Erlent

100 liðsmenn Hizbollah drepnir í átökunum

Ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Tyre í suðurhluta Líbanons í dag, þar sem ættingjar fallinna jörðuðu ástvini í bráðabirgðafjöldagröf. Ísraelar tilkynntu í dag að nálægt hundrað liðsmenn Hizbollah hafi verið drepnir í átökunum sem hafa nú staðið í tíu daga.

Erlent

Leiðtogi Rauðu Kmerana látinn

Helsti hugmyndafræðingur Rauðu kmeranna í Kambódíu lést í morgun. Nærri tvær milljónir manna létust úr hungri og vosbúð á meðan ógnarstjórn kmeranna stóð yfir.

Erlent

Ísraelar herða aðgerðir við landamærin.

Ísraelar eru að undirbúa innrás inn í Líbanon af jörðu niðri. Hermönnum við landamærin hefur verið fjölgað til muna og talsmenn hersins segja að til standi að bæta í aðgerðirnar við landamærin.

Erlent

Mikilvægasta verkefni Nató

Framkvæmdastjóri Nató, Jaap de Hoop Scheffer, segir erlenda herliðið í Afganistan ekki hafa efni á því að tapa baráttunni við talibana.

Erlent

Útileikirnir hollir

Nú mega börnin kætast. Ný rannsókn, sem birt er í læknatímaritinu Lancet í dag, bendir nefnilega til að þau eigi að leika sér meira úti.

Erlent

Segir alla í forystusveit Hisbollah óhulta

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah sagði í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpstöðina í dag að enginn í forystusveit samtakanna hefði særst í átökunum. Nasrallah sagði alveg ljóst að ísraelsku hermönnunum yrði ekki skilað nema í skiptum fyrir fanga sem eru í haldi Ísraelsmanna.

Erlent

Bush beitir neitunarvaldi

Bush Bandaríkjaforseti beitti neitunarvaldi í gær til að koma í veg fyrir lög um styrki til stofnfrumurannsókna. Hann hefur ekki beitt neitunarvaldinu áður.

Erlent

Þriðjungur fallinna börn

Þriðjungur þeirra sem fallið hefur í átökum milli Ísraels og Líbanon eru börn. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að deilunni yrði að ljúka strax til að koma í veg fyrir að fleiri saklausir borgarar láti lífið. Hjálparsamtök vara við neyðarástandi meðal flóttamanna sem hafa hrakist frá heimilum sínum í Líbanon

Erlent

Síversnandi ástand hjá hálfri milljón flóttamanna í Líbanon

Hjálparsamtök vara við neyðarástandi meðal flóttamanna sem hafa hrakist frá heimilum sínum í Líbanon. Erfitt reynist að koma hjálpargögnum til þeirra þar sem sprengingar Ísraela hafa nær eyðilagt samgöngukerfið í Suður-Líbanon. Hálf milljón manna hefur flúið heimili sín vegna átakanna í Líbanon undanfarna daga. Margir þeirra hafast nú við í neyðarskýlum, við misgóðan aðbúnað.

Erlent

Meirihluti netsíðna með myndum af ofbeldi hýstar í BNA

Rúmur helmingur allra netsíðna sem innihalda ólöglegar myndir af ofbeldi gegn börnum eru hýstar í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í rannsókn Alþjóðanetsvöktunarstofnunarinnar. Einnig kemur fram í skýrslu stofnunarinnar að netsíður með ólöglegu myndefni eru stundum opnar í allt að fimm ár frá því tilkynnt er um þær til yfirvalda.

Erlent

Kaupum frestað á Orkla media

Breska fjárfestingarfélagið Mecom, sem ætlar að kaupa Orkla Media, sem Dagsbrún hafði áhuga á, fyrr á árinu, virðist ekki geta reitt kaupverðið fram og hefur undirskrift samninga verið frestað dag frá degi frá því um síðustu helgi.

Erlent

Hitabylgja verður mönnum að aldurtila

Hitamet falla nú víða um Evrópu og hefur hitinn orðið nokkrum Evrópubúum að aldurtila. Segja heilbrigðisyfirvöld víða um Evrópu að hitabylgjan nú sé farin að minna á alræmda hitabylgju sumarið 2003 þegar í það minnsta 20 þúsund manns létust í Evrópu af völdum hitaslags og ofþornunar.

Erlent

Segir fjölda morða flokkast undir stríðsglæpi

Mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi morða í Líbanon, Ísrael og Palestínu gæti flokkast undir stríðsglæpi. Erindrekar Sameinuðu þjóðanna leggja nú til að líbanskir hermenn verði sendir til Suður-Líbanons til að freista þess að stöðva bardaga milli skæruliða Hisbollah og ísraelskra hermanna.

Erlent

Spenna eykst á Kóreuskaga

Samskipti milli Norður- og Suður-Kóreu versna dag frá degi vegna deilunnar um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna. Japanar bíða hins vegar átekta.

Erlent

Ísraelar hafa viku til að gera árásir

Ísraelski herinn ætlar sér að eyðileggja allan vígbúnað Hizbollah áður en árásum á Líbanon verður hætt. Evrópuríki eru ósátt við afstöðu Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Líbanons ætlar að krefja Ísrael um skaðabætur.

Erlent