Erlent

Réðust inn höfuðstöðvar ungverska ríkissjónvarpsins

Mikil átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu í Ungverjalandi í nótt þegar hópur mótmælenda réðst inn í höfuðstöðvar ungverska ríkissjónvapsins. Þúsundir mótmælenda fjölmenntu á götum úti í borginn í gærkvöldi til að krefjast þess að forsætisráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany, segði af sér, eftir að í ljós kom að forsætisráðherrann laug um efnahagsástandið í landinu stuttu fyrir kosningar í apríl.

Erlent

Hákarl sem gengur á uggunum

Vísindamenn sem hafa grandskoðað dýralíf neðansjávar undan strönd Papua-héraðs á Indónesíu segjast hafa fundir nokkra tugi nýrra dýrategunda á svæðinu. Þar á meðal er hákarl sem getur gengið á uggunum.

Erlent

Of mjóar til að sýna föt

Tískuvikan í Madríd á Spáni hófst í dag en deilur kviknuðu um framkvæmd hennar um helgina. Þá höfnuðu aðstandendur 5 sýningarstúlkum með þeim rökum að þær væru of grannar til að taka þátt. Nokkru áður hafði verið ákveðið að banna þvengmjóum stúlkum að taka þátt í tískusýningum þessa vikuna.

Erlent

Google bannað að birta fréttir úr belgískum blöðum

Héraðsdómur í Belgíu hefur gert leitarvefnum Google að hætta að birta fréttir úr belgískum blöðum án leyfis og án þess að borga fyrir það. Samtök blaðaútgefenda í frönsku- og þýskumælandi hluta Belgíu fóru í mál við Google vegna þessa, en samtökin eiga rétt á öllu því sem birtist í blöðum þar. Verði Google ekki við þessu verður fyrirtækið sektað um jafnvirði tæplega 90 milljóna íslenskra króna á dag.

Erlent

Mikil hætta á borgarastyrjöld í Írak

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir mikla hættu á að borgarastyrjöld brjótist út í Írak ef fram haldi sem horfi. Þetta kom fram í ræðu hans hjá Sameinuðu þjóðunum í kvöld.

Erlent

Kviknað í ríkissjónvarpi Ungverjalands

Mótmælendur reyndu í kvöld að ráðast til inngöngu í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins í Ungverjalandi eftir að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra landsins, viðurkenndi að hafa logið um fjárhag landsins til að tryggja flokki sínum sigur í þingkosningum aprí. Afsagnar Gyurcsanys er krafist en hann neitar að víkja. Eldur var lagður að byggingu ríkissjónvarpsins.

Erlent

2 létust í gassprengingu í Mílanó

Að minnsta kosti 2 týndu lífi og 50 slösuðust, þar af mörg börn, þegar sprenging varð í íbúðarhúsi í Mílanóborg á Ítalíu í kvöld. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni.

Erlent

Kampusch fær skammarbréf

Hótunar- og skammarbréf streyma nú bæði til austurrísku stúlkunnar Natösju Kampusch og austurrískra fjölmiðla. Natasja slapp nýlega úr tíu ára prísund manns sem rændi henni þegar hún var átta ára gömul.

Erlent

Banna fartölvur vegna eldhættu

Mörg flugfélög hafa bannað farþegum að hafa Apple- og Dell-fartölvur með sér um borð í flugvélar sínar. Ástæðan er sú að rafhlöðurnar í þessum tölvum eru taldar skapa of mikla eldhættu. Bæði Apple og Dell innkölluðu milljónir af rafhlöðum í sumar eftir að upplýst var um mörg tilfelli þess að þær ofhitnuðu og kveiktu í.

Erlent

Viðbrögð við ummælum páfa megi ekki ógna málfrelsi

Framkvæmdastjórn Evrópudsambandsins segir að ekki eigi að taka ummæli Benedikts páfa um múlsima úr samhengi og viðbrögð við þeim megi ekki ógna málfrelsinu. Johannes Laitenberger, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, sagði að ofsafengin viðbrögð við hvers konar ummælum jafngildi því að málfrelsinu sé hafnað og það sé ekki ásættanlegt.

Erlent

Sex látnir eftir tilræði í Sómalíu

Sex létust og nokkrir særðust þegar bíll sprakk fyrir utan sómalska þinghúsið í Baidoa í morgun. Haft er eftir utanríkisráðherra landsins að reynt hafi verið að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu af dögum. Þrír hinna látnu voru lífverðir og þrír óbreyttir borgarar.

Erlent

Einn látinn eftir tilræði við forseta Sómalíu

Einn lést og nokkrir særðust þegar reynt var að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu, af dögum í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af tilræðinu en samkvæmt Reuters-fréttastofunni mun bílsprengja hafa sprungið nærri þinghúsinu í borginni Baidoa en þar á forsetinn að hafa verið til að samþykkja nýja ríkisstjórn í landinu.

Erlent

Ráðist gegn hermönnum í Afganistan

Fjórir hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins létust og um 25 óbreyttir borgarar. flestir börn, særðust í sjálfsmorðsárás í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásarmaðurinn var á hjóli og ók upp að hermönnunum sem voru að dreifa gjöfum til barna í Kandahar-héraði.

Erlent

Ekið á kengúru í Danmörku

Sá undarlegi atburður átti sér stað í aðfaranótt sunnudags að ekið var á kengúru við Holbæk í Danmörku en kengúran lést af sárum sínum. Á fréttavef danska ríkissjónvarpsins er greint frá því að kengúrunnar hafi verið leitað síðan á miðvikudag. Hennar verið sárt saknað af eiganda sínum og fjölluðu danskir fjölmiðlar um kengúruleitina, enda ekki á hverjum degi sem kengúrur hoppa um þjóðvegi og graslendi Danmerkur.

Erlent

Sögulegur sigur hægrimanna í Svíþjóð

Hægra bandalagið í Svíþjóð vann sögulegan sigur í sænsku þingkosningunum í nótt. Göran Persson, formaður Jafnaðarmanna, biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag og segir af sér formennsku frá og með vorinu.

Erlent

Vill að Hutu öfgasinnar verði dæmdir

Forseti Rúanda, Paul Kagame, segir að Hutu öfgasinnar sem skipulögðu þjóðarmorðin á Tutsi þjóðarbrotinu árið 1994 geti ekki vænst fyrirgefningar gjörða sinna. Talið er að hópur Hutu öfgasinna hafi flúið til Kongó þegar þjóðarmorðunum lauk og eru þeir sagðir ábyrgir fyrir þeim óstöðugleika sem hefur ríkt í austur Kongó á síðustu árum.

Erlent

Sendi SMS-skilaboð til móður sinnar

Elizabeth Shoaf, 14 ára stúlku frá Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, var bjargað ómeiddri frá mannræningja í fyrradag eftir að henni hafði tekist að senda SMS-skilaboð úr farsíma ræningjans til móður sinnar. Ekkert hafði spurst til hennar síðan 6. september.

Erlent

Nauðsynlegt að stöðva spillingu

Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, telur nauðsynlegt að stjórnvöld, fyrirtæki og fjármálastofnanir sameinist í baráttunni gegn spillingu til að binda endi á fátækt og óstöðugleika.

Erlent

Boðað verði til þingkosninga

Helle Thorning-Schmidt, formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, vill að boðað verði til kosninga í landinu sem fyrst. Segir hún danska velferðarkerfið í hættu vegna skattalækkana ríkisstjórnarinnar. Talsmaður ríkisstjórnarflokksins Venstre segir hugmyndina ekki koma sér á óvart.

Erlent

Kyssandi sjóliði gómaði þjóf

Maður sem hefur um árabil haldið því fram að hann sé sjóliði sem kyssir hjúkrunarkonu á heimsfrægri mynd Life tímaritsins af fagnaðarlátum New York búa við lok seinni heimsstyrjaldar, kom nýverið í veg fyrir rán á heimili sínu.

Erlent

Vill alþjóðlegt kjarnorkuver

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, segist styðja hugmyndir um að koma á fót alþjóðlegu kjarnorkuveri til að auðga úran fyrir þróunarlönd. Hann telur að slíkt ver geti hjálpað til við að verjast frekari útbreiðslu kjarnavopna.

Erlent

Illa gengur að mynda stjórn

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur frestað viðræðum við Hamas um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Töfin þykir benda til þess að Abbas eigi í erfiðleikum með að fá Hamas til að mýkjast í afstöðu sinni gagnvart Ísrael, en Bandaríkin hafa sett það sem skilyrði ef þau eigi að samþykkja nýju stjórnina að hún viðurkenni Ísraelsríki.

Erlent

Vilja afnema nauðgunarlög

Mannréttindasamtök í Pakistan hafa krafist þess að stjórnvöld ógildi íslömsk nauðgunarlög sem eru við lýði í landinu. Samkvæmt núverandi lögum þarf kona að framvísa fjórum vitnum til þess að sanna að sér hafi verið nauðgað.

Erlent

Bræður í hnattrænni baráttu

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, heimsótti Venesúela í fyrsta skipti í gær til að styrkja samband sitt við Hugo Chávez, forseta landsins. Leiðtogarnir hafa sameinast í andstöðu við bandarísk stjórnvöld.

Erlent

Talin vera 24.000 ára gömul

Neanderdalsmenn lifðu þúsund árum lengur en áður var talið, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem gerð var í Gíbraltar á Suður-Spáni. Fjallað er um niðurstöðurnar í nýjasta töluhefti vísindatímaritsins Nature.

Erlent

Mikil reiði í garð kaþólikka

Benedikt XVI páfi sagðist í gær vera „innilega leiður“ yfir þeim viðbrögðum sem nýleg ummæli hans um íslam hafa valdið. Hann sagði orð sín, að boðskapur Múhameðs hefði verið illur og ómannúðlegur, vera tilvitnun í miðaldatexta sem lýsti ekki hans eigin skoðunum.

Erlent