Erlent

Kjarnakljúfi lokað í Noregi

Loka þurfti litlum kjarnakljúfi í Noregi aðfaranótt laugardags, þegar aðvörunarbjöllur fóru í gang vegna leka. Vart varð við aukna geislun í klefa sem kjarnakljúfurinn, sem notaður er til rannsókna, er í og slokknaði þá sjálfkrafa á honum.

Erlent

Olmert vill fund með Abbas

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist tilbúinn til formlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Olmert tilkynnti þetta að loknum fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem fór fram í Jerúsalem í gær.

Erlent

Var minnst í skriðdýragarði

Jarðarför krókódílafangarans Steves Irwin, sem lést eftir að hafa fengið brodd úr hala stingskötu í hjartastað á mánudaginn, verður haldin í kyrrþey á næstu dögum að sögn umboðsmanns Irwins.

Erlent

Prestur hótar Madonnu

Hollenskur prestur hefur viðurkennt að hafa staðið fyrir sprengjugabbi í síma í tilraun til að koma í veg fyrir tónleika bandarísku söngkonunnar Madonnu. Presturinn notaði heimilissímann og var því handtekinn fljótlega.

Erlent

Stal sokkum af konu í hjólastól

Sænskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa veist að konu í hjólastól og haft á brott með sér skó hennar og sokka. Hann er grunaður um að hafa ráðist á fleiri fatlaðar konur og stolið af þeim sokkunum. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter.

Erlent

Fleiri einhleypa ferðamenn

Ferðamálaráð Kaupmannahafnar hyggst hrinda af stað átaki til að fjölga einhleypum ferðamönnum í borginni. Segir talsmaður ráðsins í viðtali við Politiken í gær að einhleypt fólk ferðist minna en þeir sem eru lofaðir, þar sem þeir hafi engan til að upplifa ferðalagið með.

Erlent

Fundu ekki eistu í stúlku

Læknir í Umeå í Svíþjóð gerði þau hrapallegu mistök nýlega að skera upp fjórtán ára stúlku til að fjarlægja eistu hennar. Í uppskurðinum fundust engin eistu í líkamanum. Sjúklingurinn reyndist ósköp venjuleg stúlka, að sögn vefútgáfu Dagens Nyheter.

Erlent

Tveir glæpir framdir 11. september 2001

Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin þann 11. september 2001. Mörg þúsund almennir borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðstrúar. Þetta segir Mohammad Khatami, fyrrverandi Íransforseti, sem er í heimsókn í Bandaríkjunum.

Erlent

Fjögurra námamanna enn saknað

Átta rússneskir námamenn voru fegnir frelsinu þegar þeim var bjargað úr prísund sinni, tæplega fimm hundruð metrum ofan í gullnámu í Síberíu. Þar festust þeir þegar eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn. Tuttugu og einn vinnufélagi þeirra eru látinn og fjögurra er enn saknað.

Erlent

Olmert vill ræða við Abbas

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, er tilbúinn til formlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Ísraelskir fjölmiðlar segja Olmert hafa greint frá þessu á fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Jerúsalem síðdegis.

Erlent

Blair í Ísrael

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins.

Erlent

Atlantis skotið á loft

Geimferjunni Atlantis var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hafði frestað geimskotinu nokkrum sinnum. Hefði ekki verið hægt að skjóta Atlantis á loft í dag hefði þurft að bíða fram í október.

Erlent

Blair hvetur til einingar

Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan fundarstað í Lundúnum í morgun. Þar inni flutti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sína fyrstu ræðu eftir að hann tilkynnti fyrir helgi að hann myndi víkja sem formaður Verkamannaflokksins og forsætisráðherra innan árs.

Erlent

Ringulreið í Írak

Töluverð ringulreið skapaðist þegar bílsprengja sprakk nálægt mosku sjía í Haswan, fimmtíu kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Engan sakaði í sprengingunni sjálfri en þegar vegfarendur þustu að skall sprengja úr sprengjuvörpu nærri mannfjöldanum.

Erlent

Varð sem lömuð þegar hún reyndi að flýja

Tvær og hálf vika eru nú liðnar frá því Natascha Kampusch strauk frá ræningja sínum, Wolfgang Priklopil, eftir átta og hálft ár í nánast algerri einangrun. Viðtölin sem birtust nú í vikunni, bæði í austurríska ríkissjónvarpinu og tveimur austurrískum blöðum, hafa vakið gríðarmikla athygli um heim allan.

Erlent

Sjálfsmorðssprenging í Kabúl

Ökumaður keyrði að bílalest hermanna í íbúðahverfi í Kabúl í gær og sprengdi sjálfan sig í loft upp með þeim afleiðingum að minnst sextán aðrir létu lífið og 29 særðust. Þetta er skæðasta sjálfsmorðsárás í Kabúl síðan talibönum var komið frá völdum árið 2001. Hershöfðingi Breta í Afganistan sagði í gær að átökin í landinu væru orðin ofsafengnari en í Írak.

Erlent

Birtir skírnarnöfn homma

Dagblað í Úganda er byrjað að birta lista með skírnarnöfnum og starfsheitum meintra homma í landinu. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Úganda og Mannréttindavaktin í New York óttast að stjórnvöld sjái sér leik á borði með áframhaldandi birtingu nafna og hrindi herferð gegn hommum í framkvæmd. Nú þegar hafa nöfn 45 manna verið birt.

Erlent

Hafnarbanni aflétt í gær

Ísraelsmenn staðfestu í gær að hafnarbanni hefði verið aflétt af Líbanon og að strandlengja landsins væri í umsjá Sameinuðu þjóðanna. Embættismaður Ísraelsmanna sagði að tafir hefðu orðið á afléttingu bannsins vegna þess að ekki hefði verið vitað hvaða þjóð það yrði sem tæki við gæsluhlutverkinu.

Erlent

Talaði um blóðheita latínóa

Upptaka með ummælum ríkisstjóra Kaliforníu hefur vakið athygli í Bandaríkjunum. Á henni heyrist Arnold Schwarzenegger lýsa Kúbverjum og Púertó Ríkó-mönnum sem sérlega blóðheitu og herskáu fólki, vegna blöndu „svarts blóðs“, og „blóðs latínóa“, en latínóar eru menn af rómönsk-amerísku bergi brotnir og svarta blóðið vísar til blökkumanna.

Erlent

Gaza-svæðið minnir helst á fangelsi

Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu valda þjáningu og angist íbúa þar, fremur en að skapa vilja til sátta og samninga. Alþjóðlegar refsiaðgerðir einangra Palestínumenn og eru að ganga af efnahag svæðisins dauðum, að mati Karen Abuzayd, eins yfirmanna neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Abuzayd óttast einnig að flestar stoðir samfélagsins séu við það að bresta og segir brýna þörf fyrir alþjóðlegt gæslulið til verndar Palestínumönnum.

Erlent

Helfararmyndir í dönsku blaði

Nokkrar skopmyndanna af helför gyðinga, sem gerðar voru eftir að ráðamenn í Íran efndu til samkeppni um þær, hafa verið birtar í danska blaðinu Information. Myndirnar líkja bágbornum aðstæðum Palestínumanna við helförina og áttu að vera mótvægi við teikningarnar af Múhameð spámanni, en um fimmtíu manns létu lífið vegna fársins sem þær vöktu víða um heim.

Erlent

Tyrkir fái ekki aðild að ESB

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, sem gæti orðið forseti Frakklands innan skamms, kynnti í gær hugmyndir sínar um róttækar breytingar á Evrópusambandinu.

Erlent

Tengdist ekki al-Kaída

Öldungadeild Bandaríkjanna birti í gær skýrslu frá leyniþjónustunni CIA þar sem staðfest er að ríkisstjórn Saddams Hussein hafði engin tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída, þvert ofan í það sem bandarísk stjórnvöld héldu fram þegar þau færðu rök fyrir nauðsyn þess að fara í stríð gegn Írak.

Erlent

Pyntingarklefar nálægt Bagdad

Thomas Turner, næstráðandi hersveita Bandaríkjamanna í Írak, upplýsti í gær að nokkrir pyntingarklefar hefðu fundist norðaustur af Bagdad. Klefarnir eru um 3,6 fermetrar hver og í þeim fundust hlekkir, sem festir voru við veggina, barefli og annað sem bendir til pyntinga.

Erlent

Annar hver Svíi býst við sigri borgaralegra

Helmingur sænskra kjósenda reiknar með sigri borgaralegu flokkanna í þingkosningunum sem fara fram um næstu helgi. Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, varði orðstír flokks síns í sjónvarpsyfirheyrslu í fyrrakvöld.

Erlent

Flug- og hafnbanni aflétt

Ísraelar hafa aflétt bæði flug- og hafnbanni í Líbanon en það hefur verið í gildi frá því átök milli ísraelskra hermanna og skæruliða Hizbollah hófust í suðurhluta landsins í júlí. Flugbanninu var aflétt í gær en Ísraelar vildu bíða með að aflétta hafnbanninu þar til floti á vegum friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna væri kominn á svæðið.

Erlent

Mannskæð árás í Kabúl

Að minnsta kosti 16 manns féllu og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Skömmu síðar komu herforingar Atlandshafsbandalagsins saman til fundar í Póllandi til að ræða fjölgun í fjölþjóðlegu herliði í Afganistan.

Erlent

Friðhelgi aflétt af Pinochet

Hæstiréttur í Chile hefur aflétt friðhelgi af Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, þannig að hægt verður að ákæra hann fyrir morð, pyntingar og mannréttindabrot í einu alræmdasta fangelsi landsins á valdatíð hans. Um er að ræða Villa Grimaldi fangelsið þar sem margir máttu sæta pyntingum á árunum 1974 til 1977, þar á meðal Michelle Bachelet, núverandi forseti Chile.

Erlent