Fótbolti

Mata: Villas-Boas var brjálaður

Juan Mata, Spánverjinn öflugi í liði Chelsea, segir að knattspyrnustjórinn Andre Villas-Boas hafi verið bálreiður eftir að hans menn misstu niður 3-0 forystu gegn Manchster United í jafntefli um helgina.

Enski boltinn

Gylfi í liði vikunnar

Það kemur kannski ekki á óvart en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu hans með Swansea gegn West Brom um helgina.

Enski boltinn

Einkaflugvél Redknapp bilaði

Harry Redknapp gat ekki verið á leik sinna manna í Tottenham gegn Liverpool í gær vegna þess að einkaflugvélin sem átti að flytja hann til Liverpool komst ekki af stað vegna bilana.

Enski boltinn

Gríðarháar sjónvarpstekjur

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram um næstu helgi og þar verður ársreikningur KSÍ lagður fram til samþykktar. Samkvæmt fjárhagsáætlun KSÍ fyrir rekstrarárið 2012 er gert ráð fyrir 777 milljónum í rekstrartekjur og rekstrargjöldum upp á rétt tæplega 714 milljónir króna.

Íslenski boltinn

Frimpong sleit krossband í annað sinn á ferlinum

Ganamaðurinn Emmanuel Frimpong meiddist alvarlega á hné í leik með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves gegn QPR um helgina. Miðjumaðurinn sem er í láni frá Arsenal hjá Wolves, sleit fremra krossband í hægra hné um miðjan fyrri hálfleik á Loftus Road.

Enski boltinn

Villas-Boas er undir mikilli pressu | Abramovich mætti á æfingasvæðið

Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea er undir miklum þrýstingi þessa dagana. Eigandi liðsins Roman Abramovich gerði sér ferð á æfingasvæðið á laugardaginn fyrir leik Chelsea og Englandsmeistaraliðs Manchester United sem fram fór í gær. Samkvæmt enskum fjölmiðlum þurfti Abramovich að fá svör við ýmsum spurningum og hann ræddi Villas-Boas í langan tíma eftir að æfingunni lauk.

Enski boltinn

Markalaust á Anfield

Það var lítið um fín tilþrif í leik Liverpool og Tottenham í kvöld. Leikurinn olli miklum vonbrigðum og endaði með leiðinlegu, markalausu jafntefli.

Enski boltinn

Gylfi Þór og Kristinn Friðriksson í boltaspjallinu á X-inu 977

Valtýr Björn Valtýsson verður með boltaþáttinn á útvarpsstöðinni X-inu 97,7 á milli 11-12 í dag. Valtýr ræðir m.a. við Kristinn Friðriksson um undanúrslitaleikina í Poweradebikarkeppni karla sem fram fóru í gær. Og Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Swansea verður í símaviðtali en hann skoraði mark fyrir Swansea um helgina í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni á Vísi

Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta um helgina og að venju eru öll mörkin aðgengileg á Vísi. Stórleikur Chelsea og Manchester United er þar á meðal en sá leikur endaði 3-3 eftir að Chelsea hafði komist í 3-0. Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Swansea er einnig að finna á sjónvarpshluta Vísis.

Enski boltinn

Bond: Endurkoma Luis Suarez hefur góð áhrif á Liverpool

Kevin Bond, aðstoðarþjálfari hjá Tottenham, telur að endurkoma Luis Suarez í leikmannahóp Liverpool, verði til þess að stemningin á Anfield verði í hæstu hæðum þegar Liverpool mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Suarez hefur lokið átta leikja keppnisbanni sem hann fékk í desember.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Gylfi Þór ætlar ekki að hanga á bekknum hjá Hoffenheim

"Það skiptir mestu máli að fá að spila fótbolta aftur, síðustu mánuðurnir í Þýskalandi voru erfiðir,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali sem Guðmundur Benediktsson tók við landsliðsmanninn í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Gylfi skoraði mark og lagði upp annað í 2-1 sigri Swansea gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti

Gleymi þessu marki aldrei

Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina og var maðurinn á bak við sjaldgæfan útisigur hjá Swansea City. Swansea lenti undir í leiknum en Gylfi skoraði jöfnunarmarkið og lagði síðan upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar.

Enski boltinn