Erlent

Saga samkynhneigðra kennd

Bandaríkin, APJerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, undirritaði í gær ný lög, sem gera skólum í landinu skylt að kenna sögu samkynhneigðra.

Erlent

Deilur harðna um skuldaþak

Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Erlent

Fannst látinn í lendingarbúnaði flugvélar

Lík 23 ára gamals kúbversks manns fannst í rými lendingarbúnaðar í flugvél sem flaug frá Havana til Madrídar í gær. Verið er að rannsaka dánarorsök mannsins en yfirvöld á Spáni gátu samkvæmt fréttavef the Washington Post engar frekari upplýsingar gefið um málið.

Erlent

Mannfall í minningarathöfn um forsetabróður

Fjórir eru látnir eftir að sprengja sprakk í mosku í Kandahar í Afganistan þar sem fram fór minningarathöfn um Ahmed Wali Karzai, hálfbróðir Hamids Karzai forseta Afganistans. Ekki liggur fyrir hvort um sjálfsmorðssprengjuáras hafi verið að ræða. Hálfbróðirinn var skotinn til bana á heimili sínu fyrr í vikunni. Fjölmenni var við minningarathöfnina en sprengjan sprakk í lok hennar. Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um árásina hvort forsetinn hafi viðstaddur athöfnina.

Erlent

William og Isabella vinsælust í Danmörku

Nöfn tengd konungsfjölskyldunni eru vinsælustu nöfnin í Danmörku. Á síðasta ári var William vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna en Isabella hjá meybörnum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem danska hagstofan hefur birt og fjallað er um á vef Berlingske Tidende.

Erlent

Lokuðu yfir milljón vefsíðum

Kínversk stjórnvöld lokuðu 1,3 milljón vefsíðum á síðasta ári. Aðgerðirnar tengjast að þeirra sögn ekki takmörkunum á málfrelsi í landinu.

Erlent

Fótboltabullur slógust í miðborg Stokkhólms

Nokkrir eru sárir eftir að tveimur hópum fótboltabullna laust saman í miðborg Stokkhólms í gær. Um var að ræða þröngan hóp stuðningsmanna grannaliðina AIK og Hammarby sem eldað hafa grátt silfur saman um árabil og ítrekað komist í kast við lögin. Í átökunum í gær tókust hátt í 60 bullur harkalega á og þurfti lögregla að skakka leikinn. Barefli og litlir hnífar fundust á nokkrum ofbeldismannanna en enginn særðist alvarlega í átökunum.

Erlent

Eltihrellir Halle Berry settur í bann

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry hefur fengið nálgunarbann á karlmann sem virðist hafa þróað með sér sérstakt dálæti á leikkonunni. Á undanförnum dögum hefur hann ítrekað mætt fyrir utan heimili hennar í Hollywood, bankað á dyrnar og farið inn í garð þrátt fyrir öryggisgæslu. Maðurinn sem 27 ára var í framhaldinu handtekinn og færður í fangaklefa.

Erlent

Hátt í 700 lögregluforingjar reknir

Hátt í 700 lögregluforingjar í egypsku lögreglunni hafa verið reknir vegna aðkomu þeirra að drápum á mótmælendum fyrr á árinu. Þá mótmæltu milljónir Egypta og kröfðust umbóta og afsagnar Hosni Mubarak, þáverandi forseta landsins. Talið er að allt að þúsund mótmælendur hafi verið myrtir í átökunum.

Erlent

Óttast hrinu hryðjuverka

Hrina hryðjuverka vofir yfir Indverjum eftir að þrjá sprengjur sprungu í helstu viðskiptaborg landsins í gær. Enginn hefur lýst ábyrgð á ódæðinu.

Erlent

Pappírslausir skólar í S-Kóreu

Suður-KóreaSkólayfirvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að allir skólar landsins verði pappírslausir árið 2015. Þá eiga nemendur að lesa allar námsbækur í lestölvum að undanskildum þeim yngstu sem í byrjun fá að lesa bæði bækur úr pappír og bækur í lestölvu.

Erlent

Sker upp herör gegn fíkniefnaneyslu

Neytendum metamfetamíns hefur fjölgað mikið í Taílandi síðustu ár. Stjórnvöld ætla að skera upp herör gegn eiturlyfjaneyslunni. Í Taílandi eru ein hörðustu viðurlög í heimi gegn sölu og smygli á fíkniefnum. Um tíma voru þeir sem fundnir voru sekir um slíkt teknir af lífi. Neytendum metaamfetamíns hefur fjölgað um hundrað þúsund síðastliðin sex ár og er talið að þeir séu nú um 1,1 milljón talsins. Neyslan er mest í röðum byggingaverkamanna, að sögn breska dagblaðsins Guardian.

Erlent

Sneiða hjá íslensku vanköntunum

„Þetta þýðir það að verði þessar tillögur samþykktar þá ætti að verða tiltölulega auðvelt fyrir Íslendinga að komast að ásættanlegum niðurstöðum í samningum um sjávarútvegskaflann í aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðingur um tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri sjávarútvegsstefnu, sem á að koma í staðinn fyrir núverandi stefnu.

Erlent

Sóðarnir sektaðir á staðnum

Samkvæmt nýrri lagabreytingu sem tekið hefur gildi í Svíþjóð getur sá sem fleygir einnota flöskum og öðru rusli á götur og torg auk garða verið sektaður á staðnum. Upphæðin nemur 800 sænskum krónum eða jafnvirði 14.400 íslenskra króna.

Erlent

Skar typpið af og henti því í ruslakvörn

Catherine Kieu Becker, kona frá Suður Kalíforníu í Bandaríkjunum var færð í gæsluvarðhald í gær, sökuð um að hafa byrlað eiginmanni sínum ólyfjan, bundið hann niður í rúmið sitt, skorið af honum typpið og hent því í ruslakvörn.

Erlent

Þingið slökkti á sparperunni

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafnaði því í gær að fella úr gildi samþykkt um að taka glóðarperur úr umferð í staðinn fyrir sparperur. Að vísu greiddi meirihluti atkvæði með glóðarperunum en ekki með þeim tveggja þriðju meirihluta sem til þurfti.

Erlent

Rodney King handtekinn fyrir ölvunarakstur

Rodney King hefur verið handtekinn í Kaliforníu, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var látinn laus gegn tæplega 300 þúsund króna tryggingu. Árið 1991 birtist myndband af því þegar nokkrir hvítir lögreglumenn börðu hann til óbóta eftir að hafa elt hann uppi vegna gruns um ölvunarakstur.

Erlent

Gaddafi blankur og bensínlaus

Bandaríska leyniþjónustan segir að heldur syrti í álinn hjá Moammar Gaddafi og að bæði eldsneyti og peningar séu á þrotum hjá honum. Uppreisnarmenn hafa undanfarið náð æ fleiri borgum og bæjum á sitt vald.

Erlent

Móðir og dætur hennar skotnar til bana

Móðir og þrjár dætur hennar fundust myrtar á heimili þeirra í úthverfi New Orleans í Bandaríkjunum í gær, en þær höfðu verið skotnar til bana. Yngsta dóttirin var sex mánaða gömul.

Erlent

Fimmta hver kona reykir á meðgöngu

Skaðsemi reykinga á meðgöngu hefur lengi verið kunnug en þrátt fyrir það sýnir ný könnun breskra vísindamanna að fimmta hver kona í Englandi og Wales reykir á meðgöngu sem eykur líkur að börn þeirra fæðist mikið fötluð. Þá reykja 45% kvenna undir tvítugu meðan á meðgöngu stendur.

Erlent

Færri fangar dópa í sænskum fangelsum

Dregið hefur verulega úr fíkniefnanotkun meðal sænskra fanga. Þetta sýnir ný könnun þarlendra fangelsismálayfirvalda en um reglubundna könnun er að ræða þar sem þvagsýni fanga er greint. Í ljós kom að 1,3% af rúmlega 700 föngum höfðu neytt fíkniefna, flestir kannabisefna.

Erlent

Hundur beit Morrissey í puttann

Hundur réðst á breska söngvarann Morrissey nýverið og beit hann í puttann. Morrissey leitaði sér ekki aðstoðar strax en fór hins vegar á sjúkrahús í Malmö í Svíþjóð um helgina þar sem röntgenmynd leiddi í ljós að hann er nokkuð meiddur á vísifingri hægri handar. Ekki liggur fyrir hvort sýking hafi komið í sárið.

Erlent

Tveir fórust í sjóslysi

Tveir fórust og eins er saknað eftir að gúmmíbátur steytti á skeri úti fyrir Tjøme í suðurhluta Noregs í gær. Fjórir voru um borð í þegar bátinn hvolfdi og komst einn þeirra til lands og gat kallað eftir aðstoð, að því er fram kemur á vef Aftenposten.

Erlent

Fjölmenni við útför Betty Ford

Michelle Obama, forsetafrú Bandríkjanna, og George Bush yngri, fyrrverandi forseti, voru meðal þeirra sem voru viðstaddir útför Betty Ford, fyrrverandi forsetafrúar og stofnanda meðferðarheimilis undir eigin nafni, sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hún lést í síðustu viku, 93 ára að aldri. Betty var eiginkona forsetans Geralds Ford, sem sat í embætti eitt kjörtímabil á árunum 1974 til 1977 eftir að Richard Nixon sagði af sér. Forsetinn fyrrverandi lést fyrir fimm árum.

Erlent

Gríðarlegt áfall fyrir forseta Afganistans

Ahmed Wali Karzai, hálfbróðir Hamids Karzai Afganistansforseta, var myrtur á heimili sínu í Kandahar, höfuðstað samnefnds héraðs í Afganistan. Ahmed Wali Karzai var valdamikill í héraðinu og hefur lengi verið sakaður um djúpstæða spillingu, sem nái til forsetans sjálfs og dregur meðal annars úr trausti Vesturlanda til hans.

Erlent

Vonast til að geta gengið eftir 6 mánuði

Spænski maðurinn sem á aðfaranótt mánudags fékk á sig grædda tvo fótleggi, gæti átt von á að geta gengið við hækjur eftir sex eða sjö mánuði ef endurhæfing gengur vel. Skurðaðgerðin var framkvæmd á aðfaranótt mánudags í Valencia á Spáni, en það tók læknana 10 klukkustundir að græða fótleggina á manninn.

Erlent

Gleymdi barninu sínu á bensínstöð

Utangátta faðir gleymdi barninu sínu á bensínstöð í Hønefoss í Noregi og ók af stað án barnsins. Eftir að tuttugu mínútur voru liðnar frá því að faðirinn yfirgaf bensínstöðina ákvað bensínafgreiðslufólkið að nú væri nóg komið og afréð að láta pabbann vita.

Erlent

Murdoch kallaður fyrir breska þingnefnd

Bresk þingnefnd sem er að rannsaka hlerunarhneyksli blaðsins News of The World hefur beðið fjölmiðlabaróninn Rupert Murdoc um að mæta til þess að svara spurningum. Þingmennirnir vilja einnig heyra í syni hans James og fyrrverandi ritstjóra Rebekku Brooks.

Erlent