Fréttir „Gaman og gefandi að keyra löglegan kappakstur“ Í fyrsta sinn í fimm ár er hægt að fara í GoKart á Íslandi. Eigandi leigunnar segir það afar gefandi að geta boðið fólki upp á löglegan kappakstur. Bílar 15.7.2023 22:11 Hringtenging með göngum nauðsynleg Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. Innlent 15.7.2023 19:17 Ólga innan björgunarsveita vegna tíu milljóna Grindavíkurstyrks Björgunarsveitin Þorbjörn hlaut í gær tíu milljóna króna styrk frá ríkinu til brunavarna á gossvæðinu á Reykjanesi. Nokkur óánægja ríkir meðal björgunarsveitarfólks vegna styrkveitingarinnar, þar sem fjölmargar sveitir komi að verkefninu og því eigi styrkurinn að renna jafnt til sveita eftir aðkomu. Innlent 15.7.2023 18:52 Fimm vistaðir í fangaklefa í dag Erilsamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fimm hafa verið vistaðir í fangaklefa frá því í morgun. Innlent 15.7.2023 18:32 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Strandveiðimenn sóttu hart að matvælaráðherra á fjölmennum mótmælum í miðborginni í dag. Þeir líkja stöðvun strandveiða á miðri vertíð við fjöldauppsögn og segja kerfið ómannúðlegt. Við ræðum við mótmælendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 15.7.2023 18:26 Fimm flugvélum Icelandair snúið við vegna bilunar í kerfi Isavia Bilun í tölvukerfi íslenska flugumsjónarsvæðisins hjá Isavia varð í dag til þess að snúa þurfti fimm flugvélum Icelandair á leið til landsins við. Innlent 15.7.2023 17:04 Móðir fatlaðs barns gat ekki lagt í bílastæði hreyfihamlaðra vegna Porsche-bifreiðar Porsche-bifreið með einkanúmerinu EXIT var lagt í bílastæði hreyfihamlaðra við Fjarðartorg í Hafnarfirði í minnst eina og hálfa klukkustund í gær. Móðir fatlaðs drengs gat ekki nýtt sér stæðið vegna þessa. Innlent 15.7.2023 16:05 Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. Innlent 15.7.2023 15:15 Sumarbústaðaeigendur unnu þrekvirki við að slökkva gróðureld í Svínadal Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar hefur ráðið niðurlögum gróðurelds sem kviknaði við sumarbústað í Svarfhólsskógi í Svínadal í Hvalfirði. Að sögn slökkviliðsmanns unnu sumarbústaðaeigendur þrekvirki við að slökkva eldinn. Innlent 15.7.2023 14:00 Rúmlega þúsund flugferðum aflýst vegna verkfalls Rúmlega þúsund flugferðum til, frá og innan Ítalíu hefur verið aflýst í dag vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna þar í landi. Ferðaplön mörg hundruð þúsund ferðamanna eru því í uppnámi. Erlent 15.7.2023 13:37 Birtir myndir af hrauninu flæða yfir það gamla Í gær flæddi hraunið úr eldgosinu við Litla-Hrút yfir hraunbreiðuna í norðaustanverðum Meradölum sem myndaðist í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021. Innlent 15.7.2023 12:15 Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. Innlent 15.7.2023 12:01 Hádegisfréttir Bylgjunnar Gosstöðvarnar við Litla-Hrút verða áfram lokaðar almenningi í dag vegna hættulegra aðstæðna á svæðinu. Ákvörðunin verður endurskoðuð í fyrramálið. Gasmengun frá gosinu liggur yfir Suðurstrandarveg og gönguleiðir í dag - og verður jafnvel vart í Grindavík í kvöld og á morgun. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Innlent 15.7.2023 11:59 Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. Erlent 15.7.2023 11:50 Fimm hundruð flýja vegna skógarelda á Kanaríeyju Meira en fimm hundruð manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda á Kanaríeyjunni La Palma. Erlent 15.7.2023 11:03 Lokað verður áfram að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Ákvörðunin verður endurskoðuð klukkan níu í fyrramálið á fundi viðbragsaðila. Innlent 15.7.2023 10:00 Mikill kynlífshávaði raskaði svefnfriði íbúa Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði. Innlent 15.7.2023 08:42 Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland „Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það. Innlent 15.7.2023 08:00 Norðanátt á landinu en lægir og hlýnar eftir helgi Norðan- og norðvestanátt ríkir enn á landinu með vætusömu og svölu veðri norðanlands. Það er heldur hlýrra og þurrara fyrir sunnan en þó skúrir á stöku stað. Eftir helgi lægir og hlýnar, einkum nyrðra. Veður 15.7.2023 07:53 Líftryggingar halda en slysabætur gætu skerst í glannaskap við gosið Glannaskapur við gosstöðvarnar ógildir ekki líftryggingar fólks en möguleiki er á því að slysabætur skerðist vegna vítaverðs gáleysis. Borið hefur á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum lögreglu og setji sig í hættu. Innlent 15.7.2023 07:46 Funda klukkan níu um hvort opna eigi gossvæðið á ný Viðbragðsaðilar munu funda nú klukkan níu vegna eldgossins við Litla-Hrút. Á þeim fundi verður ákveðið hvort gossvæðið verður opnað almenningi á ný. Innlent 15.7.2023 07:31 Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Erlent 14.7.2023 22:37 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. Erlent 14.7.2023 22:06 „Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“ Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega. Innlent 14.7.2023 21:28 Túlka reglulega við viðkvæmar og flóknar aðstæður Framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs segir ekki vandamál að túlka fyrir hvern sem þarf á þjónustunni að halda. Þau séu vön að túlka við viðkvæmar aðstæður, eins og í fangelsum. Innlent 14.7.2023 21:00 Engin vandamál eða vond lykt eftir tunnuskiptin Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hófu innleiðingu á nýjum tunnum í maí. Öll nema Reykjavík eru búin eða á lokametrunum en Reykjavík klárar samkvæmt áætlun í september. Innlent 14.7.2023 20:00 Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. Innlent 14.7.2023 20:00 Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands. Innlent 14.7.2023 19:46 Segir refsiábyrgð ráðherra í starfi ómarkvissa í núgildandi lögum Stóru deilumálin þrjú í íslenskum stjórnmálum þessi dægrin; Íslandsbankamálið, Hvalamálið og Lindarhvolsmálið, hafa vakið upp ýsmar spurningar um ábyrgð ráðherra í störfum sínum. Rannsóknasérfræðingur í lagadeild Háskóla Íslands, Haukur Logi Karlsson, segir í grein á vef skólans að ráðherrar tilheyri elítu í samfélaginu sem verði ekki sóttir til saka vegna brota í starfi eftir sömu reglum og aðrir. Innlent 14.7.2023 19:45 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum sýnum við myndir frá baráttu slökkviliðsmanna sem enn berjast við mikla gróðurelda á gosstöðvunum og hafa meðal annars notið aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við það í dag. Það hefur létt slökkviliðsmönnum störfin að fólk hefur virt lokanir á gönguleiðum að gosinu. Innlent 14.7.2023 18:13 « ‹ ›
„Gaman og gefandi að keyra löglegan kappakstur“ Í fyrsta sinn í fimm ár er hægt að fara í GoKart á Íslandi. Eigandi leigunnar segir það afar gefandi að geta boðið fólki upp á löglegan kappakstur. Bílar 15.7.2023 22:11
Hringtenging með göngum nauðsynleg Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. Innlent 15.7.2023 19:17
Ólga innan björgunarsveita vegna tíu milljóna Grindavíkurstyrks Björgunarsveitin Þorbjörn hlaut í gær tíu milljóna króna styrk frá ríkinu til brunavarna á gossvæðinu á Reykjanesi. Nokkur óánægja ríkir meðal björgunarsveitarfólks vegna styrkveitingarinnar, þar sem fjölmargar sveitir komi að verkefninu og því eigi styrkurinn að renna jafnt til sveita eftir aðkomu. Innlent 15.7.2023 18:52
Fimm vistaðir í fangaklefa í dag Erilsamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fimm hafa verið vistaðir í fangaklefa frá því í morgun. Innlent 15.7.2023 18:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Strandveiðimenn sóttu hart að matvælaráðherra á fjölmennum mótmælum í miðborginni í dag. Þeir líkja stöðvun strandveiða á miðri vertíð við fjöldauppsögn og segja kerfið ómannúðlegt. Við ræðum við mótmælendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 15.7.2023 18:26
Fimm flugvélum Icelandair snúið við vegna bilunar í kerfi Isavia Bilun í tölvukerfi íslenska flugumsjónarsvæðisins hjá Isavia varð í dag til þess að snúa þurfti fimm flugvélum Icelandair á leið til landsins við. Innlent 15.7.2023 17:04
Móðir fatlaðs barns gat ekki lagt í bílastæði hreyfihamlaðra vegna Porsche-bifreiðar Porsche-bifreið með einkanúmerinu EXIT var lagt í bílastæði hreyfihamlaðra við Fjarðartorg í Hafnarfirði í minnst eina og hálfa klukkustund í gær. Móðir fatlaðs drengs gat ekki nýtt sér stæðið vegna þessa. Innlent 15.7.2023 16:05
Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. Innlent 15.7.2023 15:15
Sumarbústaðaeigendur unnu þrekvirki við að slökkva gróðureld í Svínadal Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar hefur ráðið niðurlögum gróðurelds sem kviknaði við sumarbústað í Svarfhólsskógi í Svínadal í Hvalfirði. Að sögn slökkviliðsmanns unnu sumarbústaðaeigendur þrekvirki við að slökkva eldinn. Innlent 15.7.2023 14:00
Rúmlega þúsund flugferðum aflýst vegna verkfalls Rúmlega þúsund flugferðum til, frá og innan Ítalíu hefur verið aflýst í dag vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna þar í landi. Ferðaplön mörg hundruð þúsund ferðamanna eru því í uppnámi. Erlent 15.7.2023 13:37
Birtir myndir af hrauninu flæða yfir það gamla Í gær flæddi hraunið úr eldgosinu við Litla-Hrút yfir hraunbreiðuna í norðaustanverðum Meradölum sem myndaðist í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021. Innlent 15.7.2023 12:15
Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. Innlent 15.7.2023 12:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Gosstöðvarnar við Litla-Hrút verða áfram lokaðar almenningi í dag vegna hættulegra aðstæðna á svæðinu. Ákvörðunin verður endurskoðuð í fyrramálið. Gasmengun frá gosinu liggur yfir Suðurstrandarveg og gönguleiðir í dag - og verður jafnvel vart í Grindavík í kvöld og á morgun. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Innlent 15.7.2023 11:59
Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. Erlent 15.7.2023 11:50
Fimm hundruð flýja vegna skógarelda á Kanaríeyju Meira en fimm hundruð manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda á Kanaríeyjunni La Palma. Erlent 15.7.2023 11:03
Lokað verður áfram að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Ákvörðunin verður endurskoðuð klukkan níu í fyrramálið á fundi viðbragsaðila. Innlent 15.7.2023 10:00
Mikill kynlífshávaði raskaði svefnfriði íbúa Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði. Innlent 15.7.2023 08:42
Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland „Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það. Innlent 15.7.2023 08:00
Norðanátt á landinu en lægir og hlýnar eftir helgi Norðan- og norðvestanátt ríkir enn á landinu með vætusömu og svölu veðri norðanlands. Það er heldur hlýrra og þurrara fyrir sunnan en þó skúrir á stöku stað. Eftir helgi lægir og hlýnar, einkum nyrðra. Veður 15.7.2023 07:53
Líftryggingar halda en slysabætur gætu skerst í glannaskap við gosið Glannaskapur við gosstöðvarnar ógildir ekki líftryggingar fólks en möguleiki er á því að slysabætur skerðist vegna vítaverðs gáleysis. Borið hefur á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum lögreglu og setji sig í hættu. Innlent 15.7.2023 07:46
Funda klukkan níu um hvort opna eigi gossvæðið á ný Viðbragðsaðilar munu funda nú klukkan níu vegna eldgossins við Litla-Hrút. Á þeim fundi verður ákveðið hvort gossvæðið verður opnað almenningi á ný. Innlent 15.7.2023 07:31
Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Erlent 14.7.2023 22:37
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. Erlent 14.7.2023 22:06
„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“ Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega. Innlent 14.7.2023 21:28
Túlka reglulega við viðkvæmar og flóknar aðstæður Framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs segir ekki vandamál að túlka fyrir hvern sem þarf á þjónustunni að halda. Þau séu vön að túlka við viðkvæmar aðstæður, eins og í fangelsum. Innlent 14.7.2023 21:00
Engin vandamál eða vond lykt eftir tunnuskiptin Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hófu innleiðingu á nýjum tunnum í maí. Öll nema Reykjavík eru búin eða á lokametrunum en Reykjavík klárar samkvæmt áætlun í september. Innlent 14.7.2023 20:00
Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. Innlent 14.7.2023 20:00
Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands. Innlent 14.7.2023 19:46
Segir refsiábyrgð ráðherra í starfi ómarkvissa í núgildandi lögum Stóru deilumálin þrjú í íslenskum stjórnmálum þessi dægrin; Íslandsbankamálið, Hvalamálið og Lindarhvolsmálið, hafa vakið upp ýsmar spurningar um ábyrgð ráðherra í störfum sínum. Rannsóknasérfræðingur í lagadeild Háskóla Íslands, Haukur Logi Karlsson, segir í grein á vef skólans að ráðherrar tilheyri elítu í samfélaginu sem verði ekki sóttir til saka vegna brota í starfi eftir sömu reglum og aðrir. Innlent 14.7.2023 19:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum sýnum við myndir frá baráttu slökkviliðsmanna sem enn berjast við mikla gróðurelda á gosstöðvunum og hafa meðal annars notið aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við það í dag. Það hefur létt slökkviliðsmönnum störfin að fólk hefur virt lokanir á gönguleiðum að gosinu. Innlent 14.7.2023 18:13