Erlent

Ný atlaga í næturhúmi í Suður-Líbanon

Ísraelar hafa ráðist til nýrrar atlögu í næturhúminu í Suður-Líbanon með það fyrir augum að reyna að frelsa tvo ísraelska hermenn sem skæruliðasamtökin Hezbollah halda föngnum.

Erlent

Microsoft sektað

Evrópusambandið hefur sektað bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft um 280 milljónir evra, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna.

Erlent

Síðasta geimgangan

Tveir geimfarar úr áhöfn geimferjunnar Discovery brugðu sér í dag í síðustu geimgöngu yfirstandandi leiðangurs.

Erlent

Enn ekki sátt um mexíkósku forsetakosningarnar

Mexíkóski forsetaframbjóðandinn Lopez Obrador, sem beið lægri hlut fyrir Felipe Calderon með aðeins ríflega hálfs prósents mun 2. júlí síðastliðinn, segist nú hafa óhrekjanlegar sannanir á myndbandi fyrir kosningasvindli. Hann hefur nú lagt fram 900 blaðsíðna kæru þar sem ýmislegt ólöglegt athæfi í kosningabaráttunni og á kjördag er tíundað.

Erlent

Indverjar reiðir Pakistönum

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Mumbai á Indlandi í gær, sem kostuðu 183 mannslíf. Samskipti Indverja og Pakistana hafa kólnað vegna ódæðanna.

Erlent

Ófriðarskýin hlaðast upp

Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag.

Erlent

Biðst afsökunar á framkomu sinni í úrslitaleiknum

Franski knattspyrnumaðurinn Zinedine Zidane hefur beðist afsökunar á framferði sínu í úrslitaleiknum á HM um síðustu helgi þegar hann skallaði ítalska varnarmanninn Marco Materazzi og var sendur af velli í sínum síðasta leik. Hann segir Materazzi hafa látið mjög ljót orð falla um fjölskyldu sína. Nánar má lesa um málið á íþróttasíðu Vísis.

Erlent

Hermenn Ísraelshers hafa haldið inn í Líbanon

Hermenn Ísrelshers hafa haldið inn í Líbanon til að frelsa tvo hermenn sem Hizbollah skæruliðar fönguðu við landamærin landsins. Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin segir að sjö ísraleskir hermenn hafi fallið í átökunum.

Erlent

Rumsfeld í heimsókn í Afganistan

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði Afgönsku ríkisstjórnina í gær, um að aukið öryggishlutverk NATO í landinu þýddi ekki að bandaríkjamenn væru að draga sig út úr átökunum þar, eftir fimm ára þáttöku.

Erlent

Loftárás á Gaza í nótt

Að minnsta kosti sex, þarf af tvö börn, létust í loftárás Ísraelsmanna á Gazaborg í nótt. Tuttugu og fjórir særðust í árásinni.

Erlent

Tæp tvö hundruð létu lífið

Sjö sprengjur sprungu í lestarkerfi Bombay (Mumbai), fjölmennustu borgar Indlands, í gær, sem ollu dauða á annað hund­rað manns og særðu um 500 að sögn lögreglustjóra borgarinnar. Utanríkisráðherra kallar árásina „svívirðilegt hryðjuverk“.

Erlent

Einstein átti tíu ástkonur

Margt nýtt hefur komið í ljós varðandi einkalíf Alberts Einstein eftir að Hebreski háskólinn í Jerúsalem hófst handa við að rannsaka gríðarstórt bréfasafn hans, en Einstein var einn af stofnendum skólans.

Erlent

Segjast geta sýnt fram á svik

Vinstrimaðurinn Andrés López Obrador ásakar nú alríkisembættismenn og saksóknara og telur að jafnvel dómarar hafi tekið þátt í kosningasvikum gegn sér fyrr í mánuðinum. Hann sýndi fréttamönnum í gær myndbandsupptöku af manni í Guanajuatofylki, sem var að troða atkvæðaseðlum í kjörkassa í síðustu kosningum.

Erlent

Vildi sprengja hús ráðherra

Danskur hægriöfgamaður og innflytjendaandstæðingur, Julius Børgesen, hefur verið handtekinn. Hann hafði hvatt til þess að heimili innanríkis- og heilbrigðisráðherra Danmerkur yrði sprengt með bensínsprengju.

Erlent

Dúkkur hafa lækningarmátt

Dúkkur og bangsar geta hjálpað Alzheimer-sjúklingum við að hafa samskipti við annað fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem breskir vísindamenn gerðu á hjúkrunarheimili í Newcastle í Bretlandi, Alzheimer-sjúkdómurinn getur valdið því að fólk tapar vitrænum, félagslegum og tilfinningalegum hæfileikum sínum. Engin lækning er til við honum, en hann herjar helst á aldrað fólk.

Erlent

Samningarnir taka sinn tíma

Ali Larijani, aðalsamningamaður Írans í kjarnorkumálum, sagði í gær að það myndi taka langan tíma að komast að samkomulagi í deilu Írans við Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland og fleiri ríki um áform Írana í kjarnorkumálum.

Erlent

Fór óvænt til Afganistans

Donald Rumsfeld varaforseti Bandaríkjanna er sannfærður um að sigur muni vinnast á tali­bönum. Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan þrátt fyrir tilraunir til að draga úr henni.

Erlent

Refsiaðgerðum slegið á frest

Fulltrúar Japana og fastameðlimir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafa komið sér saman um að fresta refsiaðgerðum þeim sem Kenzo Oshima, sendiherra Japans hjá Sameinuðu þjóðunum, lagði til að yrðu settar gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna þeirra, en refsiaðgerðirnar áttumeðal annars að kveða á um viðskiptabann á tæknitengdar vörur.

Erlent

Appelsínubyltingin súrnar

Ný ríkisstjórn er tekin við völdum í Úkraínu, sem kommúnistar og sósíalistar eiga sæti í, en hún er talin hliðholl valdhöfum í Rússlandi

Erlent

Sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum

Vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að rækta sáðfrumur úr stofnfrumum. Ekki er þó þar með sagt að ófrjósemi í körlum heyri héðan í frá sögunni til.

Erlent

Yfir 160 sagðir látnir

Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 160 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim.

Erlent

Yfir 160 manns látnir og tæplega 500 særðir í Mumbai

Talið er að yfir 160 manns hafi látist og tæplega 500 særst í sprengingum í lestakerfi Mumbai á Indlandi fyrr í dag. Komið er í ljós að sprengingarnar voru alls átta en ekki sjö eins og fyrr var talið. Sprengjusérfræðingum tókst að aftengja níundu sprengjuna áður en hún sprakk. Enginn hefur lýst ábyrgð á tilræðinu en öruggt er talið að um hryðjuverk sé að ræða.

Erlent

Haniyeh biðlar til alþjóðasamfélagsins

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, biðlaði í dag til alþjóðasamfélagsins um að koma að friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Óöld hefur geisað þar undanfarnar vikur sem kostað hefur tugir manna lífið og mun fleiri hafa særst.

Erlent

Slóvenar taka upp evruna

Fjármálaráðherra Evrópusambandsins tilkynnti í dag að umsókn Slóveníu um að taka upp evru sem gjaldmiðil hafi verið samþykkt. Slóvenar verða þar með þrettánda þjóðin til að verða aðili að myntbandalagi Evrópu.

Erlent

Rumsfeld í heimsókn í Kabúl

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Kabúl í Afganistan í morgun. Þar hitti hann Hamid Karzai, forseta landsins. Talið er að viðræður þeirra muni að mestu snúast um vaxandi andspyrnu talibana í suðurhluta Afganistan og um áform um að NATO taki við af hersveitum Bandaríkjamanna í suðurhlutanum á næstu vikum.

Erlent

Um hundrað manns látnir eftir sprengingar í Mumbai

Sjö sprengjur sprungu í farþegalestum í borginni Mumbai, sem áður kallaðist Bombay, á Indlandi fyrr í dag. Að sögn lögreglu borgarinnar eru að minnsta kosti 100 manns látnir. Björgunarmenn eru á vettvangi og hafa þeir bjargað tugum manna úr lestunum. Forsætisráðherra Indlands hefur kallað til neyðarfundar. Borgin er fjármálamiðstöð landsins og þar hafa áður verið framin sprengjutilræði. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á tilræðunum en böndin eru talin berast að aðskilnaðarsinnum frá héraðinu Kasmír.

Erlent

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ekki samstíga

Erfiðlega gengur að samræma stefnu innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um hvernig skuli brugðist við eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna. Kínverjar vilja ekki ganga eins langt og Japanar og Bandaríkjamenn innan ráðsins.

Erlent