Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 23. ágúst 2019 10:00 Þorgrímur Smári Ólafsson var níu mörkum frá því að skora hundrað deildarmörk á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins sextán daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að öðru liðinu í spá okkar.Spá Vísis fyrir Olís deild karla 2019-20 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti 7. sæti 8. sæti 9. sæti 10. sæti - (26. ágúst)11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirÞorsteinn Gauti Hjálmarsson er farinn til Aftureldingar.Vísir/BáraÍþróttadeild spáir Fram ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar. Ef spáin rætist fellur Fram eftir tæplega aldarfjórðung í efstu deild. Síðan Fram varð Íslandsmeistari 2013 hefur liðið verið í neðri hluta deildarinnar og oft daðrað við fallið. Inn á milli hafa þó komið góðir tímar. Fram komst í undanúrslit Olís-deildarinnar 2017 og bikarúrslit árið eftir. Í fyrra var Fram í fallbaráttu allt fram í lokaumferðina og endaði í 10. sæti með 15 stig. Líkt og síðustu ár hefur Fram misst marga sterka leikmenn milli tímabila. Í sumar hurfu lykilmenn á borð við Viktor Gísla Hallgrímsson, Þorstein Gauta Hjálmarsson og Andra Þór Helgason á braut og Fram hefur ekki fyllt þeirra skörð. Guðmundur Helgi Pálsson er glúrinn þjálfari og hefur unnið gott starf hjá Fram við erfiðar aðstæður. Hans stærsta verkefni verður að ná meiri stöðugleika í leik Fram en munurinn á bestu og verstu frammistöðu liðsins er alltof mikill. Á góðu dögunum getur Fram unnið flest lið en á þeim vondu er Fram lélegasta lið deildarinnar. Komnir/Farnir:Komnir: Kristinn Hrannar Bjarkason – Afturelding Svanur Páll Vilhjálmsson – Víkingur Stefán Darri Þórsson – Alcobendas, Spánn Hallur Kristinn Þorsteinsson – Haukar á lániFarnir: Bjarki Lárusson – Óvíst Andri Þór Helgason – Stjarnan Þorsteinn Gauti Hjálmarsson – Afturelding Þorgeir Bjarki Davíðsson – HK Viktor Gísli Hallgrímsson – GOG, DanmörkÆgir Hrafn Jónsson er kletturinn í vörn Fram.Vísir/DaníelHBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Framarar enduðu í 10. sæti á síðustu leiktíð, þremur stigum fyrir ofan fallsæti og þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Ekket lið í deildinni tapaði færri boltum og Framliðið var mjög ofarlega í vörðum skotum varnarmanna og vörðum vítum hjá markvörðum.Sóknarleikur Fram 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 10. sæti (25,8) Skotnýting - 5. sæti (58,3%) Vítanýting - 4. sæti (76,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 6. sæti (59) Stoðsendingar í leik - 12. sæti (7,7) Tapaðir boltar í leik - 1. sæti (7,3)Vörn og markvarsla Fram 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 8. sæti (27,0) Hlutfallsmarkvarsla - 7. sæti (30,3%) Varin víti - 3. sæti (15) Stolnir boltar - 10. sæti (58) Varin skot í vörn - 2. sæti (76) Lögleg stopp í leik - 11. sæti (15,8)Örvhenti hornamaðurinn Arnar Snær Magnússon.Vísir/DaníelLíklegt byrjunarlið Fram í vetur Markvörður - Lárus Helgi Ólafsson - 32 ára Vinstra horn - Kristinn Hrannar Bjarkason - 24 ára Vinstri skytta - Þorgrímur Smári Ólafsson - 29 ára Miðja - Stefán Darri Þórsson - 25 ára Hægri skytta - Svavar Kári Grétarsson - 24 ára Hægra horn - Arnar Snær Magnússon - 25 ára Lína - Valdimar Sigurðsson - 25 ára Varnarmaður - Ægir Hrafn Jónsson - 40 áraAron Gauti skoraði 41 mark í Olís-deildinni á síðasta tímabili.vísir/báraFylgist með Aron Gauti Óskarsson (f. 1996) fékk ásamt Svavari Kára Grétarssyni það hlutverk að fylla skarð Arnars Birkis Hálfdánssonar í hægri skyttustöðunni hjá Fram á síðasta tímabili. Það reyndist þeim ofviða enda skarðið sem Arnar skildi eftir sig stórt og mikið. Aron Gauti átti þó nokkra góða leiki og sýndi að það er ýmislegt í hann spunnið. Hann verður aftur í stóru hlutverki í vetur og þarf að skila góðu verki ef ekki á illa að fara hjá Fram.Guðmundur Helgi Pálsson er að hefja sitt fjórða tímabil sem þjálfari Fram.Vísir/BáraÞjálfarinn Guðmundur Helgi Pálsson steig inn í brunarústir hjá Fram sumarið 2016 þegar tveir þjálfarar voru hættir og flestir lykilmenn liðsins horfnir á braut. Hann barði í brestina á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari meistaraflokks og kom Fram í undanúrslit Olís-deildarinnar. Ári seinna komst liðið í bikarúrslit. Guðmundur, sem lék með Fram um aldamótin, er að hefja sitt fjórða tímabil með liðið og nú reynir á hann sem aldrei fyrr að halda Fram í deild þeirra bestu. Hvað segir sérfræðingurinn?„Ég held að það sé mjög fróðlegt tímabil fram undan hjá Fram. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þeim vegna þess sem ég hef séð til þeirra í haust. Þeir virka ekki alveg upp á tíu,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Framliðið. „Ég sá þá spila í Ragnarsmótinu og það eru æfingarleikir og allt þannig en ég veit ekki hvernig þetta fer hjá þeim. Þeir misstu sterka pósta og hafa fengið lítið inn á móti. Gummi Páls er búinn að vera lengi með liðið og það hefur verið dapurt gengi síðustu ár. það eru viðvörunarbjöllur í gangi í Safarmýrinni,“ sagði Guðlaugur.Fram varð Íslandsmeistari karla í handbolta vorið 2013.Mynd/ValliHversu langt er síðan að Fram ...... varð Íslandsmeistari: 6 ár (2013) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 6 ár (2013) ... varð bikarmeistari: 19 ár (2000) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2017) ... komst í undanúrslit: 2 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 6 ár (2013) ... féll úr deildinni: 26 ár (1993) ... kom upp í deildina: 23 ár (1996)Gengi Fram í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil2018-19 10. sæti í deildinni 2017-18 10. sæti í deildinni 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 7. sæti í deildinni 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 5. sæti í deildinni 2012-13 3. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinniGengi Fram í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Ekki í úrslitakeppniFram hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu.Vísir/DaníelAð lokum Fram verður væntanlega í baráttu við nýliðana úr Kópavoginum og Grafarvoginum um að halda sér í deildinni. Fram missti marga sterka leikmenn í sumar og frammistaðan á undirbúningstímabilinu gefur ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Fram hefur tapað öllum leikjum sínum með a.m.k. sex marka mun. Fram ætti að geta spilað fína vörn en skarðið sem Þorsteinn Gauti skilur eftir sig í sóknarleiknum verður vandfyllt. Þá verður Fram að fá meira frá örvhentu skyttunum sínum en á síðasta tímabili. Fram hefur áður afsannað hrakspár og þá hjálpar að reynslan í liðinu er mikil. Olís-deild karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins sextán daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að öðru liðinu í spá okkar.Spá Vísis fyrir Olís deild karla 2019-20 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti 7. sæti 8. sæti 9. sæti 10. sæti - (26. ágúst)11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirÞorsteinn Gauti Hjálmarsson er farinn til Aftureldingar.Vísir/BáraÍþróttadeild spáir Fram ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar. Ef spáin rætist fellur Fram eftir tæplega aldarfjórðung í efstu deild. Síðan Fram varð Íslandsmeistari 2013 hefur liðið verið í neðri hluta deildarinnar og oft daðrað við fallið. Inn á milli hafa þó komið góðir tímar. Fram komst í undanúrslit Olís-deildarinnar 2017 og bikarúrslit árið eftir. Í fyrra var Fram í fallbaráttu allt fram í lokaumferðina og endaði í 10. sæti með 15 stig. Líkt og síðustu ár hefur Fram misst marga sterka leikmenn milli tímabila. Í sumar hurfu lykilmenn á borð við Viktor Gísla Hallgrímsson, Þorstein Gauta Hjálmarsson og Andra Þór Helgason á braut og Fram hefur ekki fyllt þeirra skörð. Guðmundur Helgi Pálsson er glúrinn þjálfari og hefur unnið gott starf hjá Fram við erfiðar aðstæður. Hans stærsta verkefni verður að ná meiri stöðugleika í leik Fram en munurinn á bestu og verstu frammistöðu liðsins er alltof mikill. Á góðu dögunum getur Fram unnið flest lið en á þeim vondu er Fram lélegasta lið deildarinnar. Komnir/Farnir:Komnir: Kristinn Hrannar Bjarkason – Afturelding Svanur Páll Vilhjálmsson – Víkingur Stefán Darri Þórsson – Alcobendas, Spánn Hallur Kristinn Þorsteinsson – Haukar á lániFarnir: Bjarki Lárusson – Óvíst Andri Þór Helgason – Stjarnan Þorsteinn Gauti Hjálmarsson – Afturelding Þorgeir Bjarki Davíðsson – HK Viktor Gísli Hallgrímsson – GOG, DanmörkÆgir Hrafn Jónsson er kletturinn í vörn Fram.Vísir/DaníelHBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Framarar enduðu í 10. sæti á síðustu leiktíð, þremur stigum fyrir ofan fallsæti og þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Ekket lið í deildinni tapaði færri boltum og Framliðið var mjög ofarlega í vörðum skotum varnarmanna og vörðum vítum hjá markvörðum.Sóknarleikur Fram 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 10. sæti (25,8) Skotnýting - 5. sæti (58,3%) Vítanýting - 4. sæti (76,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 6. sæti (59) Stoðsendingar í leik - 12. sæti (7,7) Tapaðir boltar í leik - 1. sæti (7,3)Vörn og markvarsla Fram 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 8. sæti (27,0) Hlutfallsmarkvarsla - 7. sæti (30,3%) Varin víti - 3. sæti (15) Stolnir boltar - 10. sæti (58) Varin skot í vörn - 2. sæti (76) Lögleg stopp í leik - 11. sæti (15,8)Örvhenti hornamaðurinn Arnar Snær Magnússon.Vísir/DaníelLíklegt byrjunarlið Fram í vetur Markvörður - Lárus Helgi Ólafsson - 32 ára Vinstra horn - Kristinn Hrannar Bjarkason - 24 ára Vinstri skytta - Þorgrímur Smári Ólafsson - 29 ára Miðja - Stefán Darri Þórsson - 25 ára Hægri skytta - Svavar Kári Grétarsson - 24 ára Hægra horn - Arnar Snær Magnússon - 25 ára Lína - Valdimar Sigurðsson - 25 ára Varnarmaður - Ægir Hrafn Jónsson - 40 áraAron Gauti skoraði 41 mark í Olís-deildinni á síðasta tímabili.vísir/báraFylgist með Aron Gauti Óskarsson (f. 1996) fékk ásamt Svavari Kára Grétarssyni það hlutverk að fylla skarð Arnars Birkis Hálfdánssonar í hægri skyttustöðunni hjá Fram á síðasta tímabili. Það reyndist þeim ofviða enda skarðið sem Arnar skildi eftir sig stórt og mikið. Aron Gauti átti þó nokkra góða leiki og sýndi að það er ýmislegt í hann spunnið. Hann verður aftur í stóru hlutverki í vetur og þarf að skila góðu verki ef ekki á illa að fara hjá Fram.Guðmundur Helgi Pálsson er að hefja sitt fjórða tímabil sem þjálfari Fram.Vísir/BáraÞjálfarinn Guðmundur Helgi Pálsson steig inn í brunarústir hjá Fram sumarið 2016 þegar tveir þjálfarar voru hættir og flestir lykilmenn liðsins horfnir á braut. Hann barði í brestina á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari meistaraflokks og kom Fram í undanúrslit Olís-deildarinnar. Ári seinna komst liðið í bikarúrslit. Guðmundur, sem lék með Fram um aldamótin, er að hefja sitt fjórða tímabil með liðið og nú reynir á hann sem aldrei fyrr að halda Fram í deild þeirra bestu. Hvað segir sérfræðingurinn?„Ég held að það sé mjög fróðlegt tímabil fram undan hjá Fram. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þeim vegna þess sem ég hef séð til þeirra í haust. Þeir virka ekki alveg upp á tíu,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Framliðið. „Ég sá þá spila í Ragnarsmótinu og það eru æfingarleikir og allt þannig en ég veit ekki hvernig þetta fer hjá þeim. Þeir misstu sterka pósta og hafa fengið lítið inn á móti. Gummi Páls er búinn að vera lengi með liðið og það hefur verið dapurt gengi síðustu ár. það eru viðvörunarbjöllur í gangi í Safarmýrinni,“ sagði Guðlaugur.Fram varð Íslandsmeistari karla í handbolta vorið 2013.Mynd/ValliHversu langt er síðan að Fram ...... varð Íslandsmeistari: 6 ár (2013) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 6 ár (2013) ... varð bikarmeistari: 19 ár (2000) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2017) ... komst í undanúrslit: 2 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 6 ár (2013) ... féll úr deildinni: 26 ár (1993) ... kom upp í deildina: 23 ár (1996)Gengi Fram í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil2018-19 10. sæti í deildinni 2017-18 10. sæti í deildinni 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 7. sæti í deildinni 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 5. sæti í deildinni 2012-13 3. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinniGengi Fram í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Ekki í úrslitakeppniFram hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu.Vísir/DaníelAð lokum Fram verður væntanlega í baráttu við nýliðana úr Kópavoginum og Grafarvoginum um að halda sér í deildinni. Fram missti marga sterka leikmenn í sumar og frammistaðan á undirbúningstímabilinu gefur ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Fram hefur tapað öllum leikjum sínum með a.m.k. sex marka mun. Fram ætti að geta spilað fína vörn en skarðið sem Þorsteinn Gauti skilur eftir sig í sóknarleiknum verður vandfyllt. Þá verður Fram að fá meira frá örvhentu skyttunum sínum en á síðasta tímabili. Fram hefur áður afsannað hrakspár og þá hjálpar að reynslan í liðinu er mikil.
Olís-deild karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni