Fótbolti

Aguero væri sáttur við að flytja til London og spila með Chelsea

Argentínski framherjinn Sergio Aguero hjá Atletico Madrid hefur í fyrsta sinn lýst yfir áhuga sínum á því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er líklegasta félagið til að næla í tengdason landsliðsþjálfarans Diego Maradona en það er vitað að Roman Abramovich er tilbúinn að leyfa Carlo Ancelotti að kaupa nýja leikmenn til liðsins í sumar.

Enski boltinn

Rafael Benítez hrósaði David Ngog fyrir leikinn í gær

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, var ánægður með franska framherjann David Ngog sem leysti af Fernando Torres í 3-0 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. David Ngog skoraði annað mark liðsins en þetta var áttunda markið hans á tímabilinu í öllum keppnum.

Enski boltinn

Báðir varnarmiðjumenn Chelsea meiddir - Ancelotti í vandræðum

Það er skortur á varnartengiliðum hjá Chelsea eftir að John Obi Mikel bættist við hlið Michael Essien á meiðslalistann. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur því engan náttúrulegan varnartengilið í leiknum á móti Stoke um næstu helgi og þarf að setja óvanan menn í þessa mikilvægu stöðu.

Enski boltinn

Delph með slitið krossband

Miðvallarleikmaðurinn Fabian Delph hjá Aston Villa verður frá næstu átta mánuðina eftir að kom í ljós að hann er með slitið krossband í vinstra hné.

Enski boltinn

Mutu biður stuðningsmenn afsökunar

Adrian Mutu hefur beðið stuðningsmenn Fiorentina, félagið sjálft og leikmenn þess, afsökunar á því að hann hafi verið dæmdur í níu mánaða keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar.

Fótbolti

Sneijder treystir á fótboltaþekkingu Mourinho á móti Barcelona

Hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder dreymir um endurkomu á Santiago Bernabéu en þó ekki til að spila fyrir Real Madrid sem hafði ekki not fyrir hann heldur til þess að spila með FC Internazionale Milano í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni sem fer fram á heimavelli Real Madrid. Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast í þessari viku.

Fótbolti

FH, Haukar og Valur komast ekki heim til Íslands

Þrjú íslensk knattspyrnuliði sem hafa verið í æfingaferð í Portúgal, FH, Haukar og Valur, komast ekki heim til Íslands í dag eins og áætlað var. Þetta er vegna áhrifa öskufalls úr eldgosinu í Eyjafjallajöklu á flug í Evrópu. Vefsíðan fótbolti.net segir frá þessu í dag.

Íslenski boltinn

Leggja Liverpool-menn af stað í rútu strax eftir West Ham leikinn?

Það eru fleiri lið sem þurfa að leggja í rútuferðir vegna öskufallsins úr eldgosinu úr Eyjafjallajökli heldur en Meistaradeildarliðin Barcelona og Lyon. Leikmanna Liverpool gætu þurft að fara í langlengstu rútuferðina af öllum liðum sem eru eftir í Evrópukeppnum. Þeir þurfa að komast til Madridar á Spáni þar sem liðið spilar við heimamenn í Atletico í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Enski boltinn

Zola: Ég er mjög hrifinn af David Ngog

Liverpool verður án spænska landsliðsframherjans Fernando Torres þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Gianfranco Zola, stjóri West Ham ætlar ekki að vanmeta varmanninn hans, David Ngog, þrátt fyrir að franski framherjinn hafi aðeins skorað 4 mörk í 21 leik á tímabilinu.

Enski boltinn

Wenger: Mér er alveg sama hvort Chelsea eða United vinnur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að það væri algjörlega sínum eigin mönnum að kenna að liðið ætti ekki lengur möguleika á að vinna enska meistaratitilinn en liðið missti niður tveggja marka forskot á síðustu tíu mínútum og tapaði 2-3 á móti Wigan í gær.

Enski boltinn