rafn Eðvarðsson var ekki með á æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla í stóru tá hægri fótar. Gömul meiðsli tóku sig upp í fótbolta á æfingu í gær en Aron reiknar ekki með að þetta stoppi hann frá þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Danmörku í janúar.

Handbolti

Fjöldi lykilmanna frá | Óli Gúst ekki með

Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðslavandræði íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem æfir nú fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Danmörku í janúar. Landsliðið var með opna æfingu í hádeginu sem margir lykilmanna gátu ekki tekið þátt í.

Handbolti

Guðjón Valur gæti misst af EM

Aron Kristjánsson segir slæmt ástand á íslenska landsliðshópnum í handbolta en fjölmargir lykilmenn eiga við meiðsli að stríða. Guðjón Valur Sigurðsson gæti misst af Evrópumótinu í Danmörku vegna meiðsla.

Handbolti