Erlent Vinstrimaður vann í Chiapas Frambjóðandi stærsta vinstriflokksins í Mexíkó, Juan Sabines, vann kosningar til ríkisstjóra í Chiapas í suðurhluta landsins. Hlaut hann samkvæmt opinberum úrsitum 6.300 fleiri atkvæði en aðalkeppinauturinn, Jose Antonio Aguilar, sem var frambjóðandi borgaralegu flokkanna. Erlent 28.8.2006 04:15 Jafnaðarmenn í kjörfylgi Fylgi við danska Jafnaðarmannaflokkinn mælist nú örlítið meira en flokkurinn fékk í kosningunum í fyrra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Berlingske tidende. Er þetta mjög mikill viðsnúningur frá því í byrjun árs. Þá mældist stuðningur við Jafnaðarmannaflokkinn minni en hann hafði verið í rúm hundrað ár. Erlent 28.8.2006 04:15 Horfur á friði í Úganda Ríkisstjórn Úganda hefur sammælst við Andspyrnuher Drottins um vopnahlé en fylkingarnar hafa borist á banaspjót í ein nítján ár. Talsmaður stjórnarinnar sagði viðbúið að Andspyrnuherinn tilkynnti um hlé á hernaðarátökum af sinni hálfu í síðasta lagi á morgun þriðjudag. Þá tæki vopnahléð gildi. Ríkisstjórnin hafði áður hafnað vopnahlésviðræðum, á þeim grundvelli að Andspyrnuherinn hefði ítrekað brotið gerða samninga. Erlent 28.8.2006 03:00 Ernesto orðinn fellibylur Hitabeltislægðin Ernesto hefur stigmagnast í fyrsta stigs fellibyl. Vindhraði í fellibylnum er orðinn rúmir 34 m/sek. Búist er við að bylurinn nái suð-vestur odda Haítí í kvöld og skelli svo á strönd Kúbu í fyrramálið. Erlent 27.8.2006 20:30 Slapp lifandi undan lest Það þykir ganga kraftaverki næst að 26 ára gamall heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær.Það varð honum til happs að hann lenti milli brautarteina þannig að lestin keyrði ekki beint yfir hann. Erlent 27.8.2006 19:11 Einn lifði flugslysið af Einn komst lífs af þegar flugvél frá Delta flugfélaginu með fimmtíu manns innanborðs hrapaði í Kentucky í Bandaríkjunum í dag. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lexington. Ekkert er sagt benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 27.8.2006 18:58 Flugslys í Kentucky Flugvél frá Delta flugfélaginu með 50 manns innanborðs hrapaði í Kentucy í Bandaríkjunum fyrr í dag. Óstaðfestar fréttir herma að minnsta kosti einn maður hafi komist lífs af í slysinu og er hann sagður mikið slasaður. Erlent 27.8.2006 13:25 Skutu flugskeytum á bíl Reuters-fréttastofunnar Ísraelsher skaut tveimur flugskeytum á brynvarinn bíl Reuters-fréttastofunnar í Gaza-borg í nótt. Fimm særðust, þar af tveir myndatökumenn. Herskár Hamas-liði féll í annarri árás Ísraela skammt frá. Erlent 27.8.2006 13:21 Fréttmenn Fox látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Erlent 27.8.2006 13:13 Starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn. Myndband með mönnunum var birt snemma í morgun, skömmu áður en þeir voru látnir lausir. Erlent 27.8.2006 11:00 Frelsið kostar 2,5 milljónir Hlynur Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem situr í fangelsi í Brasilíu vegna kókaínsmygls, segist hafa fengið tilboð frá lögfræðingi sínum um að hann geti keypt sér frelsi fyrir tæpar 2,5 milljónir króna. „Það er víst hægt að gera allt í þessu landi með peningum,“ segir Hlynur. „Þetta er ekki óalgengt hér, dómarinn myndi þá skrifa undir plagg sem segði að ég hefði afplánað mína refsingu í fylkinu og ég gæti þá fengið að fara heim.“ Erlent 27.8.2006 08:30 Þungavatnsverk-smiðja vígð í Íran Forseti Írans ætlar ekki að hætta við kjarnorkuáætlunina og segir að engri þjóð standi ógn af íranskri kjarnorku. Ísraelskur þingmaður segir þjóð sína þurfa að bregðast við kjarnorkutilburðum Írana. Erlent 27.8.2006 07:45 Vill 3 milljónir punda í bætur Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hefur höfðað mál gegn bresku ríkisstjórninni vegna herts öryggiseftirlits eftir að upp komst um meint hryðjuverk sem fremja átti í háloftunum. Erlent 27.8.2006 07:30 Vopn gerð upptæk í borginni Lögreglan í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, fann í gær vopnabúr í húsi nálægt alþjóðaflugvelli borgarinnar. Sautján manns voru handteknir og segir lögreglan fólkið hafa haft árás í hyggju. Lagt var hald á átta handsprengjur, tvær stærri sprengjur, riffil og skotfæri. Erlent 27.8.2006 07:15 Klasasprengjur í íbúðahverfum Fjöldi lítilla virkra sprengja hefur fundist víðs vegar um Suður-Líbanon, inni í görðum, úti á svölum, leikvöllum og á götum úti. Sprengjurnar eru litlu stærri en gosdósir og vitað er um tvö börn sem hafa látið lífið eftir að hafa leikið sér með þær. Einnig hafa sprengjurnar banað átta fullorðnum og sært tæplega fjörutíu manns, eftir að vopnahléi var komið á og Líbanar sneru aftur heim til sín. Erlent 27.8.2006 06:45 Hjálmhvelfing hrundi í eldi Mikill bruni varð í dómkirkjunni í Pétursborg í gær með þeim afleiðingum að hjálmhvelfing kirkjunnar hrundi í þessari fyrrum höfuðborg Rússlands. Eldurinn kviknaði í miðhvelfingu Kirkju heilagrar þrenningar og hrundi hvelfingin ásamt einni af fjórum minni hvelfingum. Erlent 27.8.2006 06:30 Líbönsk börn snúa aftur til Beirút Sextíu líbönsk börn voru flutt aftur í faðm fjölskyldna sinna í Beirút í dag eftir margra vikna fjarveru. Þau voru flutt á brott eftir að Ísraelsher fór að láta sprengjum rigna yfir suðurhluta landsins. Að vonum var um fagnaðarfundi að ræða. Erlent 26.8.2006 19:45 Óttinn við hryðjuverk í háloftunum eykst Nú berast nær daglega fréttir af því að flugvélum sé beint á aðra lendingarstaði en þeim voru upphaflega ætlaðir vegna þess að ótti um yfirvofandi hryðjuverk hefur vaknað. Yfirleitt hafa farþegar þá í vangá tekið bannaða hluti með sér í handfarangri eða hegðun farþega talin grunsamleg. Óttinn við hryðjuverk í háloftunum truflaði ferðir sjö flugvéla í Bandaríkjunum bæði í innanlands- og millilandaflugi í gær. Erlent 26.8.2006 19:30 Kjarnorkuáætlun Írana ekki ógn við neinu ríki Íransforseti segir kjarnorkuáætlun stjórnvalda þar í landi ekki ógn við nokkuð ríki í heiminum, þar með talið Ísrael. Forsetinn vígði í dag þungvatnsverksmiðju sem mun styðja við kjarnorkuframleiðslu í landinu. Íranar hafa frest til fimmtudags til að hætta auðgun úrans, ellegar grípa vesturveldin til efnahagsþvingana eða beita Írana jafnvel valdi. Erlent 26.8.2006 19:08 Þrír í haldi vegna tilraunar til að sprengja upp lest Þýska lögreglan er með þriðja manninn í haldi tengslum við rannsókn á misheppnaðri sprengjuárás á tvær lestar í tveimur borgum Þýskalands fyrr í mánuðinum. Erlent 26.8.2006 16:14 Vopnahléssamkomulag undirritað í Úganda Stjórnvöld í Úganda og uppreisnarmenn í norður hluta landsins hafa undirritað vopnahléssamkomulag. Það var gert fyrr i dag en fulltrúar þessara stríðandi fylkinga hafa setið sáttafund í Suður-Súdan. Erlent 26.8.2006 14:31 Erlendir ríkisborgara fluttir frá Jaffna Rauði krossinn hefur byrjað að flytja erlenda ríkisborgarar frá Jaffna í norðurhluta Srí Lanka. Margir þeirra hafa verið innlyksa þar vegna átaka milli stjórnarhersins og skæruliða Tamíltígra. Erlent 26.8.2006 14:24 Rútuslys í Suður-Kína Að minnsta kosti sautján létu lífið og þrjátíu og þrír slösuðust þegar rúta skall á flutningabíl í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun. Yfirvöld á svæðinu segja engan hinna slösuðu í lífshættu. Erlent 26.8.2006 14:22 Engin ógn af kjarnorkuáætlun segir Íransforseti Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, vígði í morgun verksmiðju þar sem þungavatns-kjarnaofnar verða notaðir sem hluti að kjarnorkuáætlun Írana. Forsetinn sagði þetta mikilvægan áfanga í áætluninni og lagði áherslu á að þjóðum heims, þar á meðal Ísrael, stafaði ekki ógn af kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran. Erlent 26.8.2006 13:15 Dýnamít í farangrinum Dýnamít og kveikiþræðir fundust í farangri bandarísks háskólanema sem var á leið með flugvél Continental flugfélagsins frá Argentínu til Texas í gær. Erlent 26.8.2006 13:00 Fresturinn liðinn Frestur sem mannræningar á Gaza-svæðinu hafa gefið bandarískum yfirvöldum til að láta palestínska fanga lausa, í skiptum fyrir tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku, rann út í morgun. Frétta- og myndatökumanni Fox var rænt í Gaza-borg 14. ágúst síðastliðinn en myndband af þeim var fyrst birt á miðvikudaginn. Erlent 26.8.2006 12:30 Hlutabréf í Sony lækka í verði vegna innköllunar Hlutabréf í Sony lækkuðu í verði í gær eftir að Apple tölvufyrirtækið innkallaði tæpar tvær milljónir fartölvurafhlaðna. Þetta er í annað sinn á tæpum hálfum mánuði sem það gerist en í síðustu viku innkallaði Dell tölvufyrirtækið rúmar fjórar milljónir rafhlaðna. Forsvarsmenn Sony eru sagðir eiga von á því að þurfa að greiða jafnvirði rúmra tíu milljarða króna vegna innköllunarinnar. Erlent 26.8.2006 11:45 Rannsókn á notkun klasasprengja Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar hvort Ísraelar hafi sprengt klasasprengjur í íbúðarhverfum í Líbanon meðan á átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða stóð þar fyrr í þessum mánuði. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja slíkar sprengjur liggja sem hráviði í rústum húsa, görðum og á götum úti í Suður-Líbanon. Erlent 26.8.2006 11:30 Hús Hamas-liða eyðilagt Ísraelsher gerði í nótt loftárás á heimili háttsetts liðsmanns Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu. Enginn mun hafa fallið í árásinni en tveir vegfarendur særðust lítillega. Erlent 26.8.2006 11:15 Töluverðar skemmdir á dómkirkjunni í Sánkti Pétursborg Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í gær. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi týnt lífi eða slasast í eldinum. Erlent 26.8.2006 11:00 « ‹ ›
Vinstrimaður vann í Chiapas Frambjóðandi stærsta vinstriflokksins í Mexíkó, Juan Sabines, vann kosningar til ríkisstjóra í Chiapas í suðurhluta landsins. Hlaut hann samkvæmt opinberum úrsitum 6.300 fleiri atkvæði en aðalkeppinauturinn, Jose Antonio Aguilar, sem var frambjóðandi borgaralegu flokkanna. Erlent 28.8.2006 04:15
Jafnaðarmenn í kjörfylgi Fylgi við danska Jafnaðarmannaflokkinn mælist nú örlítið meira en flokkurinn fékk í kosningunum í fyrra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Berlingske tidende. Er þetta mjög mikill viðsnúningur frá því í byrjun árs. Þá mældist stuðningur við Jafnaðarmannaflokkinn minni en hann hafði verið í rúm hundrað ár. Erlent 28.8.2006 04:15
Horfur á friði í Úganda Ríkisstjórn Úganda hefur sammælst við Andspyrnuher Drottins um vopnahlé en fylkingarnar hafa borist á banaspjót í ein nítján ár. Talsmaður stjórnarinnar sagði viðbúið að Andspyrnuherinn tilkynnti um hlé á hernaðarátökum af sinni hálfu í síðasta lagi á morgun þriðjudag. Þá tæki vopnahléð gildi. Ríkisstjórnin hafði áður hafnað vopnahlésviðræðum, á þeim grundvelli að Andspyrnuherinn hefði ítrekað brotið gerða samninga. Erlent 28.8.2006 03:00
Ernesto orðinn fellibylur Hitabeltislægðin Ernesto hefur stigmagnast í fyrsta stigs fellibyl. Vindhraði í fellibylnum er orðinn rúmir 34 m/sek. Búist er við að bylurinn nái suð-vestur odda Haítí í kvöld og skelli svo á strönd Kúbu í fyrramálið. Erlent 27.8.2006 20:30
Slapp lifandi undan lest Það þykir ganga kraftaverki næst að 26 ára gamall heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær.Það varð honum til happs að hann lenti milli brautarteina þannig að lestin keyrði ekki beint yfir hann. Erlent 27.8.2006 19:11
Einn lifði flugslysið af Einn komst lífs af þegar flugvél frá Delta flugfélaginu með fimmtíu manns innanborðs hrapaði í Kentucky í Bandaríkjunum í dag. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lexington. Ekkert er sagt benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 27.8.2006 18:58
Flugslys í Kentucky Flugvél frá Delta flugfélaginu með 50 manns innanborðs hrapaði í Kentucy í Bandaríkjunum fyrr í dag. Óstaðfestar fréttir herma að minnsta kosti einn maður hafi komist lífs af í slysinu og er hann sagður mikið slasaður. Erlent 27.8.2006 13:25
Skutu flugskeytum á bíl Reuters-fréttastofunnar Ísraelsher skaut tveimur flugskeytum á brynvarinn bíl Reuters-fréttastofunnar í Gaza-borg í nótt. Fimm særðust, þar af tveir myndatökumenn. Herskár Hamas-liði féll í annarri árás Ísraela skammt frá. Erlent 27.8.2006 13:21
Fréttmenn Fox látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Erlent 27.8.2006 13:13
Starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn. Myndband með mönnunum var birt snemma í morgun, skömmu áður en þeir voru látnir lausir. Erlent 27.8.2006 11:00
Frelsið kostar 2,5 milljónir Hlynur Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem situr í fangelsi í Brasilíu vegna kókaínsmygls, segist hafa fengið tilboð frá lögfræðingi sínum um að hann geti keypt sér frelsi fyrir tæpar 2,5 milljónir króna. „Það er víst hægt að gera allt í þessu landi með peningum,“ segir Hlynur. „Þetta er ekki óalgengt hér, dómarinn myndi þá skrifa undir plagg sem segði að ég hefði afplánað mína refsingu í fylkinu og ég gæti þá fengið að fara heim.“ Erlent 27.8.2006 08:30
Þungavatnsverk-smiðja vígð í Íran Forseti Írans ætlar ekki að hætta við kjarnorkuáætlunina og segir að engri þjóð standi ógn af íranskri kjarnorku. Ísraelskur þingmaður segir þjóð sína þurfa að bregðast við kjarnorkutilburðum Írana. Erlent 27.8.2006 07:45
Vill 3 milljónir punda í bætur Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hefur höfðað mál gegn bresku ríkisstjórninni vegna herts öryggiseftirlits eftir að upp komst um meint hryðjuverk sem fremja átti í háloftunum. Erlent 27.8.2006 07:30
Vopn gerð upptæk í borginni Lögreglan í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, fann í gær vopnabúr í húsi nálægt alþjóðaflugvelli borgarinnar. Sautján manns voru handteknir og segir lögreglan fólkið hafa haft árás í hyggju. Lagt var hald á átta handsprengjur, tvær stærri sprengjur, riffil og skotfæri. Erlent 27.8.2006 07:15
Klasasprengjur í íbúðahverfum Fjöldi lítilla virkra sprengja hefur fundist víðs vegar um Suður-Líbanon, inni í görðum, úti á svölum, leikvöllum og á götum úti. Sprengjurnar eru litlu stærri en gosdósir og vitað er um tvö börn sem hafa látið lífið eftir að hafa leikið sér með þær. Einnig hafa sprengjurnar banað átta fullorðnum og sært tæplega fjörutíu manns, eftir að vopnahléi var komið á og Líbanar sneru aftur heim til sín. Erlent 27.8.2006 06:45
Hjálmhvelfing hrundi í eldi Mikill bruni varð í dómkirkjunni í Pétursborg í gær með þeim afleiðingum að hjálmhvelfing kirkjunnar hrundi í þessari fyrrum höfuðborg Rússlands. Eldurinn kviknaði í miðhvelfingu Kirkju heilagrar þrenningar og hrundi hvelfingin ásamt einni af fjórum minni hvelfingum. Erlent 27.8.2006 06:30
Líbönsk börn snúa aftur til Beirút Sextíu líbönsk börn voru flutt aftur í faðm fjölskyldna sinna í Beirút í dag eftir margra vikna fjarveru. Þau voru flutt á brott eftir að Ísraelsher fór að láta sprengjum rigna yfir suðurhluta landsins. Að vonum var um fagnaðarfundi að ræða. Erlent 26.8.2006 19:45
Óttinn við hryðjuverk í háloftunum eykst Nú berast nær daglega fréttir af því að flugvélum sé beint á aðra lendingarstaði en þeim voru upphaflega ætlaðir vegna þess að ótti um yfirvofandi hryðjuverk hefur vaknað. Yfirleitt hafa farþegar þá í vangá tekið bannaða hluti með sér í handfarangri eða hegðun farþega talin grunsamleg. Óttinn við hryðjuverk í háloftunum truflaði ferðir sjö flugvéla í Bandaríkjunum bæði í innanlands- og millilandaflugi í gær. Erlent 26.8.2006 19:30
Kjarnorkuáætlun Írana ekki ógn við neinu ríki Íransforseti segir kjarnorkuáætlun stjórnvalda þar í landi ekki ógn við nokkuð ríki í heiminum, þar með talið Ísrael. Forsetinn vígði í dag þungvatnsverksmiðju sem mun styðja við kjarnorkuframleiðslu í landinu. Íranar hafa frest til fimmtudags til að hætta auðgun úrans, ellegar grípa vesturveldin til efnahagsþvingana eða beita Írana jafnvel valdi. Erlent 26.8.2006 19:08
Þrír í haldi vegna tilraunar til að sprengja upp lest Þýska lögreglan er með þriðja manninn í haldi tengslum við rannsókn á misheppnaðri sprengjuárás á tvær lestar í tveimur borgum Þýskalands fyrr í mánuðinum. Erlent 26.8.2006 16:14
Vopnahléssamkomulag undirritað í Úganda Stjórnvöld í Úganda og uppreisnarmenn í norður hluta landsins hafa undirritað vopnahléssamkomulag. Það var gert fyrr i dag en fulltrúar þessara stríðandi fylkinga hafa setið sáttafund í Suður-Súdan. Erlent 26.8.2006 14:31
Erlendir ríkisborgara fluttir frá Jaffna Rauði krossinn hefur byrjað að flytja erlenda ríkisborgarar frá Jaffna í norðurhluta Srí Lanka. Margir þeirra hafa verið innlyksa þar vegna átaka milli stjórnarhersins og skæruliða Tamíltígra. Erlent 26.8.2006 14:24
Rútuslys í Suður-Kína Að minnsta kosti sautján létu lífið og þrjátíu og þrír slösuðust þegar rúta skall á flutningabíl í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun. Yfirvöld á svæðinu segja engan hinna slösuðu í lífshættu. Erlent 26.8.2006 14:22
Engin ógn af kjarnorkuáætlun segir Íransforseti Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, vígði í morgun verksmiðju þar sem þungavatns-kjarnaofnar verða notaðir sem hluti að kjarnorkuáætlun Írana. Forsetinn sagði þetta mikilvægan áfanga í áætluninni og lagði áherslu á að þjóðum heims, þar á meðal Ísrael, stafaði ekki ógn af kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran. Erlent 26.8.2006 13:15
Dýnamít í farangrinum Dýnamít og kveikiþræðir fundust í farangri bandarísks háskólanema sem var á leið með flugvél Continental flugfélagsins frá Argentínu til Texas í gær. Erlent 26.8.2006 13:00
Fresturinn liðinn Frestur sem mannræningar á Gaza-svæðinu hafa gefið bandarískum yfirvöldum til að láta palestínska fanga lausa, í skiptum fyrir tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku, rann út í morgun. Frétta- og myndatökumanni Fox var rænt í Gaza-borg 14. ágúst síðastliðinn en myndband af þeim var fyrst birt á miðvikudaginn. Erlent 26.8.2006 12:30
Hlutabréf í Sony lækka í verði vegna innköllunar Hlutabréf í Sony lækkuðu í verði í gær eftir að Apple tölvufyrirtækið innkallaði tæpar tvær milljónir fartölvurafhlaðna. Þetta er í annað sinn á tæpum hálfum mánuði sem það gerist en í síðustu viku innkallaði Dell tölvufyrirtækið rúmar fjórar milljónir rafhlaðna. Forsvarsmenn Sony eru sagðir eiga von á því að þurfa að greiða jafnvirði rúmra tíu milljarða króna vegna innköllunarinnar. Erlent 26.8.2006 11:45
Rannsókn á notkun klasasprengja Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar hvort Ísraelar hafi sprengt klasasprengjur í íbúðarhverfum í Líbanon meðan á átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða stóð þar fyrr í þessum mánuði. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja slíkar sprengjur liggja sem hráviði í rústum húsa, görðum og á götum úti í Suður-Líbanon. Erlent 26.8.2006 11:30
Hús Hamas-liða eyðilagt Ísraelsher gerði í nótt loftárás á heimili háttsetts liðsmanns Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu. Enginn mun hafa fallið í árásinni en tveir vegfarendur særðust lítillega. Erlent 26.8.2006 11:15
Töluverðar skemmdir á dómkirkjunni í Sánkti Pétursborg Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í gær. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi týnt lífi eða slasast í eldinum. Erlent 26.8.2006 11:00