Fótbolti

Jói Kalli er ekki til sölu

Skagamenn segjast ekki vera farnir að leggja línurnar fyrir næsta sumar í 1. deildinni. Menn þar á bæ eru slegnir eftir að hafa verið sendir niður um deild eftir 0-5 tap gegn Ólsurum. Skagamenn ætla ekki að selja fyrirliðann sinn.

Íslenski boltinn

Swansea pakkaði Valencia saman á Mestalla

Swansea City byrjaði frábærlega í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta í kvöld þegar liðið burstaði spænska liðið Valencia 3-0 á útivelli. Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte Waregem gerðu á sama tíma markalaust jafntefli á móti Wigan á heimavelli.

Fótbolti

Jóhann Berg tryggði AZ sigur í Ísrael

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var hetja hollenska liðsins AZ Alkmaar í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Jóhann Berg skoraði þá eina mark leiksins í 1-0 útisigri á ísraelska liðinu Maccabi Haifa.

Fótbolti

Bolt reynir að þreyta Aguero | Myndband

Það styttist í stórleik Man. City og Man. Utd en hann fer fram næstkomandi sunnudag á Etihad-vellinum. Fljótasti maður heims, Usain Bolt, leggur sitt af mörkum til þess að hjálpa Man. Utd í leiknum.

Enski boltinn

Rooney mærir Moyes

Þrátt fyrir meint ósætti á milli Wayne Rooney og David Moyes, stjóra Man. Utd, þá hrósar Rooney stjóranum fyrir góðar æfingar sem henti honum vel.

Enski boltinn

Aron svekktur út í KSÍ

Aron Jóhannsson, landsliðsmaður Bandaríkjanna, er í ítarlegu viðtali hjá Kjarnanum í dag. Þar ræðir hann meðal annars um viðbrögð KSÍ við því að hann ákvað að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland.

Fótbolti

Hörpu vantar fimm mörk til að ná Helenu

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 28 mörk í Pepsi-deild kvenna í sumar og hefur skoraði 51 mark síðan að hún varð mamma í apríl 2011. Harpa bætti í sumar metið yfir flest mörk hjá mömmu á einu tímabili en á enn eftir að ná Helenu Ólafsdóttur yfir flest mörk sem móðir.

Íslenski boltinn

Markahæsta mamman

Harpa Þorsteinsdóttir bætti mömmu-markamet Ástu B. Gunnlaugsdóttur um átta mörk í sumar en engin móðir hefur skorað jafnmikið á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Harpa skoraði 28 mörk í 18 leikjum.

Íslenski boltinn

Skagamenn fallnir í fjórða sinn

Skagamenn féllu í kvöld úr Pepsi-deild karla í fótbolta og spila því í 1. deildinni sumarið 2014. Þetta er í fjórða sinn sem Skagaliðið fellur úr efstu deild. Skagamenn féllu einnig úr deildinni 1967, 1990 og 2008.

Íslenski boltinn

Wenger: Reynsla og þolinmæði skiluðu þessum sigri

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður eftir 2-1 útisigur á Marseille í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik en Marseille minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Fótbolti

Benitez byrjar vel með Napoli - öll úrslitin í Meistaradeildinni

Fyrsta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í dag og þar vakti mesta athygli 2-1 sigur hjá Basel á Chelsea á Stamford Bridge. Lionel Messi skoraði þrennu í 4-0 sigri Barcelona á Ajax og Arsenal sótti tvö stig til Marseille. Schalke og Atletico Madrid unnu bæði góða sigra og AC Milan bjargaði sér undir lokin á móti skoska liðinu Celtic.

Fótbolti

Basel fór með öll stigin af Brúnni

Svissneska liðið Basel kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og riðlakeppni Meistaradeildarinnar byrjar því ekki vel fyrir lærisveina Jose Mourinho.

Fótbolti