Handbolti

Patrekur byrjar EM á tapi

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu í handbolta byrjuðu Evrópumótið í Króatíu á tapi gegn Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik B-riðils.

Handbolti

Ólafur: Verður gaman að mæta á æfingu eftir mót

Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur.

Handbolti

Ýmir: Þarf að vera nógu klikkaður

"Ég er svona smám saman að átta mig á þessu eftir að hafa komið inn í höllina og svona,“ segir nýliðinn Ýmir Örn Gíslason sem spilar sinn fyrsta stórmótsleik í kvöld gegn Svíum.

Handbolti

Rúnar: Sjálfstraustið er gott

"Tilfinningin er góð. Hótelið til fyrirmyndar og með internetsambandi. Maturinn þrælfínn og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir stórskyttan Rúnar Kárason sem verður í sviðljósinu gegn Svíum á EM í kvöld.

Handbolti

Arnar Freyr: Öll gagnrýni er frábær

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður í eldlínunni gegn Svíum í kvöld og hann getur ekki beðið. Hann leikur með sænska meistaraliðinu Kristianstad og þekkir marga leikmenn liðsins.

Handbolti

„Höfum oft gert betri liðum grikk“

Þrátt fyrir að hafa fundist frammistaða Íslands gegn Þýskalandi í æfingarleikjunum á dögunum óásættanleg telur Guðjón Árnason, margfaldur Íslands- og bikarmeistari með FH, að Ísland muni sigra Svíþjóð í opnunarleik liðsins á mótinu á morgun.

Handbolti