Fréttir

Hringtenging með göngum nauðsynleg

Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 

Innlent

Ólga innan björgunar­sveita vegna tíu milljóna Grinda­víkur­styrks

Björgunarsveitin Þorbjörn hlaut í gær tíu milljóna króna styrk frá ríkinu til brunavarna á gossvæðinu á Reykjanesi. Nokkur óánægja ríkir meðal björgunarsveitarfólks vegna styrkveitingarinnar, þar sem fjölmargar sveitir komi að verkefninu og því eigi styrkurinn að renna jafnt til sveita eftir aðkomu.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Strandveiðimenn sóttu hart að matvælaráðherra á fjölmennum mótmælum í miðborginni í dag. Þeir líkja stöðvun strandveiða á miðri vertíð við fjöldauppsögn og segja kerfið ómannúðlegt. Við ræðum við mótmælendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gosstöðvarnar við Litla-Hrút verða áfram lokaðar almenningi í dag vegna hættulegra aðstæðna á svæðinu. Ákvörðunin verður endurskoðuð í fyrramálið. Gasmengun frá gosinu liggur yfir Suðurstrandarveg og gönguleiðir í dag - og verður jafnvel vart í Grindavík í kvöld og á morgun. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Innlent

Mikill kyn­lífs­há­vaði raskaði svefn­friði íbúa

Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði.

Innlent

Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hring­veginn um Ís­land

„Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það.

Innlent

Hitametin orðin of mörg til að telja upp

Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal.

Erlent

Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu

Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni.

Erlent

„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“

Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega.

Innlent

Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur

Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands.

Innlent

Segir refsi­á­byrgð ráð­herra í starfi ó­mark­vissa í nú­gildandi lögum

Stóru deilumálin þrjú í íslenskum stjórnmálum þessi dægrin; Íslandsbankamálið, Hvalamálið og Lindarhvolsmálið, hafa vakið upp ýsmar spurningar um ábyrgð ráðherra í störfum sínum. Rannsóknasérfræðingur í lagadeild Háskóla Íslands, Haukur Logi Karlsson, segir í grein á vef skólans að ráðherrar tilheyri elítu í samfélaginu sem verði ekki sóttir til saka vegna brota í starfi eftir sömu reglum og aðrir.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum sýnum við myndir frá baráttu slökkviliðsmanna sem enn berjast við mikla gróðurelda á gosstöðvunum og hafa meðal annars notið aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við það í dag. Það hefur létt slökkviliðsmönnum störfin að fólk hefur virt lokanir á gönguleiðum að gosinu.

Innlent