Erlent Fjölmargir týnt lífi í óveðri á Indlandi og í Bangladesh Minnst 95 hafa týnt lífi í miklu óveðri sem hefur geisað á Indlandi og í nágrannaríkinu Bangladesh síðustu daga. Mörg hundruð manns hafa slasast. Stormurinn hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar á tveimur svæðum í Vestur-Bengal. Erlent 21.9.2006 15:00 Atlantis lenti heilu og höldnu Geimferjan Atlantis lenti heilu og höldnu með sex geimfara innanborðs í Houston í Texas í morgun eftir vel heppnaða ferð í Alþjóðlegum geimstöðinna til að halda áfram framkvæmdum við hana. Ferjunni var lent degi síðar en áætlað var. Erlent 21.9.2006 14:45 Fimm létust í árásum á Gaza Fimm Palestínumenn létust í tveimur árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í dag. Í annarri árásinni létust þrír unglingar sem voru að gæta geita. Erlent 21.9.2006 14:29 Komið upp um eitt mesta fíkniefnasmygl í sögu Ástralíu Sex menn eru í haldi lögreglunnar í Ástralíu eftir að það tókst að koma í veg fyrir eitt stærsta fíkniefnasmygl sem um getur í Ástralíu. Mennirnir reyndu að smygla fíkniefnum að virði rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna. Erlent 21.9.2006 13:30 Stjórnmálastarfsemi bönnuð í Taílandi Taílenska herforingjastjórnin bannaði í dag alla stjórnmálastarfsemi í landinu, bæði fundi stjórnmálaflokka og aðra starfsemi sem snýr að stjórnmálum. Erlent 21.9.2006 10:15 Heillandi prins Vilhjálmur Bretaprins heillaði í gær bæði starfsfólk og ungabörn á St. Mary's spítalanum í London. Hann var þangað kominn til að opna nýja barnadeild. Deildinni er ætlað að taka við fyrirburum sem alvarlega veikir. Erlent 21.9.2006 09:15 Skólar opna á ný í Taílandi Skólar og opinberar byggingar opnuðu á ný í Taílandi í morgun. Lífið í landinu virðist vera að komast aftur í eðlilegt horf eftir að forsætisráðherra landins var steypt af stóli í blóðlausri byltingu. Erlent 21.9.2006 08:30 Dæmd til dauða fyrir sprengjuárás Dómstóll í Jórdaníu hefur dæmt konu til dauða fyrir þátt hennar í sprengjuárás í Amman á síðasta ári þar sem sextíu manns létu lífið. Konan ætlaði sér að gera sjálfsmorðssprengjuárás en lifði hins vegar árásina af. Konan neitaði þáttöku sinni fyrir dómi. Erlent 21.9.2006 08:09 Lögregla beitti táragasi á mótmælendur Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur sem söfnuðust í nótt saman þriðju nóttina í röð í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segji af sér eftir að hann varð uppvís um að ljúga um stöðu efnahagmsmála í landinu. Um fimmtán þúsund manns tóku þátt í mótmælunum. AP fréttastofan hefur eftir embættismanni í Ungverjalandi að ríkisstjórnin íhugi að setja á útgöngubann til að koma í veg fyrir frekari mótmæli. Eitt hundrað og fjörtíu lögreglumenn hafa slasast í átökum síðustu þriggja daga og hátt í hundrað og fjörtíu hafa verið handteknir. Erlent 21.9.2006 07:50 Burt með sektarkenndina Shinzo Abe hefur tekið við völdum í flokki þeim sem hefur stýrt Japan að mestu síðan 1955. Hann hefur lagt áherslu á utanríkismál og kjósendur telja hann munu rífa landið upp úr sektarkennd eftirstríðsáranna. Erlent 21.9.2006 07:30 Ætlar að stjórna í eitt ár Aðeins átján mánuðir eru liðnir frá því að Thaksin Shinawatra hlaut dúndrandi endurkosningu í Taílandi með yfirgnæfandi meirihluta eftir að hafa fyrstur manna þar í landi afrekað það að sitja í heilt kjörtímabil á stóli forsætisráðherra. Nú hafa veður heldur betur skipast í lofti, honum hefur verið steypt af stóli og á vart afturkvæmt til Taílands í bráð. Erlent 21.9.2006 07:00 Komið til móts við fátæka Greinilegur sáttatónn er í mexíkóskum þingmönnum eftir rúmlega þriggja mánaða pólitískar deilur vegna forsetakosninganna þar í landi. PAN-flokkur sigurvegarans Felipes Calderón, sem er talinn flokkur kaupsýslumanna og efnaðri laga samfélagsins, leggur sig nú fram við að koma til móts við stuðningsmenn López Obrador, sem höfðaði til fátækustu kjósendanna og tapaði kosningunum naumlega. PAN-flokkurinn hefur nú kynnt væntanleg lagafrumvörp og stendur meðal annars til að bjóða upp á ódýrari heilbrigðisþjónustu og auka réttindi frumbyggja. Erlent 21.9.2006 06:45 Hreinast hér, verst í Helsinki Útblástur gróðurhúsalofttegunda er meiri í Helsinki en í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna, samkvæmt nýrri rannsókn sem skýrt er frá á vefsíðum finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Orsakir þessa eru raktar til raforkuframleiðslu borgarinnar, sem nánast alfarið er fengin með brennslu jarðefnaeldsneytis. Samkvæmt sömu rannsókn mun útblástur gróðurhúsalofttegunda vera minnstur hér í Reykjavík. Erlent 21.9.2006 06:30 Eigandinn náði að stökkva út úr logandi bifreiðinni Nokkrir særðust þegar mikil sprenging varð rétt hjá Vasatorgi í miðborg Gautaborgar í hádeginu í gær. Sprengja sprakk í bifreið, sem gjöreyðilagðist auk þess sem eldur kviknaði í fjórum öðrum bifreiðum. Sænskir fjölmiðlar segja að sprengjutilræðið hafi beinst gegn eiganda bifreiðarinnar, sem er sagður starfa við veitingahúsarekstur í borginni. Erlent 21.9.2006 06:00 Kæra bílaframleiðendur Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur kært sex bílaframleiðendur og krefst skaðabóta vegna þess að útblástur frá bifreiðum þeirra hafi valdið mengun sem kosti ríkið margar milljónir bandaríkjadala. Erlent 20.9.2006 23:45 Kemur til jarðar á morgun Geimfararnir í geimferjunni Atlantis hafa séð fimm óþekkta hluti fyrir utan ferjuna og er nú verið að kanna hvort þetta sé eitthvað sem hafi losnað frá henni. Búið er að fresta lendingu ferjunnar einusinni, vegna þess að óþekkt brak fylgdi henni. Stjórnstöð NASA segist ekki sjá neitt því fyrirstöðu að láta ferjuna lenda á morgun. Erlent 20.9.2006 23:30 Mörg þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest Mörg þúsund mótmælendur eru nú samankomnir á Kossuth-torgi í miðborg Budapest, höfuðborgar Ungverjalands. Torgið stendur við þinghús landsins. Þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, víki eftir að hann varð uppvís að því að ljúga að almenningi um ástand efnahagsmála fyrir kosningar í apríl. Erlent 20.9.2006 23:15 Kvartettinn styður skipan þjóðstjórnar Kvartettinn svokallaði, það er Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, styður hugmyndir um skipan palestínskrar þjóðstjórnar. Kvartettinn hefur komið að friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna og telur ákvörðun um sameiginlega stjórn Hamas- og Fatah-liða rétt skref í átt til friðar. Erlent 20.9.2006 23:00 Thaksin kominn til Lundúna Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, kom til Lundúna síðdegis í dag. Thaksin var steypt af stóli í blóðlausri byltingu í gær. Á þeim tíma sat forsætisráðherrann fyrrverandi 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Erlent 20.9.2006 22:45 Frumvarp Bandaríkjaforseta samþykkt í nefnd Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt, með naumum meirihluta, frumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari yfirheyrsluaðferðir yfir grunuðum hryðjuverkamönnum og skipan réttarhalda yfir þeim. Erlent 20.9.2006 22:30 Uppgjör glæpaklíka Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. Lögregla segir árásina tengjast uppgjöri tveggja glæpaklíka í borginni. Erlent 20.9.2006 22:22 Pólverjar leita að betra lífi í Vestur-Evrópu Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. Erlent 20.9.2006 21:18 Minnst ár að kosningum í Taílandi Leiðtogar herforingjabyltingarinnar í Taílandi segja að ár hið minnsta muni líða þar til landsmenn fái að kjósa sér nýja leiðtoga. Nýr forsætisráðherra verður hins vegar skipaður innan tveggja vikna. Til átaka kom í dag á milli stuðningsmanna Thaksins, fyrrverandi forsætisráðherra, og andstæðinga hans. Erlent 20.9.2006 21:07 Sprengju talið beint gegn þekktum manni í Gautaborg Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. Erlent 20.9.2006 17:45 Átján látnir eftir sprengingar í námu í Kasakstan Að minnsta kosti átján námuverkamenn eru látnir og 25 er saknað eftir öfluga metangasssprengingu í kolanámu í Kasakstan í morgun. Sprengingin varð um fimm hundruð metrum undir yfirborði jarða og tókst ríflega 300 kolanámumönnum að komast undan. Erlent 20.9.2006 15:45 Bakkaði yfir hóp framhaldsskólanema Sautján ára piltur lést og fjórir slösuðust alvarlega þegar rútu var bakkað inn í biðskýli á umferðarmiðstöðinni í Svendborg í Danmörku. Haft er eftir lögreglu á fréttavef Politiken að rútan hafi verið að leggja af stað en bílstjórinn óvart verið með hana í bakkgír og því ekið yfir hóp framhaldsskólanema frá Kaupmannahöfn sem þar var staddur ásamt kennara sínum, en hann slasaðist mikið í óhappinu. Erlent 20.9.2006 15:02 Telur sprengingu í Gautaborg vera morðtilræði Lögreglan Gautaborg telur að sprenging í bíl sem varð við Vasatorgið í borginni um hádegisbilið í dag hafi verið morðtilræði. Tveir vegfarendur slösuðust lítils háttar í sprengingunni og sex aðrir bílar brunnu til kaldra kola eftir að eldurinn úr sprengingunni læsti sig í þá. Erlent 20.9.2006 14:45 Þrettán létust í námuslysi í Úkraínu Þrettán námuverkamenn létust og þrjátíu og sex særðust þegar sprenging varð í kolanámu í austurhluta Úkraínu í morgun. Fjögur hundruð voru að störfum í námunum þegar sprengingin varð og þurfti að rýma námurnar. Erlent 20.9.2006 14:15 Nýr forsætisráðherra verði skipaður innan tveggja vikna Leiðtogar herforingjanna í Taílandi segja að nýr forsætisráðherra verði skipaður innan tveggja vikna. Þeir segja aftur á móti að í það minnsta ár muni líða þar til kosningar verði haldnar í landinu. Erlent 20.9.2006 12:15 Pólverjar flykkjast til vinnu á Vesturlöndum Dæmi eru um að pólskar mæður skilji börn sín eftir á munaðarleysingjahælum áður en þær halda til Vesturlanda í atvinnuleit. Margvísleg þjóðfélagsvandamál steðja að pólsku þjóðinni vegna útrásar vinnuafls þaðan til Vesturlanda. Erlent 20.9.2006 12:00 « ‹ ›
Fjölmargir týnt lífi í óveðri á Indlandi og í Bangladesh Minnst 95 hafa týnt lífi í miklu óveðri sem hefur geisað á Indlandi og í nágrannaríkinu Bangladesh síðustu daga. Mörg hundruð manns hafa slasast. Stormurinn hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar á tveimur svæðum í Vestur-Bengal. Erlent 21.9.2006 15:00
Atlantis lenti heilu og höldnu Geimferjan Atlantis lenti heilu og höldnu með sex geimfara innanborðs í Houston í Texas í morgun eftir vel heppnaða ferð í Alþjóðlegum geimstöðinna til að halda áfram framkvæmdum við hana. Ferjunni var lent degi síðar en áætlað var. Erlent 21.9.2006 14:45
Fimm létust í árásum á Gaza Fimm Palestínumenn létust í tveimur árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í dag. Í annarri árásinni létust þrír unglingar sem voru að gæta geita. Erlent 21.9.2006 14:29
Komið upp um eitt mesta fíkniefnasmygl í sögu Ástralíu Sex menn eru í haldi lögreglunnar í Ástralíu eftir að það tókst að koma í veg fyrir eitt stærsta fíkniefnasmygl sem um getur í Ástralíu. Mennirnir reyndu að smygla fíkniefnum að virði rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna. Erlent 21.9.2006 13:30
Stjórnmálastarfsemi bönnuð í Taílandi Taílenska herforingjastjórnin bannaði í dag alla stjórnmálastarfsemi í landinu, bæði fundi stjórnmálaflokka og aðra starfsemi sem snýr að stjórnmálum. Erlent 21.9.2006 10:15
Heillandi prins Vilhjálmur Bretaprins heillaði í gær bæði starfsfólk og ungabörn á St. Mary's spítalanum í London. Hann var þangað kominn til að opna nýja barnadeild. Deildinni er ætlað að taka við fyrirburum sem alvarlega veikir. Erlent 21.9.2006 09:15
Skólar opna á ný í Taílandi Skólar og opinberar byggingar opnuðu á ný í Taílandi í morgun. Lífið í landinu virðist vera að komast aftur í eðlilegt horf eftir að forsætisráðherra landins var steypt af stóli í blóðlausri byltingu. Erlent 21.9.2006 08:30
Dæmd til dauða fyrir sprengjuárás Dómstóll í Jórdaníu hefur dæmt konu til dauða fyrir þátt hennar í sprengjuárás í Amman á síðasta ári þar sem sextíu manns létu lífið. Konan ætlaði sér að gera sjálfsmorðssprengjuárás en lifði hins vegar árásina af. Konan neitaði þáttöku sinni fyrir dómi. Erlent 21.9.2006 08:09
Lögregla beitti táragasi á mótmælendur Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur sem söfnuðust í nótt saman þriðju nóttina í röð í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segji af sér eftir að hann varð uppvís um að ljúga um stöðu efnahagmsmála í landinu. Um fimmtán þúsund manns tóku þátt í mótmælunum. AP fréttastofan hefur eftir embættismanni í Ungverjalandi að ríkisstjórnin íhugi að setja á útgöngubann til að koma í veg fyrir frekari mótmæli. Eitt hundrað og fjörtíu lögreglumenn hafa slasast í átökum síðustu þriggja daga og hátt í hundrað og fjörtíu hafa verið handteknir. Erlent 21.9.2006 07:50
Burt með sektarkenndina Shinzo Abe hefur tekið við völdum í flokki þeim sem hefur stýrt Japan að mestu síðan 1955. Hann hefur lagt áherslu á utanríkismál og kjósendur telja hann munu rífa landið upp úr sektarkennd eftirstríðsáranna. Erlent 21.9.2006 07:30
Ætlar að stjórna í eitt ár Aðeins átján mánuðir eru liðnir frá því að Thaksin Shinawatra hlaut dúndrandi endurkosningu í Taílandi með yfirgnæfandi meirihluta eftir að hafa fyrstur manna þar í landi afrekað það að sitja í heilt kjörtímabil á stóli forsætisráðherra. Nú hafa veður heldur betur skipast í lofti, honum hefur verið steypt af stóli og á vart afturkvæmt til Taílands í bráð. Erlent 21.9.2006 07:00
Komið til móts við fátæka Greinilegur sáttatónn er í mexíkóskum þingmönnum eftir rúmlega þriggja mánaða pólitískar deilur vegna forsetakosninganna þar í landi. PAN-flokkur sigurvegarans Felipes Calderón, sem er talinn flokkur kaupsýslumanna og efnaðri laga samfélagsins, leggur sig nú fram við að koma til móts við stuðningsmenn López Obrador, sem höfðaði til fátækustu kjósendanna og tapaði kosningunum naumlega. PAN-flokkurinn hefur nú kynnt væntanleg lagafrumvörp og stendur meðal annars til að bjóða upp á ódýrari heilbrigðisþjónustu og auka réttindi frumbyggja. Erlent 21.9.2006 06:45
Hreinast hér, verst í Helsinki Útblástur gróðurhúsalofttegunda er meiri í Helsinki en í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna, samkvæmt nýrri rannsókn sem skýrt er frá á vefsíðum finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Orsakir þessa eru raktar til raforkuframleiðslu borgarinnar, sem nánast alfarið er fengin með brennslu jarðefnaeldsneytis. Samkvæmt sömu rannsókn mun útblástur gróðurhúsalofttegunda vera minnstur hér í Reykjavík. Erlent 21.9.2006 06:30
Eigandinn náði að stökkva út úr logandi bifreiðinni Nokkrir særðust þegar mikil sprenging varð rétt hjá Vasatorgi í miðborg Gautaborgar í hádeginu í gær. Sprengja sprakk í bifreið, sem gjöreyðilagðist auk þess sem eldur kviknaði í fjórum öðrum bifreiðum. Sænskir fjölmiðlar segja að sprengjutilræðið hafi beinst gegn eiganda bifreiðarinnar, sem er sagður starfa við veitingahúsarekstur í borginni. Erlent 21.9.2006 06:00
Kæra bílaframleiðendur Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur kært sex bílaframleiðendur og krefst skaðabóta vegna þess að útblástur frá bifreiðum þeirra hafi valdið mengun sem kosti ríkið margar milljónir bandaríkjadala. Erlent 20.9.2006 23:45
Kemur til jarðar á morgun Geimfararnir í geimferjunni Atlantis hafa séð fimm óþekkta hluti fyrir utan ferjuna og er nú verið að kanna hvort þetta sé eitthvað sem hafi losnað frá henni. Búið er að fresta lendingu ferjunnar einusinni, vegna þess að óþekkt brak fylgdi henni. Stjórnstöð NASA segist ekki sjá neitt því fyrirstöðu að láta ferjuna lenda á morgun. Erlent 20.9.2006 23:30
Mörg þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest Mörg þúsund mótmælendur eru nú samankomnir á Kossuth-torgi í miðborg Budapest, höfuðborgar Ungverjalands. Torgið stendur við þinghús landsins. Þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, víki eftir að hann varð uppvís að því að ljúga að almenningi um ástand efnahagsmála fyrir kosningar í apríl. Erlent 20.9.2006 23:15
Kvartettinn styður skipan þjóðstjórnar Kvartettinn svokallaði, það er Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, styður hugmyndir um skipan palestínskrar þjóðstjórnar. Kvartettinn hefur komið að friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna og telur ákvörðun um sameiginlega stjórn Hamas- og Fatah-liða rétt skref í átt til friðar. Erlent 20.9.2006 23:00
Thaksin kominn til Lundúna Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, kom til Lundúna síðdegis í dag. Thaksin var steypt af stóli í blóðlausri byltingu í gær. Á þeim tíma sat forsætisráðherrann fyrrverandi 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Erlent 20.9.2006 22:45
Frumvarp Bandaríkjaforseta samþykkt í nefnd Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt, með naumum meirihluta, frumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari yfirheyrsluaðferðir yfir grunuðum hryðjuverkamönnum og skipan réttarhalda yfir þeim. Erlent 20.9.2006 22:30
Uppgjör glæpaklíka Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. Lögregla segir árásina tengjast uppgjöri tveggja glæpaklíka í borginni. Erlent 20.9.2006 22:22
Pólverjar leita að betra lífi í Vestur-Evrópu Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. Erlent 20.9.2006 21:18
Minnst ár að kosningum í Taílandi Leiðtogar herforingjabyltingarinnar í Taílandi segja að ár hið minnsta muni líða þar til landsmenn fái að kjósa sér nýja leiðtoga. Nýr forsætisráðherra verður hins vegar skipaður innan tveggja vikna. Til átaka kom í dag á milli stuðningsmanna Thaksins, fyrrverandi forsætisráðherra, og andstæðinga hans. Erlent 20.9.2006 21:07
Sprengju talið beint gegn þekktum manni í Gautaborg Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. Erlent 20.9.2006 17:45
Átján látnir eftir sprengingar í námu í Kasakstan Að minnsta kosti átján námuverkamenn eru látnir og 25 er saknað eftir öfluga metangasssprengingu í kolanámu í Kasakstan í morgun. Sprengingin varð um fimm hundruð metrum undir yfirborði jarða og tókst ríflega 300 kolanámumönnum að komast undan. Erlent 20.9.2006 15:45
Bakkaði yfir hóp framhaldsskólanema Sautján ára piltur lést og fjórir slösuðust alvarlega þegar rútu var bakkað inn í biðskýli á umferðarmiðstöðinni í Svendborg í Danmörku. Haft er eftir lögreglu á fréttavef Politiken að rútan hafi verið að leggja af stað en bílstjórinn óvart verið með hana í bakkgír og því ekið yfir hóp framhaldsskólanema frá Kaupmannahöfn sem þar var staddur ásamt kennara sínum, en hann slasaðist mikið í óhappinu. Erlent 20.9.2006 15:02
Telur sprengingu í Gautaborg vera morðtilræði Lögreglan Gautaborg telur að sprenging í bíl sem varð við Vasatorgið í borginni um hádegisbilið í dag hafi verið morðtilræði. Tveir vegfarendur slösuðust lítils háttar í sprengingunni og sex aðrir bílar brunnu til kaldra kola eftir að eldurinn úr sprengingunni læsti sig í þá. Erlent 20.9.2006 14:45
Þrettán létust í námuslysi í Úkraínu Þrettán námuverkamenn létust og þrjátíu og sex særðust þegar sprenging varð í kolanámu í austurhluta Úkraínu í morgun. Fjögur hundruð voru að störfum í námunum þegar sprengingin varð og þurfti að rýma námurnar. Erlent 20.9.2006 14:15
Nýr forsætisráðherra verði skipaður innan tveggja vikna Leiðtogar herforingjanna í Taílandi segja að nýr forsætisráðherra verði skipaður innan tveggja vikna. Þeir segja aftur á móti að í það minnsta ár muni líða þar til kosningar verði haldnar í landinu. Erlent 20.9.2006 12:15
Pólverjar flykkjast til vinnu á Vesturlöndum Dæmi eru um að pólskar mæður skilji börn sín eftir á munaðarleysingjahælum áður en þær halda til Vesturlanda í atvinnuleit. Margvísleg þjóðfélagsvandamál steðja að pólsku þjóðinni vegna útrásar vinnuafls þaðan til Vesturlanda. Erlent 20.9.2006 12:00