Handbolti

Öruggur sigur hjá Erlingi og Bjarka

Füchse Berlín lenti ekki í neinum vandræðum með Eisenach á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en Füchse vann sex marka sigur, 30-24. Leiknum var nánast lokið í hálfleik því staðan var 20-10 í hálfleik.

Handbolti

Handboltaveisla í Strandgötu í dag

Það verður sannkölluð handboltaveisla í íþróttahúsinu við Strandgötu þegar Flugfélags Íslands deildarbikarinn 2015 fer fram, en fjögur efstu lið Olís-deildar karla og kvenna etja þar kappi.

Handbolti

Tíu mörk frá Antoni í tapi

Anton Rúnarsson fór á kostum í liði TV Emsdetten sem tapaði með tveimur mörkum, 28-26, fyrir HSG Nordhorn-Lingen í þýsku B-deildinni í handbolta í dag.

Handbolti

Fjögur íslensk mörk í tapi Aue

Íslendingarliðið EHV Aue tapaði með tveimur mörkum, 23-21, fyrir Vfl Bad Schwartau í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Fjögur íslensk mörk litu dagsins ljós.

Handbolti

Naumur sigur Löwen á Magdeburg

Rhein-Neckar Löwen komst aftur á sigurbraut með sigri á Magdeburg, 27-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Löwen tapaði illa fyrir Kiel á dögunum, en komu sterkir til leiks í dag og unnu að lokum tveggja marka sigur.

Handbolti

Atli Ævar markahæstur í tapi

Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur hjá Savehof í fjögurra marka tapi, 23-19, gegn Lugi HF í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Guif vann góðan sigur á Skövde í hinum Íslendingarleik dagsins.

Handbolti

Dagur missir enn einn leikmanninn í meiðsli

Staðfest var í dag að Patrick Grötzki myndi missa af EM í handbolta í Póllandi eftir að hafa brotið bein í fæti í leik Löwen og Kiel á dögunum en hann er þriðji leikmaður þýska liðsins sem neyðist til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Handbolti

Haukar flugu áfram í bikarnum

Haukar komust auðveldlega í 8-liða úrslit Coca Cola bikarsins í handknattleik en liðið vann þægilegan sigur á ÍR, 37-29, í DB Schenkerhöllinni.

Handbolti