Erlent

Heillaður af Íslandi

Fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada er á Íslandi. Hann segir samskipti Mani­toba og Íslands mikilvæg enda margir íbúar Manitoba ættaðir frá Íslandi.

Erlent

Euan Blair á sjúkrahúsi

Euan Blair, elsti sonur Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, var lagður inn á sjúkrahús vegna kvilla í maga í gær. Euan var í sumarfríi þegar hann veiktist, staddur á eynni Barbados í Karíbahafi ásamt fjölskyldu sinni.

Erlent

Of margir friðargæsluliðar

Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti því yfir í gær að 15.000 friðargæsluliðar væru allt of margir fyrir Suður-Líbanon, en verið er að setja saman þann her manna samkvæmt samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt er 15.000 manna her Líbanons á svæðinu.

Erlent

Flóttamenn í haldi í Taílandi

Taílenska lögreglan handtók á þriðjudag 175 norðurkóreska flóttamenn sem komið höfðu ólöglega til Taílands. Fólkinu verður þó ekki gert að snúa aftur heim, en enn er óljóst hvort það fái að vera áfram í Taílandi.

Erlent

Margir hafa misst heimili sín

Rúmlega 200.000 manns frá norður- og austurhluta Srí Lanka hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka Tamílatígra og stjórnarhersins. Þetta er haft eftir stjórnanda ­Matvæla­áætlunar Sameinuðu þjóðanna, Jeff Taft-Dick, en hann óttast að fjöldi flóttamannanna tvöfaldist fyrir árslok.

Erlent

Fjórir ákærðir

Fjórir ungir menn hafa verið ákærðir í Kaupmannahöfn vegna samsæris um að fremja hryðjuverk á ótilgreindum stað í Evrópu. Mennirnir eru á aldrinum sautján ára til tvítugs og allir múslimar.

Erlent

Kennsl borin á stúlkuna

DNA próf hafa sannað að stúlkan sem fannst fyrr í þessari viku í Austurríki er Natascha Kampusch, stúlka sem hvarf fyrir átta árum síðan, þá tíu ára gömul. Maðurinn sem grunaður er um að hafa haft hana í haldi fyrirfór sér örfáum klukkustundum eftir að lögregla skarst í málið.

Erlent

Ísrael sakað um stríðsglæpi

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Ísraels um að hafa framið stríðsglæpi í nýloknu stríði við Hizbollah-samtökin í Líbanon. Segja talsmenn samtakanna að Ísraelsstjórn hafi brotið alþjóðalög þegar hún lét her sinn eyðileggja brýr, vegi og heimili almennings. Tala látinna óbreyttra borgara, víðtækar skemmdir og yfirlýsingar yfirmanna hersins "bendi til þess að eyðileggingin hafi verið vísvitandi og hluti af hernaðaráætlun".

Erlent

DNA-próf til staðfestingar

Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan, sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag, sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum. Niðurstöður úr DNA-prófi hafa leitt það í ljós.

Erlent

Dómkirkjan í Sánkti Pétursborg skemmist í eldi

Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í dag. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum.

Erlent

ESB leggur til helming friðargæsluliðs

Evrópusambandsríkin leggja til helming hermanna í fimmtán þúsund manna friðargæslulið sem verður sent til Líbanons á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jafn stórt lið líbanskra hermanna verður þar fyrir.

Erlent

Staðfest með DNA-rannsóknum

Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum.

Erlent

Óvanalegt tilboð

Norska lögreglan fékk óvanalegt tilboð á dögunum, frá manni sem situr inni fyrir umfangsmikla ránstilraun þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Fanginn bauð þeim að vísa þeim á felustað tveggja frægustu málverka norskra málara, meðal annars ópsins eftir Munch.

Erlent

Utanríkisráðherrar ESB á neyðarfundi vegna friðargæslu

Mikill þrýstingur er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem funda í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs í Líbanon. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að tilkynna síðar í dag hvaða þjóð muni leiða friðargæsluna.

Erlent

Foreldrarnir ekki í nokkrum vafa

Foreldrar stúlku sem hvarf fyrir átta árum í Austurríki segjast ekki í neinum vafa um að 18 ára stúlka sem fannst í garði nærri Vín í gær sé dóttir þeirra.

Erlent

Flugfarið kostaði 300 þúsund

Sænski ráðherrann Mona Sahlin var ein á lúxusfarrými í flugi frá Svíþjóð til Washington í vor. Flugferðin kostaði sænskan almenning tæplega 300 þúsund íslenskar krónur, að sögn Expressen.

Erlent

Fundin eftir átta ára prísund

Maður á fimmtugsaldri, sem grunaður var um að hafa rænt austurrískri skólastúlku fyrir átta árum og haldið nauðugri heima hjá sér, fyrirfór sér með því að kasta sér fyrir járnbrautarlest í Vínarborg í fyrradag, skömmu eftir að stúlkan komst í hendur lögreglu.

Erlent

Plútó er ekki lengur ein reikistjarnanna

Reikistjörnur sólkerfisins eru orðnar átta talsins, eftir að Plútó var úthýst úr flokki þeirra. Þetta var ákveðið á 2.500 manna þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í gær eftir heitar rökræður. Plútó telst nú dvergreikistjarna.

Erlent

Undirbúa svar öryggisráðs SÞ

Bandarískir ráðamenn eru ásamt evrópskum bandamönnum og fulltrúum fleiri landa, sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að leggja drög að viðbrögðum ráðsins við því sem Bandaríkjastjórn nefnir ófullnægjandi svar Íransstjórnar við kröfum alþjóðasamfélagsins um að hún stöðvi auðgun úrans.

Erlent

Foringi Tígra á að gera tilboð

Ríkisstjórnin á Srí Lanka íhugar nú að taka aftur upp þráðinn í vopnahlésviðræðum við Tamílatígrana. Stjórnin setur sem skilyrði að hinn sjaldséði leiðtogi Tígranna, Prabhakaran, leggi fram skriflegt tilboð þess efnis að Tamílatígrarnir fari fram á frið.

Erlent

Ítrekar forystutilkall Frakka

Frakkar munu senda alls 2.000 hermenn til að taka þátt í alþjóðlega friðargæsluliðinu í Suður-Líbanon, að þeim 400 meðtöldum sem þegar eru þar. Þetta tilkynnti Jaques Chirac Frakklandsforseti í sjónvarpsávarpi í gær.

Erlent

Töldu ekki öll framlög fram

Stjórnmálaflokkum í Bretlandi láðist að telja fram ríflega 41 milljón króna af frjálsum framlögum í kosningasjóði sína vegna kosningabaráttu ársins 2005. Misræmið á uppgefnum og raunverulegum framlögum mun vera til komið vegna nýrra kosningalaga, en yfirmaður kjörstjórnar segir að flokkarnir sýni lögunum ekki nægilega virðingu.

Erlent

Annar maður gaf sig fram

Ungur maður hefur verið handtekinn vegna tilraunar til að sprengja upp lest í Þýskalandi. Jihad Hamad er tvítugur að aldri og gaf sig fram við lögregluna í Líbanon í gær. Hinn maðurinn er árinu eldri og var handtekinn í Kiel í Þýskalandi síðastliðinn laugardag.

Erlent

Gefur sykursjúkum von

Nýtt lyf sem prófað hefur verið í Svíþjóð gefur von um að hægt sé að hægja á þróun insúlínháðrar sykursýki hjá börnum, kemur fram í frétt Svenska Dagbladet.

Erlent

Alcoa sektað fyrir 1.819 brot

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Alcoa um 645 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa brotið lög um loftmengun 1.819 sinnum á tveggja ára tímabili. Dagblaðið Dallas Morning News greindi frá því í gær að Alcoa hafi gert samning við dómsmálaráðuneytið og umhverfisverndarsamtök árið 2003.

Erlent

Nýir starfsmenn lækka í launum

Finnsk-íslenska flugfélagið Finnair ætlar að lækka launin hjá fimm hundruð nýjum starfsmönnum um þrjátíu prósent frá því sem nú er. Þetta kemur fram í vefútgáfu Hufvudstads­bladet.­

Erlent

Fylgi beggja fylkinga nær hnífjafnt

Í nýrri skoðanakönnun mælist fylgi við Jafnaðarmannaflokk Görans Persson forsætisráðherra og samstarfsflokka hans nú í fyrsta sinn frá því í vor meira en fylgi kosningabandalags borgaralegu flokkanna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð 17. september.

Erlent