Erlent Kiko Japansprinsessa eignast son Kiko Japansprinsessa eignaðist son í gærkvöldi japönsku þjóðinni til mikillar gleði og keisarafjölskyldunni til talsvers léttis. Sveinbarnið er fyrsti strákurinn sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í 40 ár og slær því á allar áhyggjur um erfingjaskort að keisarakrúnunni en lögum samkvæmt mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina. Erlent 6.9.2006 08:45 Auka álag á sorphirðumenn og bæjarstarfsmenn Danskir sorphirðumenn eru að kikna undan magni fríblaða sem hefur bæst ofan á það sorp sem fyrir var, síðan farið var að bera fríblöðin Dato og 24/7 út á heimili. Einnig segja bæjarstarfsmenn sem sjá um að halda götum og almenningsgörðum hreinum að starf þeirra hafi aukist til muna með tilkomu fríblaðanna, og þetta ástand versni til muna þegar eitthvað hreyfi vind. Deildarstjóri vega- og garðaþjónustu Árhúsa segist ekki hlakka til þegar þriðja fríblaðið bætist svo í hópinn í októberbyrjun. Erlent 6.9.2006 08:30 Ritari Þjóðarflokksins vissi um innbrot flokksmanna Leiðtogi sænska Þjóðarflokksins, Lars Leijonborg, viðurkenndi í gærkvöld að hafa vitað af því á sunnudag að ritari flokksins hefði verið meðvitaður um innbrot flokksmanna inn á lokað netsvæði stjórnarflokks sósíaldemókratanna. Erlent 6.9.2006 08:00 Tókst að koma í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku Lögreglan í Danmörku segir níu unga menn hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Danmörku. Mennirnir voru handteknir í gær en ekki er vitað hvar þeir hugðust láta til skarar skríða. Erlent 6.9.2006 07:30 Friðarsamkomulag hefur verið undirritað Fulltrúi stjórnvalda í Pakistan og einn af leiðtogum herskárra hópa í héraðinu Norður-Waziristan undirrituðu í gær friðarsamkomulag sem vonir standa til að bindi enda á ófrið í héraðinu, sem liggur vestantil í norðurhluta Pakistans, þétt við landamæri Afganistans. Erlent 6.9.2006 07:30 Of margir tilkynna veikindi Bjarne Håkon Hanssen, vinnumálaráðherra Noregs, leitar nú leiða til að draga úr veikindafjarvistum Norðmanna. Mælingar sýna að 7,6 prósent vinnandi manna voru frá vinnu vegna veikinda á fyrsta fjórðungi þessa árs. Erlent 6.9.2006 07:30 Norðlæg vídd í brennidepli Þingmenn frá öllum ellefu aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins sátu fyrstu daga vikunnar á rökstólum í Reykjavík. Þeir ræddu meðal annars um áherslur svonefndar Norðlægrar víddar Evrópusambandsins. Erlent 6.9.2006 07:00 Tony Blair hætti með reisn Minnismiða ráðgjafa Tonys Blair var lekið til fjölmiðla í gær og á sama tíma fréttist af undirskriftasöfnun þingflokksmanna hans, en 38 þeirra munu hafa skrifað undir plagg þess efnis að forsætisráðherrann segi af sér. Að auki er haft eftir einum ráðherra hans, David Miliband, að það væri viðurkennd speki að Blair segði af sér innan eins árs. Á miðanum og á listanum mun undirstrikað mikilvægi þess að hann hætti með reisn. Erlent 6.9.2006 07:00 Feðraorlof treystir hjónabandið Það kemur víst fáum á óvart að karlmenn sem taka sér fæðingarorlof eru almennt séð betri feður, en hitt vita færri, að lengri feðraorlof leiða til traustari hjónabanda. Þetta kemur fram í nýrri danskri rannsókn sem Franz Cybulski stóð fyrir við háskólann í Hróarskeldu og fjallað er um á fréttavef Politiken. Erlent 6.9.2006 07:00 Lét maura bíta fót konu sinnar Maður hefur verið handtekinn fyrir að berja konu sína í höfuðið og halda síðan öðrum fótlegg hennar yfir bitmaurabúi, svo hún var bitin um eitt hundrað sinnum. Mildi var að önnur kona átti leið hjá og kom að hjónunum. Karlinn lagði þá á flótta. Konan mun hafa farið fram á skilnað við eiginmann sinn og hann brugðist svona við. Erlent 6.9.2006 06:45 Má hlera síma blaðamanna Hollensku leyniþjónustunni er heimilt að hlera síma blaðamanna en eingöngu þegar öryggi þjóðarinnar er ógnað, samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls í Haag. BBC greinir frá þessu. Erlent 6.9.2006 06:30 Calderón næsti forseti Mexíkó Kjördómstólar í Mexíkó úrskurðuðu í gær að Felipe Calderón væri sannlega sigurvegari forsetakosninganna, sem fram fóru í júlímánuði. Erlent 6.9.2006 06:30 Olíuforði BNA stækkar Niðurstöður úr tilraunaborunum í Mexíkóflóa benda til þess að gríðarlegt magn af olíu og fljótandi gasi sé þar að finna. Bandaríska olíufyrirtækið Chevron, eitt þriggja fyrirtækja sem lét gera boranirnar, segir að þar sé að finna 3-15 þúsund milljón tunnur af olíu og fljótandi gasi, sem jafnast á við allt að helming núverandi olíuforða Bandaríkjanna. Erlent 6.9.2006 06:15 Gildi lýðræðis og mannréttinda fest í sessi Erlent 6.9.2006 06:00 Al-Kaída úr brennidepli Ný skýrsla Hvíta hússins um "stríðið gegn hryðjuverkum" mælir með því að sjónum eftirlitsstofnana verði beint frá al-Kaída hryðjuverkanetinu og að litlum sjálfstæðum hópum og einstaklingum. Erlent 6.9.2006 06:00 Stjórnarskrá Finna endurskoðuð 1919: Fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda Finnlands tekur gildi. Í henni er kveðið á um tiltölulega valdamikinn forseta en jafnframt að þingið sé grundvallarstofnun stjórnskipunarinnar. Á fjórða áratugnum var þingið veikt vegna innbyrðis átaka og forsetinn stjórnaði í auknum mæli með tilskipunum. Erlent 6.9.2006 05:45 Nikótínið aukið um tíu prósent Nikótínið í bandarískum sígarettum hefur verið aukið um tíu prósent á síðustu sex árum. Þar af leiðandi ánetjast fólk fyrr reykingum og erfiðara er fyrir það að hætta. Erlent 6.9.2006 05:30 Græna hvelfingin opnuð á ný Græna hvelfingin, sögufræg salarkynni í höll í Dresden sem geymdu rómað safn gersema frá barokktímanum, hefur verið opnað á ný, rúmlega sextíu árum eftir eyðileggingu heimsstyrjaldarinnar síðari. Gersemarnar varðveittust flestar þótt höllin hafi verið lögð í rúst, enda var þeim komið fyrir á öruggum stað á stríðsárunum. Erlent 6.9.2006 05:00 Sagði upp vegna njósnamáls Johan Jakobsson, framkvæmdastjóri sænska Þjóðarflokksins, sagði upp störfum í gær í kjölfar þess að upp komst um tölvunjósnir sem ungliði úr flokknum viðurkenndi að hafa stundað. Ungliðinn hafði brotist inn í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins. Erlent 6.9.2006 04:00 Kastró er átján kílóum léttari "Ögurstundin er að baki," segir Fídel Kastró í nýrri yfirlýsingu sem kúbverska blaðið Granma birti í gær. Vegna aðgerðar í júlímánuði sá forsetinn sig knúinn til að fela bróður sínum stjórnartaumana og hefur enn ekki tekið við völdum á nýjan leik. Erlent 6.9.2006 04:00 Dauðastríð krókódílafangarans til á myndbandi Dauðastríð ástralska krókódílamannsins Steve Irwin var kvikmyndað og er spólan nú í höndum yfirvald í Queensland þar sem hann lést við köfun en skata stakk hann´i hjartastað þar sem verið var að taka upp þátt um hættulegustu dýr í heimi. Erlent 5.9.2006 23:30 Blair sagður hætta næsta sumar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun segja af sér embætti næsta sumar að sögn heimildarmanna breska götublaðsins The Sun. Að sögn blaðsins mun Blair hætta sem formaður Verkamannaflokksins 31. maí á næsta ári og segja af sér sem forsætisráðherra tæpum tveimur mánuðum síðar eða 26. júlí. Erlent 5.9.2006 23:15 Tyrkir senda hermenn til Líbanons Tyrkneska þingið samþykkti í dag að senda nokkur hundruð hermenn til Líbanons til liðs við friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Múslimar í Tyrklandi eru þessu andvígir og óttast að liðið þjóni aðeins hagsmunum Ísraela og Bandaríkjamanna. Erlent 5.9.2006 23:00 Mannskæðar árásir á Gaza Óttast er að nokkuð mannfall hafi orðið þegar bílsprengja sprakk á Gaza-svæðinu í kvöld. Ekki liggur fyrir hve margir féllu í árásinni. Erlent 5.9.2006 22:52 Calderon réttkjörinn forseti Mexíkó Sérskipaður dómstóll í Mexíkó úrskurðaðið í dag að Felipe Calderon, frambjóðandi hægrimanna, væri réttkjörinn forseti landsins. Ætla má að vinstrimenn sætti sig ekki við þessa niðurstöðu enda hefur frambjóðandi þeirra sagt kosningasvik hafa tryggt Calderon sigur. Erlent 5.9.2006 22:48 Níu grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Danmörku Danska lögreglan handtók í nótt níu menn, grunaða um skipulagningu hryðjuverka. Sjö þeirra búa í Vollsmose, einu úthverfa Óðinsvéa, þar sem meirihluti íbúanna er af erlendum uppruna. Flestir hinna handteknu eru þó danskir ríkisborgarar. Erlent 5.9.2006 18:40 Enn barist á Srí Lanka Enn kom til átaka mili stjórnarhermanna og uppreisnarmanna Tamíltígra í austurhluta Srí Lanka í dag. Að minnsta kosti einn hermaður féll og þrettán særðust. Erlent 5.9.2006 16:45 Átta ára fangelsi fyrir aðild að árásum á Balí Dómstóll á Indónesíu dæmdi í dag þrítugan mann, Abdul Aziz, í átta ára fangelsi fyrir þátt hans í sprengjuárásunum á Balí í október í fyrra. Erlent 5.9.2006 16:17 Telur Breta verða farna frá Írak í lok árs 2007 Jalal Talabani, forseti Íraks, telur að allir breskir hermenn verði farnir heim frá Írak í lok næsta árs. Þessu lýsti hann yfir eftir fund með Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í dag. Erlent 5.9.2006 14:30 Mesta hætta sem Dönum hafi stafað af hryðjuverkum Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir undirbúning hryðjuverka í landinu sem greint var frá í morgun mestu hættu sem Dönum hafi stafað af hryðjuverkum til þessa. Erlent 5.9.2006 14:00 « ‹ ›
Kiko Japansprinsessa eignast son Kiko Japansprinsessa eignaðist son í gærkvöldi japönsku þjóðinni til mikillar gleði og keisarafjölskyldunni til talsvers léttis. Sveinbarnið er fyrsti strákurinn sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í 40 ár og slær því á allar áhyggjur um erfingjaskort að keisarakrúnunni en lögum samkvæmt mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina. Erlent 6.9.2006 08:45
Auka álag á sorphirðumenn og bæjarstarfsmenn Danskir sorphirðumenn eru að kikna undan magni fríblaða sem hefur bæst ofan á það sorp sem fyrir var, síðan farið var að bera fríblöðin Dato og 24/7 út á heimili. Einnig segja bæjarstarfsmenn sem sjá um að halda götum og almenningsgörðum hreinum að starf þeirra hafi aukist til muna með tilkomu fríblaðanna, og þetta ástand versni til muna þegar eitthvað hreyfi vind. Deildarstjóri vega- og garðaþjónustu Árhúsa segist ekki hlakka til þegar þriðja fríblaðið bætist svo í hópinn í októberbyrjun. Erlent 6.9.2006 08:30
Ritari Þjóðarflokksins vissi um innbrot flokksmanna Leiðtogi sænska Þjóðarflokksins, Lars Leijonborg, viðurkenndi í gærkvöld að hafa vitað af því á sunnudag að ritari flokksins hefði verið meðvitaður um innbrot flokksmanna inn á lokað netsvæði stjórnarflokks sósíaldemókratanna. Erlent 6.9.2006 08:00
Tókst að koma í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku Lögreglan í Danmörku segir níu unga menn hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Danmörku. Mennirnir voru handteknir í gær en ekki er vitað hvar þeir hugðust láta til skarar skríða. Erlent 6.9.2006 07:30
Friðarsamkomulag hefur verið undirritað Fulltrúi stjórnvalda í Pakistan og einn af leiðtogum herskárra hópa í héraðinu Norður-Waziristan undirrituðu í gær friðarsamkomulag sem vonir standa til að bindi enda á ófrið í héraðinu, sem liggur vestantil í norðurhluta Pakistans, þétt við landamæri Afganistans. Erlent 6.9.2006 07:30
Of margir tilkynna veikindi Bjarne Håkon Hanssen, vinnumálaráðherra Noregs, leitar nú leiða til að draga úr veikindafjarvistum Norðmanna. Mælingar sýna að 7,6 prósent vinnandi manna voru frá vinnu vegna veikinda á fyrsta fjórðungi þessa árs. Erlent 6.9.2006 07:30
Norðlæg vídd í brennidepli Þingmenn frá öllum ellefu aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins sátu fyrstu daga vikunnar á rökstólum í Reykjavík. Þeir ræddu meðal annars um áherslur svonefndar Norðlægrar víddar Evrópusambandsins. Erlent 6.9.2006 07:00
Tony Blair hætti með reisn Minnismiða ráðgjafa Tonys Blair var lekið til fjölmiðla í gær og á sama tíma fréttist af undirskriftasöfnun þingflokksmanna hans, en 38 þeirra munu hafa skrifað undir plagg þess efnis að forsætisráðherrann segi af sér. Að auki er haft eftir einum ráðherra hans, David Miliband, að það væri viðurkennd speki að Blair segði af sér innan eins árs. Á miðanum og á listanum mun undirstrikað mikilvægi þess að hann hætti með reisn. Erlent 6.9.2006 07:00
Feðraorlof treystir hjónabandið Það kemur víst fáum á óvart að karlmenn sem taka sér fæðingarorlof eru almennt séð betri feður, en hitt vita færri, að lengri feðraorlof leiða til traustari hjónabanda. Þetta kemur fram í nýrri danskri rannsókn sem Franz Cybulski stóð fyrir við háskólann í Hróarskeldu og fjallað er um á fréttavef Politiken. Erlent 6.9.2006 07:00
Lét maura bíta fót konu sinnar Maður hefur verið handtekinn fyrir að berja konu sína í höfuðið og halda síðan öðrum fótlegg hennar yfir bitmaurabúi, svo hún var bitin um eitt hundrað sinnum. Mildi var að önnur kona átti leið hjá og kom að hjónunum. Karlinn lagði þá á flótta. Konan mun hafa farið fram á skilnað við eiginmann sinn og hann brugðist svona við. Erlent 6.9.2006 06:45
Má hlera síma blaðamanna Hollensku leyniþjónustunni er heimilt að hlera síma blaðamanna en eingöngu þegar öryggi þjóðarinnar er ógnað, samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls í Haag. BBC greinir frá þessu. Erlent 6.9.2006 06:30
Calderón næsti forseti Mexíkó Kjördómstólar í Mexíkó úrskurðuðu í gær að Felipe Calderón væri sannlega sigurvegari forsetakosninganna, sem fram fóru í júlímánuði. Erlent 6.9.2006 06:30
Olíuforði BNA stækkar Niðurstöður úr tilraunaborunum í Mexíkóflóa benda til þess að gríðarlegt magn af olíu og fljótandi gasi sé þar að finna. Bandaríska olíufyrirtækið Chevron, eitt þriggja fyrirtækja sem lét gera boranirnar, segir að þar sé að finna 3-15 þúsund milljón tunnur af olíu og fljótandi gasi, sem jafnast á við allt að helming núverandi olíuforða Bandaríkjanna. Erlent 6.9.2006 06:15
Al-Kaída úr brennidepli Ný skýrsla Hvíta hússins um "stríðið gegn hryðjuverkum" mælir með því að sjónum eftirlitsstofnana verði beint frá al-Kaída hryðjuverkanetinu og að litlum sjálfstæðum hópum og einstaklingum. Erlent 6.9.2006 06:00
Stjórnarskrá Finna endurskoðuð 1919: Fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda Finnlands tekur gildi. Í henni er kveðið á um tiltölulega valdamikinn forseta en jafnframt að þingið sé grundvallarstofnun stjórnskipunarinnar. Á fjórða áratugnum var þingið veikt vegna innbyrðis átaka og forsetinn stjórnaði í auknum mæli með tilskipunum. Erlent 6.9.2006 05:45
Nikótínið aukið um tíu prósent Nikótínið í bandarískum sígarettum hefur verið aukið um tíu prósent á síðustu sex árum. Þar af leiðandi ánetjast fólk fyrr reykingum og erfiðara er fyrir það að hætta. Erlent 6.9.2006 05:30
Græna hvelfingin opnuð á ný Græna hvelfingin, sögufræg salarkynni í höll í Dresden sem geymdu rómað safn gersema frá barokktímanum, hefur verið opnað á ný, rúmlega sextíu árum eftir eyðileggingu heimsstyrjaldarinnar síðari. Gersemarnar varðveittust flestar þótt höllin hafi verið lögð í rúst, enda var þeim komið fyrir á öruggum stað á stríðsárunum. Erlent 6.9.2006 05:00
Sagði upp vegna njósnamáls Johan Jakobsson, framkvæmdastjóri sænska Þjóðarflokksins, sagði upp störfum í gær í kjölfar þess að upp komst um tölvunjósnir sem ungliði úr flokknum viðurkenndi að hafa stundað. Ungliðinn hafði brotist inn í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins. Erlent 6.9.2006 04:00
Kastró er átján kílóum léttari "Ögurstundin er að baki," segir Fídel Kastró í nýrri yfirlýsingu sem kúbverska blaðið Granma birti í gær. Vegna aðgerðar í júlímánuði sá forsetinn sig knúinn til að fela bróður sínum stjórnartaumana og hefur enn ekki tekið við völdum á nýjan leik. Erlent 6.9.2006 04:00
Dauðastríð krókódílafangarans til á myndbandi Dauðastríð ástralska krókódílamannsins Steve Irwin var kvikmyndað og er spólan nú í höndum yfirvald í Queensland þar sem hann lést við köfun en skata stakk hann´i hjartastað þar sem verið var að taka upp þátt um hættulegustu dýr í heimi. Erlent 5.9.2006 23:30
Blair sagður hætta næsta sumar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun segja af sér embætti næsta sumar að sögn heimildarmanna breska götublaðsins The Sun. Að sögn blaðsins mun Blair hætta sem formaður Verkamannaflokksins 31. maí á næsta ári og segja af sér sem forsætisráðherra tæpum tveimur mánuðum síðar eða 26. júlí. Erlent 5.9.2006 23:15
Tyrkir senda hermenn til Líbanons Tyrkneska þingið samþykkti í dag að senda nokkur hundruð hermenn til Líbanons til liðs við friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Múslimar í Tyrklandi eru þessu andvígir og óttast að liðið þjóni aðeins hagsmunum Ísraela og Bandaríkjamanna. Erlent 5.9.2006 23:00
Mannskæðar árásir á Gaza Óttast er að nokkuð mannfall hafi orðið þegar bílsprengja sprakk á Gaza-svæðinu í kvöld. Ekki liggur fyrir hve margir féllu í árásinni. Erlent 5.9.2006 22:52
Calderon réttkjörinn forseti Mexíkó Sérskipaður dómstóll í Mexíkó úrskurðaðið í dag að Felipe Calderon, frambjóðandi hægrimanna, væri réttkjörinn forseti landsins. Ætla má að vinstrimenn sætti sig ekki við þessa niðurstöðu enda hefur frambjóðandi þeirra sagt kosningasvik hafa tryggt Calderon sigur. Erlent 5.9.2006 22:48
Níu grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Danmörku Danska lögreglan handtók í nótt níu menn, grunaða um skipulagningu hryðjuverka. Sjö þeirra búa í Vollsmose, einu úthverfa Óðinsvéa, þar sem meirihluti íbúanna er af erlendum uppruna. Flestir hinna handteknu eru þó danskir ríkisborgarar. Erlent 5.9.2006 18:40
Enn barist á Srí Lanka Enn kom til átaka mili stjórnarhermanna og uppreisnarmanna Tamíltígra í austurhluta Srí Lanka í dag. Að minnsta kosti einn hermaður féll og þrettán særðust. Erlent 5.9.2006 16:45
Átta ára fangelsi fyrir aðild að árásum á Balí Dómstóll á Indónesíu dæmdi í dag þrítugan mann, Abdul Aziz, í átta ára fangelsi fyrir þátt hans í sprengjuárásunum á Balí í október í fyrra. Erlent 5.9.2006 16:17
Telur Breta verða farna frá Írak í lok árs 2007 Jalal Talabani, forseti Íraks, telur að allir breskir hermenn verði farnir heim frá Írak í lok næsta árs. Þessu lýsti hann yfir eftir fund með Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í dag. Erlent 5.9.2006 14:30
Mesta hætta sem Dönum hafi stafað af hryðjuverkum Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir undirbúning hryðjuverka í landinu sem greint var frá í morgun mestu hættu sem Dönum hafi stafað af hryðjuverkum til þessa. Erlent 5.9.2006 14:00