Viðskipti

Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum

Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku.

Neytendur

Ís­lensku KFC-feðgarnir í Dan­mörku gjald­þrota

Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum.

Viðskipti erlent

Stækka hótelveldið á Suður­landi

Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf.

Viðskipti innlent

Óskar eftir starfslokum

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Óskar hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2005, en sem fjármálastjóri frá 2011. Hann mun láta af störfum þann 1. október næstkomandi og verður forstjóra innan handar þar til ráðið hefur verið í starfið.

Viðskipti innlent

„Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt”

Það fór fiðringur um blaðamann þegar hann frétti að hann fengi að reynsluaka glænýjan og glansandi BMW X3, nánar tiltekið BMW X3 30e M-Sport. Um er að ræða glæsilegan sportjeppa þar sem sameinast sportlegir aksturseiginleikar, háþróuð tækni og einstök hönnun. Er við öðru að búast frá þýska gæðamerkinu BMW?

Samstarf

Tann­lækna­stofa í Reykja­vík og Búda­pest fær viður­kenningu

Orion tannviðgerðir bjóða upp á framúrskarandi tannlæknaþjónustu á Íslandi og í Búdapest með áherslu á persónulega þjónustu, stuttan biðtíma og sanngjarnt verð. Fyrirtækið sérhæfir sig í tannplöntum og postulínkrónum og notar eingöngu hágæða efni. Þjónustan er sveigjanleg með möguleika á meðferð hér heima eða í Búdapest – allt eftir þörfum viðskiptavinarins.

Samstarf

Fylgdu ekki fyrir­mælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt

Neytendastofa hefur sektað flugfélagið Icelandair um hálfa milljón króna fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ákvörðun stofnunarinnar og veitt kaupendum nægilegar upplýsingar í kaupferli. Neytendastofa skammaði Icelandair meðal annars vegna misræmis milli skilmála og upplýsingasíðna á vef félagsins vegna svokallaðs skrópgjalds. 

Neytendur

Trump-tollarnir hafa tekið gildi

Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna.

Viðskipti innlent

Ís­land klemmist á milli í al­þjóð­legu tollastríði

Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla

Viðskipti innlent

Von­brigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni.

Viðskipti innlent

Stærsti olíu- og gas­fundur olíurisa í 25 ár

Breska orkufyrirtækið BP, þriðja stærsta orkufyrirtæki heims, hefur tilkynnt um stærsta olíu- og gasfund þeirra á þessari öld við austurströnd Brasilíu. Fundurinn er sá stærsti hjá fyrirtækinu síðan gaslindir við Shah Deniz í Kaspíahafi voru uppgötvaðar 1999.

Viðskipti erlent

Tíu prósenta tollur á fær­eyskar vörur

Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst.

Viðskipti erlent

Leist ekki á hag­tölur og rak yfir­mann stofnunarinnar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi.

Viðskipti erlent