Fótbolti

Miroslav Klose getur jafnað Pele

Þjóðverjar fara inn í leikinn gegn Serbíu í dag með það á bakinu að vera eina liðið sem sýndi sitt rétta andlit í fyrstu umferð HM. Það ætti að henta liðinu vel.

Fótbolti

Endurtók afrek afa síns á HM fyrir 56 árum síðan

Javier Hernandez skoraði fyrra mark Mexíkó í 2-0 sigri á Frökkum á HM í Suður-Afríku í kvöld og lék þá eftir afrek afa síns fyrir 56 árum. Hernandez mun spila með Manchester United á næsta tímabili og hafði komið inn á sem varamaður níu mínútum áður en hann skoraði markið sitt.

Fótbolti

Domenech orðlaus eftir tapið á móti Mexíkó í kvöld

Raymond Domenech, þjálfari Frakka, viðurkenndi að liðið þurfi á kraftaverki að halda ætli það sér að komast í sextán liða úrslitin á HM í Suður-Afríku. Frakkar töpuðu 0-2 á móti Mexíkó í kvöld og hafa ekki enn skorað eftir 180 spilaðar mínútur í keppninni.

Fótbolti

Blanco þriðji elsti markaskorari HM-sögunnar

Cuauhtémoc Blanco skoraði seinna mark Mexíkó í 2-0 sigrinum á Frökkum í kvöld og varð þar með þriðji elsti markaskorari HM-sögunnar. Blanco er 37 ára og 151 daga gamall í dag og skoraði markið sitt í kvöld úr vítaspyrnu.

Fótbolti

Mexíkó vann sannfærandi sigur á Frakklandi

Mexíkó vann sannfærandi 2-0 sigur á Frökkum í öðrum leik liðanna í A-riðli HM í Suður-Afríku. Frakkar hafa því ekki skorað mark í tveimur fyrstu leikjum sínum á HM, eru aðeins með eitt stig og á leiðinni úr keppni nema allt falli með þeim í lokaumferðinni.

Fótbolti

Bochum vill kaupa hinn asíska Wayne Rooney

Tilfinningaríki Kóreubúinn Tae-Se, sem er oft kallaður hinn asíski Wayne Rooney, hefur vakið mikla athygli á HM. Ekki bara fyrir að skæla í þjóðsöngnum heldur einnig fyrir vaska frammistöðu á vellinum.

Fótbolti

Maradona: Ég er enginn hommi

Blaðamannafundirnir með Maradona á HM eru hreint út sagt stórkostlegir enda talar landsliðsþjálfari Argentínu í fyrirsögnum. Á því varð engin breyting í dag.

Fótbolti

Grikkir skelltu Nígeríu

Grikkland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Nígeríu, 2-1, í skrautlegum leik liðanna í B-riðli HM 2010. Þetta var fyrsti sigur Grikkja í lokakeppni HM frá upphafi. Með sigrinum komst Grikkland upp að hlið Suður-Kóreu með þrjú stig en Argentína er á toppnum með sex.

Fótbolti

Þrenna Higuain - myndband

Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain skoraði fyrstu þrennuna á HM síðan árið 2002 er Argentína vann stórisigur á Suður-Kóreu, 4-1.

Fótbolti

Marchetti: Ég er massaðri en Buffon

Ítalir verða án markvarðarins Gianluigi Buffon í næsta leik þar sem hann er meiddur. Í stað hans mun Federico Marchetti standa á milli stanganna en hann er ekki öfundsverður að þurfa að fylla skarð hins magnaða Buffon.

Fótbolti

Rooney ætlar að blómstra gegn Alsír

Wayne Rooney var ekki sáttur með eigin frammistöðu í leiknum gegn Bandaríkjunum á HM. Hann er afar einbeittur fyrir leikinn gegn Alsír þar sem hann segist ætla að skína á stóra sviðinu.

Fótbolti

Þrenna frá Higuain í stórsigri Argentínu

Drengirnir hans Diego Maradona í argentínska landsliðinu unnu sinn annan leik í röð er liðið mætti Suður-Kóreu í dag. Argentína vann leikinn, 4-1, og er svo gott sem komið áfram í sextán liða úrslit.

Fótbolti

Domenech axlar enga ábyrgð

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka, segir að það sé undir leikmönnum sjálfum komið hvort Frakkland komist upp úr riðli sínum á HM eður ei. Frakkar gerðu markalaust jafntefli við Úrúgvæ í fyrsta leik og verða að vinna Mexíkó í kvöld.

Fótbolti

Tabarez hlær af Parreira

Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, gefur lítið fyrir gagnrýni Carlos Alberto Parreira, landsliðsþjálfara Suður-Afríku, en sá var afar ósáttur við dómgæsluna í leik liðanna.

Fótbolti

Capello skilur ekkert í Beckenbauer

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er ekki alls kostar sáttur við Þjóðverjann Franz Beckenbauer en hann sakar Þjóðverjann um að sýna enska liðinu ekki næga virðingu.

Fótbolti