Handbolti

Arnór Atlason: Búinn að brosa hringinn eftir æfinguna í dag

Arnór Atlason verður með á EM í Danmörku en það kom endanlega í ljós þegar Aron Kristjánsson tilkynnti EM-hópinn sinn í dag. Arnór hefur verið að glíma við kálfameiðsli en vann kapphlaupið við tímann sem eru miklar gleðifréttir fyrir íslenska handboltalandsliðið.

Handbolti

Guðjón Valur: Ég útiloka aldrei neitt en lofa heldur engu

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur spilað í 39 leikjum í röð á EM og verið inná vellinum í meira en 36 klukkutíma á síðustu sjö Evrópumótum íslenska handboltalandsliðsins. Það ræðst í dag hvort Guðjón Valur verður með á EM í Danmörku.

Handbolti

Dujshebaev tekur við Kielce af Wenta

Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson er að fá nýjan þjálfara hjá Kielce. Bogdan Wenta er hættur með liðið og við starfi hans tekur Talant Dujshebaev, fyrrum þjálfari Ciudad Real.

Handbolti

Flest mörk af hægri vængnum

Íslenska handboltalandsliðið endaði í öðru sæti á æfingamótinu í Þýskalandi. Liðið vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússum og Austurríkismönnum en steinlá síðan á móti Þjóðverjum í úrslitaleiknum í gær.

Handbolti

Aron: Þoldu ekki pressuna að vera á stóra sviðinu

"Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi.

Handbolti

Umfjöllun: Ísland- Þýskaland 24-32 | Strákarnir fengu stóran skell

Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið.

Handbolti

Norðmenn töpuðu líka fyrir Katar

Það gengur ekki vel hjá norska handboltalandsliðinu á æfingamótinu í Frakklandi. Liðið tapaði stórt á móti Dönum í gær og í dag töpuðu Norðmenn með sjö mörkum á móti Katar.

Handbolti

Mikil óvissa um þátttöku Anders Eggert á EM

Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar í aðdraganda EM karla í handbolta. Vinstri hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Anders Eggert eru báðir meiddir á kálfa og óvíst hvort þeir geti spilað á Evrópumótinu sem hefst eftir eina viku.

Handbolti

Danir fóru illa með Norðmenn í kvöld

Danir eru greinilega komnir í EM-gírinn því þeir slátruðu Norðmönnum á æfingamóti í Frakklandi í kvöld. Danska liðið vann þá tólf marka sigur á Norðmönnum, 34-22, eftir að hafa farið illa með norska liðið í seinni hálfleik.

Handbolti